Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 76

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 K Yn n in G iðnaður Árið 1995 stofnaði Ingi Rútsson fyrirtækið Stími ásamt föður sínum og bræðrum. Fyrirtækið hefur í gegnum árin hannað og smíðað mikið af tækjabúnaði fyrir álver víða um heim og samstarf þess við álverið í Straumsvík verið bæði uppspretta stórra verkefna og hugmynda. Aldir upp í álverinu Ingi Rútsson segir að þeir bræðurnir séu nánast aldir upp í álverinu: „Við fórum að taka að okkur ýmis aukaverkefni og þannig vatt þetta upp á sig. Stímir, fyrirtæki okkar feðga, hefur í gegnum árin hannað og smíðað mikið af tækjabúnaði sem notaður er í álverinu. Fyrsta stóra verkefnið okkar var að hanna álhæðarskynjara sem er mjög krítískur búnaður í steypuskálunum því steypugæðin hafa mikið að gera með álhæðina í mótunum. Það var dálítil barátta á sínum tíma því þáverandi eigendur álversins, sem sjálfir voru að smíða svipaðan vélbúnað, vildu selja hann hingað. En Rannveig Rist og Bjarni Jónsson höfðu trú á þessu hjá okkur og þannig hóf Stímir göngu sína fyrir alvöru. Síðan fórum við að markaðssetja þetta erlendis og höfum nú selt töluvert af tækjum úr landi,“ segir Ingi sem telur að álverið hafi verið kærkominn vettvangur til að þróa nýjar hugmyndir. „Það er mjög erfitt að flytja út svona tækjabúnað nema maður hafi fordæmi fyrir því að nota hann einhvers staðar með góðum árangri. Það hefur því verið ómetanlegt að geta prófað sig áfram hérna.“ Fyrirtækið vex „Í upphafi var vélaverkstæðið frekar takmarkað og við létum vinna mikið fyrir okkur hjá vélaverkstæði Hjalta Einarssonar. Fljótlega þróuðust mál þannig að Stímir var orðið óþægilega lítið fyrirtæki til að geta staðið undir þessu öllu eitt, bæði framleiðslunni og svo sölustarfseminni erlendis, enda mikið af stórum fyrirtækjum í samkeppni við okkur. Við sameinuðumst því Vélaverkstæði Hjalta og í dag erum við með vörumerki sem er nokkuð vel þekkt í þessum bransa,“ segir Ingi og heldur áfram: „Við höfum verið að smíða mikið af vélum og búnaði fyrir skautsmiðjuna, mælitæki og sérhæfðan búnað fyrir álverin og höfum verið að selja búnað meðal annars til Ástralíu, Indlands, Sviss og Noregs.“ Að svo mæltu leiðir Ingi blaðamann í gegnum álverið og sýnir ýmsan vélbúnað sem er smíðaður og hannaður af Stími. Sparnaður er driffjöður uppfinninga Að ganga um álverið með Inga sem fararstjóra er mikil upplifun. Merki Stímis blasir við hvert sem litið er og það er saga á bak við hvert tæki. Vélbúnaðurinn ber þess merki að vera fundinn upp eftir þörfum og leysir bæði minnstu og stærstu vandamál. Ingi sýnir vélar sem forhita gaffla, réttingarvélar, viðnámsmæla, grafíthúðunargræjur, færibönd, steypubúnað, sjálfvirka sög á tindaverkstæðinu og margt fleira. Staldrað er við vél sem merkir með málningu og leysigeislabyssu innsetningarhæðina á göfflum. „Það er gagnagrunnur sem heldur Frumkvöðlastarfsemi í Straumsvík RiO tintO alcan og stÍMiR/Vhe Kragarnir á skautgöfflunum eru uppfinning Stímis sem eykur nýtingu skautanna. Þeir eru settir á með svonefndri kragavél sem fyrirtækið þróaði og framleiddi.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.