Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
skipst á kveðjum
Við eigum samleið
K
arl K Karlsson ehf.
var stofnað árið
1945 af Karli Krist-
jáni Karlssyni sem
fyrirtækið er einmitt nefnt eftir.
Saga fyrirtækisins nær því ein
64 ár aftur í tímann. Fyrstu
árin var starfsemin mestmegnis
helguð innflutningi á hinum
frægu postulínsvörum frá Bing
og Gröndahl, að sögn Eddu
Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins:
„Gæðasúkkulaðið frá Lindt
og Sprüngli hefur átt farsæla
samleið með Karli K Karlssyni
ehf. frá upphafi en þar eru lík-
lega þekktastar Lindor-kúlurnar
ljúffengu. Fyrstu árin var fyrir-
tækið einnig með umboðssölu á
vínum, m.a. frá hinum franska
gæðavínframleiðanda Cordier
og eru vín frá honum enn á
boðstólum í betri hillum ÁTVR.
Eftir að víninnflutningur var
gefinn frjáls varð Karl K Karls-
son ehf. leiðandi í innflutningi
á léttum vínum, sterkum vínum
og bjór og er nú umboðsaðili
margra stærstu og bestu vína
sem fáanleg eru á Íslandi í dag.“
Frumkvöðull
í innflutningi ferskvara
„Það hefur ávallt verið skýr
stefna hjá fyrirtækinu að stuðla
að bættri drykkjar- og matar-
menningu og því hefur fyrir-
tækið flutt inn hágæða matvörur
hin síðari ár. Hvað matvörur
varðar hefur fyrirtækið verið
leiðandi frumkvöðull í innflutn-
ingi á ferskvörum, svo sem á
Fiorucci-parmaskinku, Galbani-
ostum frá Ítalíu, ELPOZO-
hráskinku frá Spáni og Soignon-
geitaosti frá Frakklandi.
Karl K Karlsson ehf. var
einnig brautryðjandi í kaffi-
menningu Íslendinga með inn-
flutningi á Lavazza sem er uppá-
haldskaffi Ítala og hóf á sama
tíma að selja sjálfvirkar heimilis-
og skrifstofukaffivélar frá Jura í
Sviss sem hafa bætt þekkingu og
áhuga Íslendinga á góðum kaffi-
drykkjum.
Stórafmæli í Barcelona
„Það hefur verið haldið upp á
fjölmörg ánægjuleg afmæli hjá
Karli K Karlssyni ehf. og þegar
fyrirtækið var 60 ára fögn-
uðum við stórafmælinu í
Barcelona með heimsókn til
Torres sem er einn af stærstu
léttvínsbirgjum fyrirtæk-
isins. Það var frábær ferð
og ánægjulegt að fagna svo
merkum tímamótum með
okkar góðu samstarfsfélögum
og vinum hjá Torres. Miguel
Torres sjálfur er einmitt mikill
Íslandsunnandi og hefur marg-
oft heimsótt Ísland.“
Stuðlar að bættri
drykkjar- og matarmenningu
karl k. karlsson ehf.:
Markmið:
Að bjóða vörur fyrir
sælkera.
Stofnár: 1945
Edda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar ehf. við
málverk af stofnanda fyrirtækisins Karli Kristjáni Karlssyni.
Vínekrur Torres í nágrenni Barcelona.