Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 21 70 ára breytt landslaginu svo um munar. Þess vegna skiptir miklu máli að móta sér sérstöðu og halda henni.“ Jón segir að Frjáls verslun hafi alla tíð lagt upp úr að vera málefna- legt blað um viðskipti og bera virðingu fyrir einstaklingum sem stofna fyrirtæki og hefja atvinnurekstur; einstaklingum sem vilja standa í atvinnurekstri og fá útrás fyrir athafnasemi sína. „Blaðið hefur verið með vandaðar fréttaskýringar um fyrirtæki, landslagið í atvinnulífinu, valdablokkir, eignatengsl, markaðsráðandi fyrirtæki, stjórnun, hlutverk leiðtoga, fjármál, markaðsmál, stjórn- mál og síðast en ekki síst höfum við fjallað um fólkið á bak við við- skiptafréttirnar.“ Frjáls verslun er auðvitað allt annað blað en það var fyrir tutt- ugu til þrjátíu árum; hvað þá fyrir sjötíu árum. Það er viðskipta- tímarit í harðri samkeppni við stóra flóru fjölmiðla á Íslandi, sem og erlend tímarit og sjónvarpsstöðvar. Dagblöðin eru með sérstaka viðskiptakálfa og þá er meira um viðskiptafréttir í hefðbundnum fréttatímum. „Ég hef lagt upp úr að Frjáls verslun sé læsileg. Efnið sé aðgengilegt og hafi á sér málefnalegan blæ. Mér er það minnisstætt þegar við Árni Þórarinsson, sem þá var ritstjóri Mannlífs, ræddum um tímarit og formúluna á bak við þau þegar við unnum saman á Fróða fyrir mörgum árum. Hann sagði að það skipti engu hvort tímarit væru sérstök fagtímarit eða ekki; fólk vildi fyrst og fremst hafa ánægju af lestrinum og því þyrftu blöð og tímarit að vera læsileg og skemmti- leg.“ Útgefandi Frjálsrar verslunar Útgefandi Frjálsrar verslunar er útgáfufélagið Heimur. Benedikt Jóhannesson er framkvæmdastjóri og aðal- eigandi fyrirtækisins. Hann hefur verið útgefandi blaðsins í bráðum fjórtán ár en Talnakönnun, sem er móðurfélag Heims, keypti Frjálsa verslun af Fróða haustið 1995 og hóf útgáfu þess í byrjun ársins 1996. Fyrir gaf Talnakönnun út tímaritin Vísbendingu og Íslenskt atvinnulíf. Þeir Jón og Benedikt hafa þekkst um árabil, eða frá því að þeir voru bekkjarfélagar í menntaskóla. „Við höfum haft svipaða sýn á markmið Frjálsrar verslunar. Við höfum sagt að Frjáls verslun styðji ekki ákveðna stjórnmálaflokka og það eigi að vera hægt að treysta því sem í blaðinu stendur. Það er blað um viðskipti og um fólk í við- skiptum. Blaðið dregur oft fram í sviðsljósið nýtt, ungt fólk sem er að hasla sér völl. Það hafi allir gaman af því að fylgjast með fólki sem stendur sig vel í viðskiptalífinu. Ég held að stjórnendur lesi slíkt af af mikilli athygli.“ Jón segir að blaðið spegli andrúmið hverju sinni. Mikilvægt sé að hlera hvað fólk í viðskiptalífinu ræði um og hvaða málum það hafi áhuga á. „Það eru ekki endilega þau mál sem hæst ber hverju sinni í daglegum fréttatímum. Fólk í viðskiptalífinu ræðir meira um stjórnun og fjármál út frá alls kyns fræðilegum pælingum en margir halda.“ Jón segist oft hafa verið spurður um hvort ekki sé erfitt að keppa við stóru fréttastofurnar, þ.e. dagblöðin og ljósvakamiðlana. „Það er það auðvitað, samkeppnin í fjölmiðlum hefur aldrei verið meiri. Þess vegna skiptir máli að marka sér sérstöðu; finna sinn stað. En ég hef stundum líkt þessu við ferðamann sem kemur til landsins, hann fer hringinn og á nokkra klassíska og þekkta staði. Ég hef sagt að þær slóðir séu stórar fréttastofur. En hann fer líka á afskekktari staði þar sem hann upplifir heim íslenskrar náttúru á allt annan hátt; sér hana frá öðru sjónarhorni, það er Frjáls verslun. En hann kemst ekki hjá því að fara hringveginn þar sem stóru fréttastofurnar, þ.e. dagblöðin, fréttastofur útvarps og sjónvarps og netmiðlarnir, eru og bera hitann og þungann af fréttaflutningi í landinu.“ 300 stærstu eru flaggskipið Stærsta blað Frjálsrar verslunar á hverju ári er umfjöllunin um stærstu fyrirtæki landsins, 300 stærstu, en sá listi var fyrst birtur árið 1973 og hét þá 50 stærstu. Guðmundur Magnússon prófessor vann fyrsta listann og var tímaritið Fortune fyrir- myndin. „300 stærstu eru flaggskipið. Við leggjum mikla vinnu í söfnun upplýsinga í það blað. En Frjáls verslun hefur líka vakið athygli fyrir öflugt Tekjublað, þ.e. þar sem við höfum birt tekjur meira en 2500 Íslendinga samkvæmt álagningarskrám. Við höfum birt upplýsingarnar eftir starfsstéttum. Þá höfum við síðustu tuttugu árin verið með árlega könnun um vinsælustu fyrirtæki landsins, valið menn ársins í atvinnulífinu frá árinu 1988 og síðustu árin hafa blöð okkar um áhrifamestu konur viðskiptalífsins fengið góðar undirtektir.“ Að sögn Jóns er hann ánægður með hvernig til hefur tekist með vinnsluna á listanum yfir 300 stærstu fyrirtækin. „Ég hef sagt að 300 stærstu séu lifandi blað allan ársins hring. Það er hvergi á einum stað að finna jafnmiklar upplýsingar úr rekstri fyr- irtækja á Íslandi og í blaðinu 300 stærstu. Í raun ætti það blað, eitt og sér, að duga til að vera áskrifandi að Frjálsri verslun. Auðvitað er flóð upplýsinga að finna um fyrirtæki á öðrum vettvangi. En í 300 stærstu eru þær á einum stað og settar fram á mjög skipulegan og læsilegan hátt. Þarna eru upplýsingar um mörg fyrirtæki sem ekki birtast ann- ars staðar.“ Að sögn Jóns var samdráttarskeið í viðskiptalífinu þegar hann tók við ritstjórn Frjálsrar verslunar vorið 1992 og var svo allt til ársins 1995 þegar hagvöxtur tók að aukast. „Blaðið speglaði auðvitað þessa erfiðleika. Það varð myndarleg gengisfelling á þessum árum þar sem miklar umræður urðu um eðli gengisfellinga; kosti og galla þeirra, og hvernig þær flyttu fé frá fólki til fyrirtækja. Þá voru miklar umræður um taprekstur og erfiðleika í fyrirtækjarekstri. Jón segir ennfremur að tímabilið frá 1996 til 2000 hafi einkennst af bata í atvinnulífinu og bættum afkomutölum hjá fyrirtækjum. Þetta hafi verið tímabil bjartsýni og í hönd hafi farið lengsta hagvaxt- arskeið í sögu þjóðarinnar sem og heimsins. Að vísu spyrji margir sig Kunningi minn sagði við mig þegar ég sagði honum að ég hefði ráðið mig í blaðamennsku: „Bíddu, til hvers varstu að fara í viðskiptafræðina?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.