Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 70

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Gylfi Zoëga, hagfræðingur: „Við skildum bara ekki hvað þú varst að segja“ „Brást okkur hagfræðin?“ spurði svanhildur hólm Gylfa Zoëga hag- fræðing. hann svaraði að bragði: „sumir leggja dálítið þungar byrðar á stéttina. Það vantar alveg útskýringar á því sem er að gerast. Þeir sem bera ábyrgð bregðast og útskýra ekki hvað gerðist né heldur hvaða leiðir séu út úr vandanum, hver sé framtíðin Það þarf til þess að fólk- inu líði betur og það geti tekið við vandanum. Það sem við getum ekki tekið er óvissan.“ Gylfi hélt áfram og sagði að við þetta hafi myndast gríðarlegt tóma- rúm. svo blandast saman upplýsingagjöfin og pólitík stjórnmálamann- anna sem um málið tala. „Þá koma háskólahagfræðingarnir. Ég hafði aldrei komið í sjónvarp í október í fyrra og ætlaði aldrei að gera það en svo var ég allt í einu farinn að halda hagfræðifyrirlestra í Kastljósi, en það er svo auðvelt að misskilja ...“ ólafur Ísleifsson, lektor við hR: Efla verður stoðir atvinnustarfseminnar Yfirskrift erindis Ólafs Ísleifssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, var „Úr hruni til hagsældar“ og ræddi hann um hvað þyrfti til að endurreisa atvinnulífið í landinu. „Íslenskt samfélag á nú allt undir því að efldar verði stoðir atvinnustarfseminnar. Til þess þarf í senn að viðhalda og bæta samkeppnisstöðu atvinnurekstrar í landinu. Efnahagsstefna stjórnvalda verður að miðast við að atvinnustarfsemi fái vaxið og dafnað í krafti eigin samkeppnishæfni en ekki á grundvelli vernd- arstefnu eða enn aukinna opinberra útgjalda. Atvinnufyrirtækin búa nú við skilyrði sem hvarvetna þættu óviðunandi. Hvers má vænta um mannlíf í landi þar sem svo er komið? Spurningin svarar sér sjálf,“ sagði Ólafur. Hagsældin og umheimurinn „Lífskjör á borð við það sem best gerist, og þjóðin ætlast til að njóta, fást ekki með sjálfsþurftarbúskap sem felst í að þjóðin búi ein að sínu og sýnt er að landbúnaður og sjávarútvegur, svo ágætar atvinnugreinar sem hér um ræðir, megna ekki einar að standa undir hagvexti svo neinu nemi. Hagsældina verður að reisa á sterkum viðskiptatengslum við umheiminn, alþjóðavæðingu og opnum og frjálsum mörkuðum.“ Ólafur sagði ennfremur að í engu mætti spilla samkeppn- ishæfni íslenskra atvinnufyrirtækja og þess vegna sé brýnt að standa vörð um skattalegt umhverfi sem stuðlar að uppbyggingu fyrirtækja og getur laðað að erlenda fjárfestingu í atvinnustarfsemi hér á landi. „Efnahagslífið þarf hagkvæma og örugga stjórnsýslu sem myndar traustan ramma fyrir atvinnustarfsemina.“ Gylfi Zoëga hagfræðingur var miður sín í New York. Ólafur Ísleifsson, lektor í Háskólanum í Reykjavík. iðnþing 2009

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.