Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 77

Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 77
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 77 utan um þetta allt saman. Öll skautskipti eru nákvæmlega forrituð.“ Vélbúnaðurinn er tölvustýrður og klæðskerasaumaður. Hvaðan koma allar hugmyndirnar? „Það er bara alltaf verið að reyna að gera alla hluti betur og markmið fyrirtækja er náttúrlega að spara og það getur verið gífurleg driffjöður. Það er mikill bisness í sparnaði.“ Við stöldrum við álhæðarskynjarana sem voru stökkpallur feðganna á sínum tíma. „Þetta gerir ennþá sitt gagn þó tækin séu orðin tíu ára gömul. Við erum hins vegar að þróa núna nýja útgáfu sem notar leysigeisla til að mæla hæðina.“ Íslensk hönnun til Katar Hjá Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar kynnir Ingi okkur fyrir Jóa sem er að dunda sér við að smíða prentrásaplötur. „Við smíðum hérna frá grunni einingar í ýmis mælitæki. Það gefur okkur ótrúlega mikið forskot að geta smíðað rafræna íhluti í tæki sjálfir. Ég held við séum eini aðilinn á Íslandi sem getur smíðað sínar eigin prentrásarplötur eftir þörfum. Við hönnum plötur, erum með efnaböð, fræsum sjálfir og höfum smíðað helling af sérhæfðum tækjum í gegnum árin.“ Á gólfinu eru starfsmenn verkstæðisins í óðaönn að leggja lokahönd á tvær splunku- nýjar kragavélar sem stendur til að frumsýna daginn eftir. „Þetta er séríslensk hönnun. Sambærilegar vélar eru til erlendis en við notum skrefmótóra sem gefur manni meiri nákvæmni á krögunum og vinnur á betri tíma,“ útskýrir Ingi. Ástralskur starfsmaður er að prufukeyra græjurnar fyrir sendinefnd sem er væntanleg frá norska fyrirtækinu Hydro sem er að setja upp nýtt álver ásamt heimamönnum í Katar. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Talið berst að starfsmannafjölda og verkefnastöðu. „Bara á vélaverkstæðinu erum við núna með svona 230–240 manns. Auk sjálfrar smiðjunnar erum við með verkfræðideild sem sér um rafmagnshönnun, forritun, skjákerfi og svo eru þarna vélahönnuðir og margt fleira. Svo erum við með um 150 manns í vinnu í störfum okkar fyrir Alcoa.“ Aðspurður um hversu háar upphæðir sé að ræða í stærri samningum svarar Ingi að það sé allt frá 30–40 milljónum og upp í 100 milljónir. „Það er náttúrlega bara mismunandi eftir umfangi. Enn sem komið er eru það frekar stærri fyrirtæki sem taka að sér heilar skautsmiðjur en við komum þá yfirleitt inn í slík verkefni með einstaka vélar.“ Ingi kveðst ekkert vilja spá fyrir um stækkun álversins í Straumsvík. „Það er ekkert gefið í þeim efnum. Slíkt myndi hins vegar gefa okkur færi á að taka heila skautsmiðju og við höldum bara áfram að vera vongóðir um það. Maður ímyndar sér að menn hefðu alveg verið til í að hafa 1200 manns í vinnu við stækkun núna. En við höldum alltaf áfram og erum með meira en nóg af hugmyndum,“ segir Ingi að lokum og heldur svo áfram að fínpússa nýjustu kragavélarnar. „Það er bara alltaf verið að reyna að gera alla hluti betur og markmið fyrirtækja er náttúrlega að spara og það getur verið gífurleg driffjöður. Það er mikill bisness í sparnaði.“ Það er misskilningur að álver geti ekki af sér sprotafyrirtæki. Stímir varð til í Straumsvík og selur núna hátæknilegan vélbúnað í álver um allan heim. Ingi Rútsson stofnaði fyrirtækið ásamt föður sínum og bræðrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.