Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 86

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Áhugamálið: Myndlist eftirstríðsáranna Lífsstíll • Myndlist • Kvikmyndir • Hönnun • Bílar • Uppáhald • Útivera o.fl. UMSjÓn: Svava JónSdóttir (MyndlISt, HönnUn o.Fl.) • Hilmar KarlSSon (KVIKMyndIr) • pÁll StefÁnSSon (BÍlAr) Vilhjálmur Bjarnason. „Þessi formbylting sem kom fram á Íslandi en hafði legið í dvala; hún sprakk út á Íslandi eftirstríðsáranna. Það heillar mig að farið var yfir í þetta óhlutbundna eftir lands- lagsmálverkin.“ Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að í gagnfræðaskóla hafi hann þótt óhæfur til að teikna en lita- skynið ku hafa verið gott; myndlistaráhuginn kviknaði snemma þótt ekki hafi hann sjálfur teiknað mikið. „Mér er það minnisstætt að mynd- listarkennarinn við skólann mælti með sumum myndlistarmönnum en úthúðaði öðrum. daginn sem ég varð stúdent fór ég á sýningu á Kjarvalsstöðum og hét sjálfum mér að eignast safn mynda eftir Guðmundu Andrésdóttur. Það er einhver hreyfing og þráhyggja í myndunum hennar.“ Íslensk myndlist eftirstríðsáranna heillaði og heillar Vilhjálm enn. Ástæðan: „Þessi formbylting sem kom fram á Íslandi en hafði legið í dvala; hún sprakk út á Íslandi eftirstríðsáranna. Það heillar mig að farið var yfir í þetta óhlutbundna eftir landslagsmálverkin.“ Aðspurður hverjir séu uppáhaldsmyndlistarmennirnir nefnir Vilhjálmur Guðmundu, Karl Kvaran og Gunnlaug Blöndal. „Ég er alltaf að horfa á nýtt form hjá Guðmundu og Karli og dulúðina í myndum Gunnlaugs.“ Svo mörg voru þau orð „en almennt eru það ríkistryggð bréf, þ.e. öryggið, sem fjárfestar horfa á þessa dagana. Þar fyrir utan má búast við að innlán, sem eru með ríkisábyrgð, verði einnig vinsæll fjárfestingarkostur.“ Kristrún T. Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Morgunblaðið, 29. janúar. „Bankakreppur ganga yfirleitt hratt yfir ef rétt er á þeim tekið. Hættan við þær er einkum sú að tekin verði upp röng efnahagsstefna í kjölfar þeirra. Svíþjóð varð miklu sterkara ríki eftir að hafa gengið í gegnum bankakreppu, en í Suður- ameríku hafa lönd leiðst út í höft og pólitískan óstöðugleika í kjölfar banka- kreppa. valið stendur um suður-amerísku eða sænsku leiðina. Hér þarf að taka upplýstar ákvarðanir um næstu skref og þá stýrivaxtastig í samræmi við þá efnahagsáætlun sem lögð hefur verið fyrir alþjóðagjaldeyrissjóðinn.“ Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Markaðurinn, 28. janúar.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.