Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 90

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Kvikmyndir ron Howard og tom Hanks sameina krafta sína á ný í Englum og djöflum – tekst þeim nú betur að ná til aðdáenda dans Browns en í da Vinci lyklinum? tExtI: hiLmar KarLsson r obert Langdon, prófessor í táknfræði við Harvard-háskóla, er aðalpersónan í Englum og djöflum (Angels & Demons). Langdon er einnig aðalpersónan í Da Vinci lyklinum (The Da Vinci Code) eftir Dan Brown, mest seldu skáldsögu síðari tíma. Kvikmyndin, Da Vinci lykillinn varð ekki sú skemmtun sem flestir bjuggust við. Eins og oft vill verða þegar væntingar eru miklar verða vonbrigðin meiri en tilefni gefur til og margir urðu til að lasta kvikmyndina þegar ljóst var að hún næði ekki töframætti bókarinnar. Í raun er kvikmyndin Da Vinci lykillinn ágætur þriller og hefði ekki fengið þær neikvæðu viðtökur sem hún fékk hefði verið um frumsamið handrit að ræða, en staðreyndin er að hún hefur ekki sama aðdráttarafl og bókin. Ron Howard, sem leikstýrði Da Vinci lyklinum og Tom Hanks sem lék Robert Langdon létu ekki bugast þrátt fyrir slæmar viðtökur og fóru fljótt að huga að Englum og djöflum, sem Dan Brown hafði ritað og sent frá sér áður en hann lauk við Da Vinci lykilinn. Englar og djöflar fór samt ekki að seljast að ráði fyrr en Da Vinci lykilinn hafði slegið í gegn. Englar og djöflar er því ekki framhald heldur gerist hún áður en Langdon fór til Parísar. Sögusviðið er Evrópa, en ekki París í þetta skiptið heldur Róm þar sem Vatíkanið er aðalvettvangurinn í sögunni. Í upphafi er Langdon boðaður til Sviss á vettvang morðs á þekktum vísindamanni. Áður en hann veit af er hann flæktur í aldalangar erjur kaþólsku kirkjunnar og leynifélagsins Illuminati sem hefur í hyggju að valda usla í Vatíkaninu, þar sem á að fara fram kjör nýs páfa. Ekki er ástæða til að fara nánar í söguþráðinn, langflestir sem ætla að sjá kvikmyndina hafa lesið bókina en sögunni er vel fylgt í myndinni. Fengu ekki að kvikmynda í Vatíkaninu Englar og djöflar er ekki síður vel skrifaður þriller en Da Vinci lykillinn og jafnvel betur fallin til kvikmyndunar. Það sem hefur gert kvikmyndagerðinni erfitt fyrir er að Ron Howard og hans liði var bannað að kvikmynda í Vatíkaninu og er það ólíkt yfirvöldum í París þar sem Howard fékk að fara hvert sem er til að kvikmynda, meðal annars í Louvre safnið. Í Vatíkaninu vildi Howard kvikmynda meðal annars í kirkjunum, Santa Maria del Popolo og Santa Maria della Vittoria, sem koma mikið við sögu. Þegar neitun kom þurfti að byggja stórar og miklar eftirlíkingar til að gera myndina sannfærandi. Howard sagði þó í viðtali að kvikmyndatökuvélar væru alltaf að verða betri og minni og það væri ótrúlegt hvað hægt væri að gera með litla kvikmyndavél í hendinni. Hvort þessi orð hans leiði til málsóknar á eftir að koma í ljós. Áður höfðu orðið tafir við að hefja tökur þar sem handritið var ekki tilbúið þegar verkfall handritshöfunda skall á í Hollywood. Það er því ekki hægt að segja að gerð Engla og djöfla hafi verið dans á rósum. Það sem helst stóð kvikmyndinni Da Vinci lyklinum fyrir þrifum voru misfellur í hand- ritinu. Það var eins og handritshöfundurinn Akiva Goldsman (A Beautiful Mind) næði aldrei að nálgast kraftinn sem einkenndi bókina. Howard gefur honum þó annað tækifæri en fékk David Koep, sem síðast gerði handrit að nýjustu Indiana Jones myndinni, til að skrifa handritið með Goldsman. englar og djöflar Tom Hanks leikur prófessor Robert Langdon sem kemst á slóð leyni- félags sem á sér langa og skugga- lega sögu.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.