Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 51

Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 51
70 ára t æ k N i Í 7 0 á r efni sem þeir höfðu áhuga á og flakka af einum stað á annan í stað þess að allt væri matreitt ofan í þá í gegnum einstefnumiðlana sjónvarp, útvarp eða dagblöð. Hin grundvall- arbreytingin var að tilkoma Vefsins lækkaði þröskuld þeirra sem vilja koma einhverju á framfæri niður í svo til ekki neitt. Fyrst um sinn þurfti fólk að vísu að læra sitthvað í vef- hönnun, en eftir að bloggið kom til skjalanna þurfti svo til enga sérþekkingu til að byrja að gefa út efni. Nú er svo komið að sáraeinfalt er að senda frá sér texta, myndir, kvikmyndir eða hljóðupptökur á Vefnum og jafnvel ná athygli tugmilljóna manna um heim allan – ef efnið er nægilega áhugavert, að sjálfsögðu. hvernig fórum við að áður? Þá eru enn ótalin fjölmörg önnur svið sam- félagsins sem hafa gerbreyst með tilkomu stafrænnar tækni. Þar mætti til dæmis telja til banka- og fjármálastarfsemi, ljósmyndun, sem verður aldrei söm eftir tilkomu stafrænnar ljós- myndunar, og tónlistariðn- aðinn, sem er enn að reyna að ná áttum í gjörbreyttum heimi auk þess sem sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn er sennilega á leið í svipað umbreytinga- skeið. Þetta eru bara nokkur af augljósustu dæmunum – sennilegast geta flestir horft í kringum sig á vinnustaðnum eða heimilinu og hugsað með sér: „Hvernig fór ég eiginlega að án tölvunnar og Internetsins?“ Tækninýjungarnar hafa að sjálfsögðu verið fleiri og á víðari sviðum en bara í tölvugeiranum, þótt stóru stökkin síðustu áratugina tengist sennilegast flest þróun í upplýsingatækni á einn eða annan hátt. Þar kemur farsímavæðingin einna fyrst upp í hugann. Það er ekki nóg með að farsímar geri fólki kleift að ná sambandi hvert við annað á mun einfaldari og öruggari hátt en áður, heldur hefur net- væðing símans margfaldað notagildi hans. Nú má nota hann til að vafra um Vef- inn, lesa og skrifa tölvupóst, stunda fjöl- miðlun með því að senda og birta efni í gegnum vef- inn, taka myndir og mynd- skeið, hlusta á tónlist, spila leiki, staðsetja sig á landakorti og … jú, hann má líka nota til að tala við fólk. síminn: 89 ár. Facebook: 5 ár! Það er athyglisvert að velta fyrir sér hve ör þróunin hefur verið síðustu áratugina og hvernig allt virðist ganga margfalt hraðar fyrir sig hin síðari ár en áratugina þar á undan. Skoðum bara þá staðreynd að sjón- varpið hóf innreið sína í Bandaríkjunum 1928, en var ekki tekið í notkun á Íslandi fyrr en 1966. Gæti það gerst í dag að vinsæl og byltingarkennd tækninýjung erlendis yrði ekki innleidd hér heima svo áratugum skipti? Og svo er það þetta: Það tók símann 89 ár að ná 150 milljón notendum. Sjónvarpið þurfti 38 ár. Farsíminn: 14 ár. iPod-spilarinn náði 150 milljónum notenda á sjö árum – og Facebook þurfti ekki nema fimm ár til að rjúfa 150 milljón notenda múrinn. Það hefur margt breyst síðustu sjötíu árin. Og það sem meira er: breytingarnar virðast verða sífellt meiri og örari. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að næstu 70 ár verði spennandi – svo ekki sé meira sagt. stærstu tæknistökkin Í sJötÍu Ár 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 1972: fyrsti tölvu- leikurinn (pong) 1974: strikamerki fyrir verslanir 1998: Google stofnað. iMac-tölvan sett á markað. 1999: Blogg nær almennum vinsældum. 2001: netbólan springur. ipod settur á markað. Wikipedia stofnuð. 3G farsímakerfi tekið í notkun. 2007: iphone síminn kemur á markað. 1985: Windows 1.0 gefið út. 1991: fyrsta GsM- kerfið. 1997: stafrænar myndavélar koma á markað. 2005: youtube stofnað 2003: skype- netsíminn. 1975: Microsoft stofnað 1982: Einkatölvan kosin „Maður ársins“ 1990: Vefurinn verður til. 1995: yahoo-leitar- vélin verður til. fyrsti Mp3- spilunarhug- búnaðurinn gefinn út. 2004: facebook stofnað. Web 2.0 verður til. 1994: netscape- vafrinn gefinn út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.