Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 74

Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 K Yn n in G iðnaður Íslenskt nautakjöt er laust við aukaefni og hormóna og er því sannkölluð náttúru- afurð sem framleidd er við hreinleika eins og hann gerist bestur. Tími uppbyggingar landssaMBand KúaBænda Íslenski mjólkuriðnaðurinn leggur mikla áherslu á vöruþróun og að ná til ungu kynslóðarinnar með þessa ómissandi og heilsusamlegu vöru. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir nautgriparækt vera mikilvægustu grein íslensks landbúnaðar: Höfuðáherslan er á vöruþróun „Mjólkurframleiðsla til sölu í samlagi er stunduð á u.þ.b. 700 búum sem flest eru fjölskyldubú en mjólkurkýr í landinu eru í kringum 26.000 talsins. Meirihluti mjólkurinnar er framleiddur á Suðurlandi, í Eyjafirði og Skagafirði. Síðustu sex til átta ár hefur verið tími uppbyggingar og lætur nærri að önnur hver kýr í landinu sé í nýju fjósi eða nýlega endurnýjuðu fjósi. Kröfur um mjólkurgæði hafa aukist veru- lega og mjög vel er fylgst með þeirri þróun. Í mjólkuriðnaðinum er höfuðáherslan lögð á vöruþróun og mikilvægasta framleiðsluvaran er án vafa ostarnir. Mjólkursamlög eru nú rekin í Reykjavík, á Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Það hefur orðið gífurlega mikil hagræðing með sameiningu í mjólkurvinnslunni.“ Íslenskt nautakjöt – hrein náttúruafurð „Nautakjötsframleiðsla sem búgrein er ýmist stunduð til hliðar við mjólkurframleiðsluna eða sem sjálfstæður rekstur og þá stundum með holdakúm. Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í öllu sem lýtur að meðferð nautakjötsins hjá sláturhúsunum og í kjötvinnslunni. Íslenskt nautakjöt er laust við aukaefni og hormóna og er því sannkölluð náttúru- afurð sem framleidd er við hreinleika eins og hann gerist bestur.“ Þórólfur Sveinsson er formaður Landssambands kúabænda.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.