Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
S t u ð u l l
70 ára
Á
rsæll Valfells, lektor við Viðskiptadeild Háskóla Íslands,
segir að stjórnvöld hafi fengið óformleg skilaboð bæði frá
Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í sam-
bandi við upptöku evru: „Do It! Don’t Ask“.
Þeir sem vilja taka upp evru skiptast í tvo hópa, þá sem
vilja ganga fyrst í Evrópusambandið og taka síðar upp evru og þá sem
vilja taka evru upp einhliða.
Ársæll segir lítið mál fyrir Íslendinga að taka einhliða upp evru og
að það tæki ekki nema tvær til fjórar vikur að skipta íslensku krón-
unni út fyrir evru. Hann hefur skrifað, ásamt Heiðari Má Guðjóns-
syni, nokkrar greinar um nauðsyn þess að taka upp annan gjald-
miðil.
Þeir voru harðlega gagnrýndir fyrir skrifin og þá sérstaklega hug-
myndina um að Íslendingar ættu að taka upp evru einhliða.
„Aðdragandinn að greinaskrifunum er sá að í byrjun árs 2006
blasti við að það stefndi í gríðarlegt gengisfall krónunnar með
innflæði Jöklabréfanna svokölluðu. Inn í landið streymdi kvikt
fjármagn á ógnarhraða í formi bréfanna og vaxtamunarviðskipta.
Á sama tíma og peningamagn í kerfinu blés út var ljóst að pen-
ingamálastefna Seðlabankans var komin verulega út af sporinu.
Seðlabankinn stóð á verðbólgumarkmiðinu og beitti til þess
stýrivöxtum og kallaði það: Eitt markmið eitt tól. Gengið styrkt-
ist gríðarlega á þessum tíma og mikið var um fjárfestingar. Seðla-
bankinn hélt að hann gæti slökkt á þenslunni með því að hækka
stýrivexti en var um leið að sá fræjum þeirrar sjálfheldu sem við
erum í núna,“ segir Ársæll.
eðlisbreyting í fjármagnsflutningum
„Vaxtamunarviðskiptin hér voru ekkert einsdæmi því þau áttu sér
stað um allan heim á sama tíma. Á þeim tíma stigu fram fræðimenn
sem bentu á að sú eðlisbreyting sem hafði átt sér stað með ódýrum
fjármagnsflutningum og að gjaldmiðlar væru frjálsir á markaði gæti
búið til gríðarlegan þrýsting í kerfinu og mundi leiða til einhvers
konar áfalls. J. P. Morgan var til dæmis á þessum tíma að meta vaxta-
munarviðskipti sem 40% af veltu á fjármálamarkaði heimsins. Við
Heiðar og fleiri töldum að Seðlabanki Íslands brygðist ekki rétt við
og sögðum að með fjármálastefnu hans flytum við Íslendingar sof-
andi að feigðarósi.
TexTi: VilMUnDUr Hansen ● mynd: geir ólafsson
Stjórnvöld fengu óformleg skilaboð bæði frá evrópusambandinu og alþjóðagjald-
eyrissjóðnum í sambandi við upptöku evru: „do it! don’t ask“. þetta segir Ársæll
Valfells lektor sem hefur vakið mikla athygli fyrir greinar sínar og Heiðars más
guðjónssonar um einhliða upptöku evru. Hann segir að hræðslan við einhliða upptöku
evru byggi á heimatilbúnum ótta við embættismenn eSB. Hann fer hér yfir gagnrýnina
og rökin fyrir einhliða upptöku evru.
„EINHLIÐa
UPPTaKa EVrU
TEKUr TVÆr VIKUr“
Ársæll Valfells hagfræðingur: