Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 92

Frjáls verslun - 01.02.2009, Side 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 S i g L i n g A R „Ég er nú að hefja mitt fjórða rekstrarár hér í Tyrklandi á þessu ári. Segja má að kúnnahópurinn minn samanstandi af þremur jafnstórum þriðjungum, Tyrkjum, Íslendingum og svo öðrum þjóðernum. Og þegar Íslendingar eru komnir upp á bragðið og hafa pantað einu sinni skútusiglingu, koma þeir gjarnan aftur og aftur. Það fullvissar mig um að menn fara héðan mjög ánægðir,“ segir Önundur Jóhannsson flugstjóri sem stofnaði skútufyrirtæki í tyrkneska skútubænum Göcek eftir farsælan feril sem atvinnuflugstjóri. Skútuvertíðin stendur að heita má óslitið frá apríl til nóvember. Önundur hefur lengst af varið starfsævinni sem flugstjóri, síðustu sautján árin hjá Lufthansa áður en hann sneri sér að skúturekstr- inum. Hann er fæddur og uppalinn í Hrísey til átta ára aldurs og ákvað sex ára gamall að hann ætlaði sér að verða flugstjóri þegar hann yrði stór. „Sú mynd er mér enn ljóslifandi þegar Jóhann Helgason lenti á eins hreyfils sjúkraflugvél, Cessnu 180, í fjörunni í Hrísey til að ná í sjúkling þegar ég var aðeins sex ára,“ segir Önundur. „Þetta þótti afskaplega tilkomumikið. Allir eyjarskeggjar þustu niður í fjöru og þarna í fjörunni ákvað ég að gerast flugstjóri. Þetta var svo heillandi heimur fyrir ungan eyjapeyja. Til þess að eiga fyrir flugskírteininu var ég á sjó í nokkur ár og stundaði allan veiðiskap nema skakið. Og það var þá sem ég uppgötvaði að ódýrast væri líklegast að kaupa sér flug- vél og leigja sér kennara sem ég svo gerði.“ Eftir að atvinnuflugmaðurinn og kennaraskírteinið var í höfn fór Önundur vestur á Ísafjörð og rak flugskóla sumurin 1968 og 1969. Næstu fimm árin starfaði hann hjá Flugstöðinni í Reykjavík sem var önundur jóhannsson flugstjóri og Hríseyingur venti sínu kvæði í kross eftir farsælan feril sem atvinnuflugstjóri og þar af sautján síðustu árin hjá lufthansa. Hann stofnaði skútu- fyrirtækið Seaways-sailing í tyrkneska skútubænum Göcek. Hann á skúturnar tobbu truntu, Íslandssól, Sóllilju og Sölku Völku. FlotAForInGInn VIð tyrKlAndSStrEndUr: tExtI oG MyndIr: jóhanna ingvarsdóttir úR FLuginu á LúxuSSkúTuR Önundur Jóhannsson, fyrrum atvinnuflugstjóri hjá Lufthansa. Núna flotaforingi og framkvæmdastjóri skútufyrirtækisins Seaways-sailing.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.