Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 80

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 K Yn n in G iðnaður „Við finnum sterklega fyrir því að fyrirtæki og stofnanir vilja kaupa íslenskt kaffi fyrir starfsfólk sitt enda höfum við verið að bjóða upp á ódýr- ari lausnir en margir okkar keppinauta.“ Kraftmikil kaffisala í kreppunni ó. JOhnsOn & KaaBeR Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber. Íslenskar vörur njóta vaxandi vinsælda í efnahagskreppunni, enda eru þær í mörgum tilvikum ódýrari en innfluttar vörur á meðan gengi íslensku krónunnar er lágt. Íslenskt – já takk! „Það hefur orðið mikil söluaukning í kaffinu okkar síðan aðstæður í efnahagslífinu breyttust í haust,“ segir Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber ehf., sem á Nýju Kaffibrennsluna. Fyrirtækið framleiðir fjölmargar tegundir af kaffi frá helstu kaffiræktunarsvæðum heims og selur vörur sínar undir kunnuglegum merkjum: Rúbín, Braga og Kaaber-kaffi. „Við bjóðum gæðavöru á góðu verði. Nú þurfa flest fyrirtæki að draga úr kostnaði og rekstur kaffistofunnar er ekki undanskil- inn. Við finnum sterklega fyrir því að fyr- irtæki og stofnanir vilja kaupa íslenskt kaffi fyrir starfsfólk sitt enda höfum við verið að bjóða upp á ódýrari lausnir en margir okkar keppinauta. Við höfum ekki eingöngu verið að útvega gæðakaffi á góðu verði, heldur erum við einnig með heildarlausnir í kaffi- málum. Við bjóðum upp á ýmsar gerðir af kaffivélum til leigu og seljum mikið úrval af kaffistofuvörum s.s. filtera, sykur, kakó, mjólk og te,“ segir Ólafur. Öflug heildverslun „ÓJ&K rekur öfluga heildsölu sem selur meðal annars vörur til matvöruverslana, stóreldhúsa, mötuneyta og sælgætisverslana auk ýmissa sérverslana. Starfsmenn eru tæplega fjörutíu talsins, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir mörg þekkt og vönduð vörumerki. Dótturfyrirtækið Búbót framleiðir svo fjölbreytt úrval af Mömmusultum. Þá á ÓJ&K hlut í Vilkó á Blönduósi, en framleiðsla þess ætti að vera landsmönnum að góðu kunn. Rúbín-kaffið nýtur einna mestu vinsæld- anna af þeim tegundum sem við fram- leiðum, en undanfarið hefur þó Diletto- kaffið sem selt er í Bónus, rokið út, enda á afar hagstæðu verði. Fyrir þá sem vilja mala kaffibaunirnar sjálfir bjóðum við nú nokkrar gerðir af Rúbín-baunum. Svo eigum við líka mjög trygga kúnna sem vilja bara fá sitt hefðbundna Braga- eða Kaaber-kaffi og engar refjarl!“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.