Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
1. Koma nýju bönkunum á legg: Úrlausn
bankamálanna í víðum skilningi eru lang-
langmikilvægasta málið. Það er flókið, fjöl-
þætt mál sem mun taka mikla orku fyrsta
árið. Fyrstu skrefin hvað þetta varðar eru
ljós. Það þarf að klára uppgjör nýju bank-
anna, semja við kröfuhafa gömlu bankanna,
klára samning um Icesave og þannig skapa
skilyrði fyrir því að hægt sé að aflétta gjald-
eyrishöftunum.
Jón segir miklu máli skipta að rétt sé
haldið á málum varðandi efnahagsreikninga
bankanna og samninga við kröfuhafa gömlu
bankanna.
2. Kröfuhafa inn sem hluthafa: Nýju
bankarnir mega ekki vera of stórir og við
megum ekki borga of mikið fyrir eignirnar
sem eru færðar yfir. Allt tap í nýju bönk-
unum eftir að samningum er lokið við kröfu-
hafa mun lenda á ríkinu beint eða óbeint
nema kröfuhafarnir komi inn í nýju bank-
ana sem eigendur. Það hefur því mikla kosti
ef unnt væri að greiða fyrir eignirnar sem
færðar eru yfir í nýju bankana í formi hluta-
fjár en ekki skuldabréfa.
Skýr eigendastefna ríkis
3. Eigendastefna ríkisins: Ríkið þarf að
marka sér eigendastefnu og stefnu varð-
andi sölu þeirra mörgu fyrirtækja sem munu
óhjákvæmilega lenda beint eða óbeint í
eigu nýju bankanna.
„Það má ekki gerast að ríkisspilling
af gamla skólanum komi í stað þess
frumskógarkapítalisma sem ríkt hefur á
Íslandi síðustu ár,“ segir Jón. „Það er
nánast ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að
reka fyrirtæki eins og á að reka fyrirtæki.
Ef stjórnin setur ekki fram skýra stefnu
hvað þetta varðar er hætt við því að
allt of margt fari að gerast í reykfylltum
bakherbergjum, hvort sem það er í
bönkunum eða í ráðuneytunum.
Því er mikilvægt að mörkuð sé stefna
um sölu fyrirtækja mjög fljótt og gengið
rösklega til verks hvað það varðar. Þetta
væri allt saman auðveldara ef kröfuhafarnir
kæmu inn sem eigendur í nýju bankana.“
4. Nauðsyn siðbótar: Af öðrum málum er
mest aðkallandi að ráðist verði í róttæka
siðbót. Það er hreinlega með ólíkindum
hversu rúmar reglur gilda um samskipti
opinberra starfsmanna við einkaaðila. Í
Bandaríkjunum má opinber starfsmaður
ekki taka við gjöf sem er verðmætari en
sem nemur um 3000 krónum. Þannig á það
að vera.
Það er einnig forkastanlegt að stjórn-
málamenn og hátt settir embættismenn
þurfi ekki að upplýsa um persónuleg fjár-
mál sín og maka sinna. Sú einfeldni sem
Íslendingar hafa sýnt gagnvart hættunni á
spillingu gengur ekki lengur.“
5. Stöðug stefna í ríkisfjármálum: Nú
þurfum við að halda kúrsinn hvað þetta
varðar og koma skikki á fjármál ríkisins og
bankakerfið. Þá munu vextir lækka, skattar
ekki hækka um of og staða heimilanna
batna.
Ekki hlusta á lýðskrum
„Okkur hefur gengið furðuvel að halda aftur
af pópúlisma – lýðskrumi,“ segir Jón. „Það
var mikil hætta sem fylgdi því að halda
kosningar við þessar aðstæður. Gylliboðin
um skuldaniðurfellingu hefðu getað orðið
ofan á með mjög slæmum afleiðingum fyrir
þjóðina.“
Jón segir að verðmætur tími hafi tapast
eftir hrun vegna þess að þáverandi valdhafar
voru ekki tilbúnir að hreinsa út fólkið sem
átti ekkert erindi með að fara með stjórn
efnahagsmála á svo erfiðum tímum: „Þar
á ég við þáverandi Seðlabankastjóra, fjár-
málaráðherra, viðskiptaráðherra og yfirstjórn
FME,“ segir Jón.
„Stóru mistökin áttu sér stað fyrir
hrunið,“ segir Jón. „Seðlabankinn var úti að
aka hvað varðar stefnu í þrautavaralánveit-
ingum sem endaði með því að hann tapaði
nokkur hundruð milljörðum af almannafé.
Og Seðlabankinn og FME voru langt upp
fyrir haus þegar kom að eftirliti með fjár-
málakerfinu. En vitaskuld er fólk eins og ég
ekki stikkfrí hvað þetta varðar. Við fræði-
mennirnir stóðum okkur ekki sérlega vel í
að greina stöðuna og vara við með sann-
færandi hætti.“
Jón Steinsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, hefur vakið
athygli fyrir greiningu sína á íslenskum efnahagsmálum.
Hann hefur þessi ráð að gefa ríkisstjórninni:
JóN StEiNSSoN, AðStOðARpRóFESSOR
Í HAGFRæðI VIð COluMBIA-HáSkólA:
bankarnir
mikilvægaStir
Jón Steinsson, aðstoðarprófessor við
Columbia-háskóla.
„Það má ekki gerast
að ríkisspilling af
gamla skólanum
komi í stað þess
frumskógarkapítalisma
sem ríkt hefur
á Íslandi síðustu ár.“