Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 94

Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 S i g L i n g A R Nýbökuð brauð, kökur, tertur, smurt brauð, heitir réttir, veisluþjónusta, kaffihús... og góð þjónusta. Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri Þú átt alltaf erindi til okkar Vistarverur í skútunum.Frá tyrkneska skútubænum Göcek. Gleði um borð. Áhugasamir nemendur í siglingaskóla Önundar. könnunarleiðangra. Í mörgum víkum er svo að finna litla krúttlega fjölskyldurekna veitingastaði, sem gera eingöngu út á skútufólkið. Síðastliðið vor stofnaði Önni svo eigin siglingaskóla, sem nú annað vorið í röð áformar að halda tvö siglinganámskeið, annars vegar frá 13.-24. apríl og svo hins vegar frá 23. apríl til 3. maí. Nám- skeiðin eru sett upp til að gefa öllum þeim fjölda „pungaprófskvenna og karla“ , sem sótt hafa bókleg námskeið hér heima, kost á verklegri kennslu. Á námskeiðunum fá þátttakendur þjálfun í stjórnun segl- skipa, sem og annarri vinnu um borð. Námskeiðið felur í sér skip- stjórn, beitingu skips, seglabúnaðar og velar við ýmiskonar aðstæður, notkun siglingatækja sem og almenna og góða sjómennsku. „Ég er fyrst og fremst að kenna sjómennsku og byggi námsefnið á námsskrá frá Siglingamálastofnun og Royal Yacting Association. Nú þegar er ég búinn að útskrifa fimmtán skipstjóra. Auðveldast er að nálgast skútubæinn Göcek frá Íslandi með því að fljúga með Úrval-Útsýn beint til Dalaman, sem er 22 km frá Göcek, eða með Vita til Bodrum-Milas, sem eru 180 km frá Göcek. Að venju er tekið vel á móti farþegum um borð í skútunum, sem eru vel útbúnar siglingatækjum, sjókortum, GPS og leiðsögubókum með nákvæmum upplýsingum um allt siglingasvæðið. Fremur auðvelt er að sigla um svæðið. Að mestu leyti er siglt eftir auganu, en æskilegt er að leigutakar hafi kunnáttu í siglingafræði og notkun sjókorta, sem og meðhöndlun báts í höfn og á akkerislægi. Að öðrum kosti má alltaf leigja sér skipstjóra með skútunni gegn smá viðbótargjaldi. Í hverri skútu er svefnrými fyrir allt að tíu manns. Skútan leigist í heila viku frá 2.300 evrum og upp í 3.500 evrur og er þá allt innifalið nema díselolía, kostur og hafnargjöld annars staðar en í heimahöfn. Auk þess að leigja skúturnar til siglinga, ætlar Önundur að halda áfram að bjóða áhugasömum siglingaköppum upp á þátttöku í Regatta-siglingakeppnunum. Keppnir þessar fara fram tvisvar á ári, í maí og í nóvember ár hvert og er þá gjarnan mikið um dýrðir í skútubænum Göcek. www.seaways-sailing.com

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.