Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 87
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 87
S t u ð u l l
70 ára
Árið 2007 stóðum við Heiðar því fyrir ráðstefnu um gjaldmið-
ilinn og buðum á hana manni sem heitir Ben Stiel en hann hafði
skrifað mjög athyglisverða grein sem nefndist The End of National
Currency.
Í greininni heldur Stiel því fram að það séu brestir í því alþjóðlega
gjaldmiðilskerfi sem við búum við núna vegna þess að grundvöll-
urinn fyrir skilvirkum þjóðargjaldmiðli sé brostinn. Hann segir að
fjármagn afmarkist ekki lengur við þjóðríki heldur gjaldmiðilssvæði,
sem er jú ástæðan fyrir því að evran var búin til og það sama gildi um
Bandaríkjadalinn. Og að þetta geri það að verkum að þjóðargjald-
miðlar eins og íslenska krónan og hugmyndin um að þjóðir geti
haldið í eigin gjaldmiðil séu úrelt.
Á ráðstefnunni hélt líka erindi Manuel Hinds, fyrrverandi fjár-
málaráðherra El Salvador, en það land var fyrir nokkrum árum
í mjög líkum vandræðum og við Íslendingar erum í núna. El
Salvador og Ekvador ákvaðu að taka upp Bandaríkjadal; einhliða.
Fjármálakerfi þeirra rétti mjög hratt úr kútnum eftir það og þjóð-
irnar hafa ekki þurft að hugsa um hvað gjaldmiðillinn hjá þeim
er að gera.
Hinds sagði ennfremur á ráðstefnunni, eftir að hann hafði skoðað
íslenska hagkerfið, að við ættum að taka upp evru strax þar sem
þjóðin væri að sigla inn í banka- og gjaldeyriskreppu og það væri
betra að vera bara í bankakreppu í stað þeirra beggja. Hann sýndi
einnig fram á að með þáverandi gjaldeyrisforða Seðlabankans væri
hægt að skipta út seðlum í umferð fyrir um hundrað milljörðum yfir
í evrur og evruvæða kerfið á mjög stuttum tíma.
Ég hélt einnig fyrirlestur á ráðstefnunni þar sem ég sýndi fram á
að umfang vaxtamunarviðskipta væri að minnsta kosti 80% af lands-
framleiðslunni sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þetta eru kvikir pen-
ingar sem geta horfið úr kerfinu jafnhratt og þeir komu inn sem
mundi þýða ægilegt högg fyrir þjóðina þar sem skuldbindingarnar
voru bæði gengis- og verðtryggðar. Og það var nákvæmlega það sem
gerðist,“ segir Ársæll.
Daniel Gros, sem sá um einhliða upptöku á evru í Svartfjallalandi,
kom til landsins í boði Samtaka atvinnulífsins í apríl 2008. Hann
sagði nákvæmlega það sama og Manuel Hinds, að Íslendingar ættu
að skipta yfir í evru strax til að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldeyr-
iskreppu. Gros skrifaði meira að segja skýrslu sem nefndist Iceland on
Ársæll Valfells, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands.