Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 73

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 73
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 73 iðnaður Ólafur M. Magnússon er framkvæmdastjóri Mjólku. Mjólka í mikilli sókn MJólKa Fyrirtækið Mjólka var stofnað fyrir rúmum tveimur árum og rekur mjólkurframleiðslu í eigin búi á Eyjum II í Kjós og mjólkurstöð sem sérhæfir sig í framleiðslu á ostum og öðrum mjólkurafurðum fyrir innanlandsmarkað. Skyrterturnar slá í gegn Að sögn Ólafs M. Magnússonar, framkvæmdastjóra Mjólku, er fyrirtækið nýfarið að þjónusta hinn svokallaða stóreldhúsmarkað: „Þar leggjum við fyrst og fremst áherslu á rifinn ost, smurost og rjómaost og það styttist einnig í að við verðum með sneiddan ost. Það er óhætt að segja að skyrterturnar okkar hafi slegið í gegn hjá neytendum en vinsældir þeirra stafa ekki síst af þeirri staðreynd að þær eru fituminni og léttari í sér en sambærilegar skyrtertur. Skyrtertur eru orðnar sígildur eftirréttur hjá Íslendingum auk þess sem þær eru ljúffeng viðbót á kaffiborðið.“ Mjólka festi kaup á Vogabæ „Mjólka hefur nú fest kaup á matvælafyrirtækinu Vogabæ og hefur mjólkurstöð Mjólku verið flutt í húsnæði Vogabæjar í Hafnarfirði. Vogabær og Mjólka munu áfram framleiða vörur sínar undir eigin merkjum. Fráfarandi eigendur og stjórnendur Vogabæjar munu áfram starfa hjá fyrirtækinu. Samhliða kaupunum á Vogabæ er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu á Mjólku og er fyrirtækið nú vel í stakk búið til að takast á við áframhaldandi samkeppni í mjólkuriðnaði. Mjólka er í mikilli sókn og við ætlum okkur enn stærri hluti á fyrirtækjamarkaði.“ „Það er óhætt að segja að skyrtert- urnar okkar hafi slegið í gegn hjá neytendum en vin- sældir þeirra stafa ekki síst af þeirri staðreynd að þær eru fituminni og létt- ari í sér en sambæri- legar skyrtertur.“ K Yn n in G

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.