Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 19
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 19
70 ára
blaðið var
stofnað í kreppu
frjáls verslun á sögulegum tímamótum:
Jón G. Hauksson hefur verið lengst allra ritstjóri frjálsrar verslunar eða í
rúm sautján ár. Hann tók við starfinu á sjálfan verkalýðsdaginn, 1. maí 1992.
frjáls verslun var stofnuð í kreppu árið 1939 og náði strax fótfestu og virðingu.
myndir: geir ólafsson
Þ
etta er orðin merkileg 70 ára útgáfusaga þar sem margir
hafa lagt hönd á plóginn. Blaðið var stofnað í byrjun
ársins 1939 og við fögnum þessum tímamótum með
veglegu afmælisriti,“ segir Jón G. Hauksson, ritstjóri
Frjálsrar verslunar.
Jón hefur verið lengst allra ritstjóri Frjálsrar verslunar eða í rúm
sautján ár. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands en hóf
störf í blaðamennsku vorið 1982 og hefur frá árinu 1987 eingöngu
skrifað um viðskipti og efnahagsmál. Hann tók við
ritstjórn Frjálsrar verslunar á sjálfan verkalýðsdaginn,
1. maí 1992.
„Þegar ég hóf störf í blaðamennsku var sjaldgæft að
viðskiptafræðingar færu í það fag, það var meira um
að blaðamenn væru með menntun í sögu, íslensku
og stjórnmálafræði – ef þeir voru þá með háskóla-
menntun. Það urðu margir kunningjar mínar undr-
andi og einn sagði við mig þegar ég sagði honum að
ég hefði ráðið mig í blaðamennsku: „Bíddu, til hvers
varstu að fara í viðskiptafræðina?“
Þegar Helgi Magnússon ákvað að hætta sem rit-
stjóri var fært í tal við Jón að hann tæki við ritstjórn-
inni. „Ég þurfti ekki langan umhugsunarfrest; það var
einna helst að ég kviði því að fara úr hinum daglega hraða í mán-
aðarlega útgáfu. Það tók mig satt að segja talsverðan tíma að venjast
því að greinar sem ég skrifaði birtust eftir nokkrar vikur. En það er
engu minni handagangur í öskjunni þegar skil nálgast og blaðið fer í
prentun. Þá er undiraldan mikil og margir endar sem þarf að hnýta í
frágangi blaðsins.“
Stofnað í kreppu
Jón segir að Frjáls verslun hafi verið stofnuð við erfiðar aðstæður í
íslensku atvinnulífi líkt og eru núna og einhver kynni að segja að
þetta væri 70 ára hagsveifla. „Það var kreppa árið 1939 og því var í
mikið ráðist að hefja útgáfu á tímariti um efnahagsmál undir þeim
kringumstæðum. Þetta voru erfiðir tímar, það var mikið atvinnuleysi
í landinu og verslunarhöft. Og þeir sem höfðu vinnu höfðu lág laun.
Það var því á brattann að sækja, en blaðið náði strax fótfestu og virð-
ingu og hefur haldið velli síðan sem málefnalegt blað
um viðskipti og efnahagsmál.“
Það eru ekki á allra vitorði að Verslunarmanna-
félag Reykjavíkur hóf útgáfu á Frjálsri verslun. Það
var þá félag bæði atvinnurekenda og launþega. Versl-
unarmannafélag Reykjavíkur var stofnað 1891, bæði
af launþegum og vinnuveitendum. Vinnuveitendur
voru aðilar að því til ársins 1955.
Samkeppnin mikil
Frjáls verslun hefur breyst mikið í tímanna rás. „Blöð
eru ævinlega börn síns tíma. Þjóðfélagið og atvinnu-
lífið hefur breyst mikið með tæknibyltingu í tölvum,
símaþjónustu, samgöngum og menntun. Samhliða
hefur fjölmiðlun breyst mikið og fréttir af atburðum berast fólki á
Netinu og á öldum ljósvakans aðeins nokkrum mínútum eftir að þeir
hafa orðið. Það er í þessu umróti tækninýjunga og breyttrar fjölmiðl-
unar sem Frjáls verslun heldur upp á þessu merku tímamót. Sam-
keppnin hefur aldrei verið meiri í fjölmiðlum og netmiðlar hefur
Það var kreppa
árið 1939 og
því var í mikið
ráðist að hefja
útgáfu á tímariti
um efnahagsmál
undir þeim
kringumstæðum.