Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 88

Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 u p p t A k A e v r u the Brink. Fór sú skýrsla fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og olli miklum taugatitringi því menn sáu hvert stefndi. Ráðamenn þjóðarinnar fengu nægar viðvaranir en aðhöfðust ekkert, að sögn Ársæls. Gengið fellur og bankarnir hrynja „Ekkert var gert og í kjölfar þess féll gengið og síðan hrundu bank- arnir. Hrun krónunnar hófst á framvirka markaðinum en fór síðan yfir á stundargengið. Það fór svo allt í hnút þegar Ísland var sett á lista yfir lönd sem stunda hryðjuverk, við fengum ekki afgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gjaldeyrishöftin voru sett á. Ísland var þá í raun gjaldmiðilslaust. Í framhaldi af því kom í ljós algert úrræða- leysi hjá stjórnvöldum. Í nóvember, eftir hrunið, skrifuðum við Heiðar Már grein og bentum á að Ísland eigi valkost í gjaldeyrismálum sem felist í því að taka upp gjaldmiðil einhliða. Viðbrögðin við greinunum voru mjög sterk og þær voru harðlega gagnrýndar og sagt að það væri ekki hægt að taka einhliða upp evru – en það er einfaldlega ekki rétt. Þessi gagn- rýni byggðist að mestu leyti á þekkingar- og skilningsleysi á málinu. Fordæmi fyrir einhliða upptöku bæði evru oga Bandaríkjadals eru fyrir hendi. Og fyrst aðrar þjóðir gerðu þetta því ættum við ekki að geta gert það líka? Hong Kong með sitt stóra bankakerfi fór til dæmis beint úr öskrandi gjaldmiðils- og bankakreppu árið 1983 yfir í hag- sæld með því að skipta um gjaldmiðil og taka upp dollar í gegnum myntráð. Bankakerfið í Hong Kong er rekið án þess að til sé neinn lánveitandi til þrautavara. Bankarnir þurfa að sjá um sig sjálfir. Þess vegna eru bankar Hong Kong svo ágætlega reknir og lentu ekki í vandræðum í núverandi krísu. Mér þótti það mjög spaugilegt að gagnrýnin byggðist helst á því að hér væri ómögulegt að taka upp alvöru gjaldmiðil því þá myndi fjármálakerfið hrynja aftur. Helsta lausn gagnrýnenda var að við þyrftum að búa við ónýtan gjaldmiðil til að koma fjármálakerfinu aftur í gang,“ segir Ársæll. Þurfum ekki leyfi til að taka upp evru Ársæll segir að hver sá sem notar evru komi Evrópusambandinu í sjálfu sér ekkert við þar sem gjaldmiðill sé settur á markað og það geti í raun hver sem er notað hann. Hann segir þetta svipað því að við þurfum ekki að biðja framleiðandann leyfis ef við ætlum að kaupa notaðan bíl og það gildir um gjaldmiðil sem er á markaði. „Annar möguleiki er að taka upp Bandaríkjadal því spurningin snýst einfaldlega um að taka upp þann gjaldmiðil sem hentar okkur best. Ef við tökum upp dollar og útflutningur okkar er mestur til evrusvæðisins, þá er það líklegt til að skapa óþarfa kostnað fyrir útflutningsgreinarnar og samkeppnishæfnin versnar. Það er því ódýr- ara fyrir okkur að taka upp evru en Bandaríkjadal. Tæknilega tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að taka upp nýjan gjaldmiðil, hvort sem það er evra eða dalur. Framkvæmd gjaldeyr- isskiptanna gæti til dæmis farið fram með því móti að fjármálaráð- herra tekur ákvörðun um að fá hluta gjaldeyrisforðans sem geymdur er í bönkum erlendis afhentan í seðlum og mynt. Afhendingin yrði t.d. á flugvelli í Frankfurt eða Helsinki. Síðan yrði flogið með evr- urnar hingað á brettum og þær settar í umferð um leið og íslenska krónan yrði innkölluð. Tæknilega er málið ekki flóknara en það. Ég hef einnig heyrt því fleygt að við getum ekki skipt yfir í evru vegna þess að gengi krónunnar sé svo lágt en það er einmitt þá sem menn eiga að skipta. Því ef gjaldeyrisskipti fara fram þegar gengið er hátt eru útflutningsatvinnuvegirnir í klemmu og innflutningur eykst. Það er því langsamlega best að skipta um gjaldmiðil í kreppu. Skipti- gengið er lykillinn að velgengni aðgerðarinnar og það verður alltaf að vera þannig að samkeppnishæfni landsins sé tryggð,“ segir Ársæll. ekki pólitískt viðkvæmt „Menn hafa aftur á móti sagt að einhliða upptaka evru sé ekki möguleg af pólitískum ástæðum vegna þess að Evrópusambandið sé á móti því. Þetta er einfaldlega ekki rétt því Evrópusambandið hefur aldrei sagst vera á móti því að við notum evru sem gjaldmiðil. Þeim þóknast það að vísu ekki, en ef við lesum tilkynningar þeirra vel Afhending evrunnar t.d. í Frankfurt Tæknilega tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að taka upp nýjan gjaldmiðil, hvort sem það er evra eða dollar. framkvæmd gjaldeyrisskiptanna gæti til dæmis farið fram með því móti að fjármálráð- herra tekur ákvörðun um að fá hluta gjaldeyrisforð- ans sem geymdur er í bönkum erlendis afhentan í seðlum og mynt. afhendingin yrði t.d. á flugvelli í frankfurt eða Helsinki. Síðan yrði flogið með evr- urnar hingað á brettum og þær settar í umferð um leið og íslenska krónan yrði innkölluð. Tæknilega er málið ekki flóknara en það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.