Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 13
Fyrst þetta...
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 13
Iceland Express flýgur frá og
með 1. maí til Gatwick-flugvallar í
London í stað Stansted. Félagið
mun fljúga til London-Gatwick átta
sinnum í viku. Um leið falla niður
ferðir félagsins til Stansted-flug-
vallar. Fyrsta ferðin til Gatwick var
farin að morgni 1. maí. Söguleg ferð.
„Við höfum um skeið verið að
velta fyrir okkur að færa okkur yfir
til Gatwick, þaðan er styttra í mið-
borgina og að mörgu leyti þægi-
legra fyrir okkar farþega,“ segir
Matthías Imsland, forstjóri Iceland
Express.
Hann bendir á að tímasetn-
ingin að hefja flugið nú, sé líka
einkar hagstæð, því framundan
sé annatími í fluginu, bókanir hafi
aldrei verið fleiri og það að lenda
á Gatwick dragi síst úr. „Við lítum
svo á að nú sé að hefjast nýr kafli í
sögu félagsins,“ segir Matthías.
Iceland Express verður með
aðstöðu á South terminal. Gatwick er
vel staðsettur flugvöllur rétt sunnan
við London og þaðan er flogið til allra
átta, enda fljúga flugfélög á borð
við easyJet, British Airways og US
Airways þaðan. Möguleikar farþega
félagsins aukast því enn á fjölbreyttu
og ódýru tengiflugi til allra heims-
horna.
Iceland Express til Gatwick
Matthías Imsland forstjóri Iceland Express sýnir Kristjáni Möller samgöngu-
ráðherra, Ian Whitting sendiherra Breta á Íslandi og Birni Óla Haukssyni
flugvallarstjóra, hvernig best sé að munda skærin til að klippa á borðann til
marks um fyrsta flug félagsins til London-Gatwick.
Matthías Imsland forstjóri Iceland Express býður far-
þega og aðra gesti velkomna. Áhöfn fyrstu vélarinnar,
sem lenti á Gatwick stendur að baki honum.
Farþegar ganga um borð.