Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
Hollráð viturra karla og kvenna hljóta að skipta nýja ríkisstjórn miklu
máli. Hún á væntanlega einhverja vegferð framundan en stuttan veg
að baki. Því er best að horfa fram á veg. Þar liggur gatan til góðs.
og fáar ríkisstjórnir hafa tekið við svo erfiðu búi sem stjórn
þeirra Jóhönnu sigurðardóttur og steingríms Jóhanns sigfússonar.
Þó má geta sér þess til að ríkisstjórnir kreppuáranna fyrri hafi
mætt þessum sama vanda. Þá var krónan að endanlegu falli
komin, fyrirtæki í þroti og erlendar skuldir óbærilegar að því er
virtist. Blessað stríðið og hernámið bjargaði að lokum þjóðinni.
En nú er ekki stríð og þá þarf að vinna sig út úr vandanum.
frjáls verslun leitaði til sex valinkunnra hagfræðinga um ráð
að gefa þeim Jóhönnu og steingrími. Efnahagsmál eru pólitík. Við
leiðum þó ekki getum að pólitískri sannfæringu ráðgjafanna að öðru
leyti en því að þarna eru tveir nýkjörnir þingmenn.
Það eru:
lilja mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður Vinstri grænna, og
Tryggvi Þór herbertsson, hagfræðingur og þingmaður
sjálfstæðisflokks.
Aðrir í ráðgjafahópnum eru:
gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,
Jón steinsson, aðstoðarprófessor í hagfræði við Columbia-háskóla,
Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar
Landsbankans, og
Þórólfur matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands.
Þetta fólk á það sameiginlegt, auk þess að vera hagfræðingar, að
hafa með einum eða öðrum hætti tekið þátt í opinberri umræðu um
hrunið á Íslandi haustið 2008.
Það kemur og fram í ráðum þeirra að endurreisn hagkerfis á
Íslandi verður ekki nema fjármálakerfi landsins komist á legg á ný.
Leiðir að því marki eru hins vegar ólíkar, sem og áhersla á önnur
viðfangsefni eins og ríkisfjármálin.
Meiri munur er hins vegar á viðhorfum til þess hvort staðan sé
verri eða betri í dag en leit út fyrir í haust. sumir áttu ekki von á
öðru, aðrir telja mikilvægan tíma til aðgerða hafa glatast í vetur.
tExti: gísli KrisTJánsson ● Myndir: geir ólafsson o.fl.
gEFa Þau rÍkisstjórNiNNi?
Það hefur aldrei skort skoðanir á Íslandi. Ef til vill erum við blönk á peninga
þessa stundina en ekki skoðanalaus. og miklir sérfræðingar eru landsmenn nú
sem fyrr í að hafa viturlegar skoðanir eftir á. Allir vita mætavel hvað gerðist og
hvers vegna. Verra er að spyrja: Hvað svo? Hvað er til ráða?
hvaða ráð
Lilja Mósesdóttir. Tryggvi Þór
Herbertsson.
Gylfi Zoëga. Jón Steinsson. Yngvi Örn
Kristinsson.
Þórólfur
Matthíasson.