Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 78

Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 K Yn n in G iðnaður Álvír frá Alcoa notaður í háspennustrengi alcOa fJaRÐaÁl Hvern hefði órað fyrir því fyrir áratug eða svo, að á Reyðarfirði í Fjarðabyggð risi eitt fullkomnasta álver heims, með hundruð manna í vinnu? Austfirðinga hafði að vísu lengi dreymt um að orka fallvatna í fjórð- ungnum yrði nýtt til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi og með byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði varð sá draumur að veruleika. Um 700 manns eru nú við vinnu á álverssvæðinu. Álverið sem stendur nokkra kílómetra frá bænum á Reyðarfirði var hannað af íslenskum arkitektum, en það voru teikni- stofurnar Tark, Batteríið og Landslag sem þar lögðu saman krafta sína. Sérstaka athygli vekur að á hliðum kerskálanna eru gluggar sem gera það að verkum að vegg- irnir líkjast síldarbeinamynstri, en síld- veiðar voru ábatasöm atvinnugrein á Aust- fjörðum á árum áður. Álver Alcoa Fjarðaáls hefur framleitt ál á fullum afköstum í um það bil eitt ár. Framleiðslugetan er um 346 þúsund tonn á ári og á síðasta ári nam útflutn- ingsverðmæti afurða fyrirtækisins um 800 milljónum dollara, eða um 90 milljörðum króna á núverandi gengi. Hjá Fjarðaáli er framleitt hreint gæðaál, ýmsar álblöndur og svo full- unnir álvírar, sem eru notaðir meðal ann- ars í háspennustrengi. Þannig má segja að inni í steypuskála álversins sé sérstök álv- íraverksmiðja. Vírinn er framleiddur í sér- stakri vél sem dregur steypuna beint í vír uppá rúllur. Að sögn Ormars Örlygssonar, framkvæmdastjóra útflutnings Alcoa Fjarðaáls, fara allar vörur frá Fjarðaáli nú á markað í Evrópu. „Eimskip sér um gámahleðslu og und- irbúning útflutnings og Samskip sér svo um flutning á stærstum hluta málmsins okkar til Rotterdam. Þaðan er honum svo dreift áfram til viðskiptavina í gegnum dreifingarfyrirtæki. Viðskipta- vinirnir eru allt frá Mið-Noregi og niður til Spánar og Grikklands. Það er meira að segja verið að undirbúa sendingar áfram til Marokkó og Ghana - svo eitthvað sé nefnt. Höfnin hérna á Mjóeyri er nú önnur stærsta höfn landsins, á eftir Faxaflóa- höfnum, enda jókst útflutningur frá Íslandi um 25% í tonnum talið þegar afurðirnar héðan fóru að streyma út. Það má líka nefna það varðandi þýðingu álsins fyrir flutn- ingagreinina að 40% allra vöruflutninga frá landinu er ál,‘‘ segir Ormarr. En í hvað er álið frá Fjarðaáli notað? „Afurðirnar fara í mjög fjölbreyttar vörur og enn er unnið að því að vinna markaði og þróa málmblöndur til sölu. Af þeim fyrirtækjum sem við erum með samninga við má nefna Nexans í vírnum. Þetta er stórfyrirtæki í kaplaframleiðslu með verksmiðjur um allan heim. Þá er gríðarstór samningur við fyrirtæki í umbúðagerð sem heitir Rexam, en mörgum okkar þykir ágætt að hafa þeirra afurðir um hönd í formi dósa frá Vífilfelli. Þegar fram í sækir og við framleiðum okkar málmblöndur verður m.a. horft til PSA, framleiðanda Peugeot og Citroen.‘‘ lJ ó s M Yn d : h R ei n n M aG n ú s s O n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.