Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 86

Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 S t u ð u l l 70 ára Á rsæll Valfells, lektor við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, segir að stjórnvöld hafi fengið óformleg skilaboð bæði frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í sam- bandi við upptöku evru: „Do It! Don’t Ask“. Þeir sem vilja taka upp evru skiptast í tvo hópa, þá sem vilja ganga fyrst í Evrópusambandið og taka síðar upp evru og þá sem vilja taka evru upp einhliða. Ársæll segir lítið mál fyrir Íslendinga að taka einhliða upp evru og að það tæki ekki nema tvær til fjórar vikur að skipta íslensku krón- unni út fyrir evru. Hann hefur skrifað, ásamt Heiðari Má Guðjóns- syni, nokkrar greinar um nauðsyn þess að taka upp annan gjald- miðil. Þeir voru harðlega gagnrýndir fyrir skrifin og þá sérstaklega hug- myndina um að Íslendingar ættu að taka upp evru einhliða. „Aðdragandinn að greinaskrifunum er sá að í byrjun árs 2006 blasti við að það stefndi í gríðarlegt gengisfall krónunnar með innflæði Jöklabréfanna svokölluðu. Inn í landið streymdi kvikt fjármagn á ógnarhraða í formi bréfanna og vaxtamunarviðskipta. Á sama tíma og peningamagn í kerfinu blés út var ljóst að pen- ingamálastefna Seðlabankans var komin verulega út af sporinu. Seðlabankinn stóð á verðbólgumarkmiðinu og beitti til þess stýrivöxtum og kallaði það: Eitt markmið eitt tól. Gengið styrkt- ist gríðarlega á þessum tíma og mikið var um fjárfestingar. Seðla- bankinn hélt að hann gæti slökkt á þenslunni með því að hækka stýrivexti en var um leið að sá fræjum þeirrar sjálfheldu sem við erum í núna,“ segir Ársæll. eðlisbreyting í fjármagnsflutningum „Vaxtamunarviðskiptin hér voru ekkert einsdæmi því þau áttu sér stað um allan heim á sama tíma. Á þeim tíma stigu fram fræðimenn sem bentu á að sú eðlisbreyting sem hafði átt sér stað með ódýrum fjármagnsflutningum og að gjaldmiðlar væru frjálsir á markaði gæti búið til gríðarlegan þrýsting í kerfinu og mundi leiða til einhvers konar áfalls. J. P. Morgan var til dæmis á þessum tíma að meta vaxta- munarviðskipti sem 40% af veltu á fjármálamarkaði heimsins. Við Heiðar og fleiri töldum að Seðlabanki Íslands brygðist ekki rétt við og sögðum að með fjármálastefnu hans flytum við Íslendingar sof- andi að feigðarósi. TexTi: VilMUnDUr Hansen ● mynd: geir ólafsson Stjórnvöld fengu óformleg skilaboð bæði frá evrópusambandinu og alþjóðagjald- eyrissjóðnum í sambandi við upptöku evru: „do it! don’t ask“. þetta segir Ársæll Valfells lektor sem hefur vakið mikla athygli fyrir greinar sínar og Heiðars más guðjónssonar um einhliða upptöku evru. Hann segir að hræðslan við einhliða upptöku evru byggi á heimatilbúnum ótta við embættismenn eSB. Hann fer hér yfir gagnrýnina og rökin fyrir einhliða upptöku evru. „EINHLIÐa UPPTaKa EVrU TEKUr TVÆr VIKUr“ Ársæll Valfells hagfræðingur:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.