Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9
K
Yn
n
in
G
iðnaður
Álvír frá Alcoa notaður
í háspennustrengi
alcOa fJaRÐaÁl
Hvern hefði órað fyrir því fyrir áratug eða
svo, að á Reyðarfirði í Fjarðabyggð risi eitt
fullkomnasta álver heims, með hundruð
manna í vinnu? Austfirðinga hafði að vísu
lengi dreymt um að orka fallvatna í fjórð-
ungnum yrði nýtt til atvinnuuppbyggingar
á Austurlandi og með byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði
varð sá draumur að veruleika. Um 700
manns eru nú við vinnu á álverssvæðinu.
Álverið sem stendur nokkra kílómetra
frá bænum á Reyðarfirði var hannað af
íslenskum arkitektum, en það voru teikni-
stofurnar Tark, Batteríið og Landslag sem
þar lögðu saman krafta sína. Sérstaka
athygli vekur að á hliðum kerskálanna eru
gluggar sem gera það að verkum að vegg-
irnir líkjast síldarbeinamynstri, en síld-
veiðar voru ábatasöm atvinnugrein á Aust-
fjörðum á árum áður.
Álver Alcoa Fjarðaáls hefur framleitt
ál á fullum afköstum í um það bil eitt
ár. Framleiðslugetan er um 346 þúsund
tonn á ári og á síðasta ári nam útflutn-
ingsverðmæti afurða fyrirtækisins um 800
milljónum dollara, eða um 90 milljörðum
króna á núverandi gengi.
Hjá Fjarðaáli er framleitt hreint
gæðaál, ýmsar álblöndur og svo full-
unnir álvírar, sem eru notaðir meðal ann-
ars í háspennustrengi. Þannig má segja að
inni í steypuskála álversins sé sérstök álv-
íraverksmiðja. Vírinn er framleiddur í sér-
stakri vél sem dregur steypuna beint í vír
uppá rúllur. Að sögn Ormars Örlygssonar,
framkvæmdastjóra útflutnings Alcoa
Fjarðaáls, fara allar vörur frá Fjarðaáli nú
á markað í Evrópu.
„Eimskip sér um gámahleðslu og und-
irbúning útflutnings og Samskip sér svo
um flutning á stærstum hluta málmsins
okkar til Rotterdam. Þaðan er honum svo
dreift áfram til viðskiptavina í gegnum
dreifingarfyrirtæki. Viðskipta-
vinirnir eru allt frá Mið-Noregi og niður
til Spánar og Grikklands. Það er meira að
segja verið að undirbúa sendingar áfram
til Marokkó og Ghana - svo eitthvað sé
nefnt.
Höfnin hérna á Mjóeyri er nú önnur
stærsta höfn landsins, á eftir Faxaflóa-
höfnum, enda jókst útflutningur frá Íslandi
um 25% í tonnum talið þegar afurðirnar
héðan fóru að streyma út. Það má líka nefna
það varðandi þýðingu álsins fyrir flutn-
ingagreinina að 40% allra vöruflutninga frá
landinu er ál,‘‘ segir Ormarr.
En í hvað er álið frá Fjarðaáli notað?
„Afurðirnar fara í mjög fjölbreyttar vörur
og enn er unnið að því að vinna markaði
og þróa málmblöndur til sölu. Af þeim
fyrirtækjum sem við erum með samninga
við má nefna Nexans í vírnum. Þetta
er stórfyrirtæki í kaplaframleiðslu með
verksmiðjur um allan heim.
Þá er gríðarstór samningur við fyrirtæki í
umbúðagerð sem heitir Rexam, en mörgum
okkar þykir ágætt að hafa þeirra afurðir um
hönd í formi dósa frá Vífilfelli.
Þegar fram í sækir og við framleiðum
okkar málmblöndur verður m.a. horft til
PSA, framleiðanda Peugeot og Citroen.‘‘
lJ
ó
s
M
Yn
d
:
h
R
ei
n
n
M
aG
n
ú
s
s
O
n