Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 117

Frjáls verslun - 01.04.2009, Qupperneq 117
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 117 saga CCP er orðin nokkuð vel þekkt hér á landi, enda er fyrirtækið orðið langstærsti hugbúnaðarútflytjandi lands-ins. Tekjur félagsins á síðasta ári voru um 45 milljónir doll- ara, sem eru rétt undir sex milljörðum króna miðað við núverandi gengi krónu. Svo til allar þessar tekjur koma erlendis frá, enda er tölvuleikurinn Eve Online megintekjulind CCP, en hátt í 300.000 manns um heim allan greiða áskrift að leiknum mánaðarlega. Alls starfa yfir 370 manns hjá CCP, þar af 220 hér á landi og nú er fyr- irtækið orðið það fjölmennasta við gömlu höfnina í Reykjavík. slæmt að vera án fjármagns Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, þekkir vel þá rússíbanareið sem fylgir því að vera útflytjandi á Íslandi. Það eru ekki mörg ár síðan fyrirtækið barðist við hátt gengi krónu sem þýddi að það fékk undir 60 krónur fyrir hvern dollar sem kom í kassann. Núna stendur gengið í 130 en þá setja gjaldeyrishömlur stólinn fyrir dyrnar. „Staða okkar almennt er nokkuð góð, þótt ástandið hafi að sjálfsögðu ekki hjálpað. Innra starfið gengur vel, við erum að ráða fólk, Eve Online vex og önnur verkefni eru í und- irbúningi. CCP hefur ekki orðið fyrir beinum skaða af ástand- inu, en það hefur þó þýtt að við höfum þurft að láta tækifæri sem við hefðum getað nýtt okkur í venjulegu árferði ganga okkur úr greipum. Þrátt fyrir allt eru mikil vaxtartækifæri núna í tölvuleikja- iðnaðinum og margir okkar keppinauta erlendis hafa verið að sækja fjármagn til fjárfesta. Á meðan er ekkert fjármagn fyrir ný verkefni að fá hér á landi enda er erlend fjárfesting í raun bönnuð,“ segir Hilmar. Mikilvægi evrópusambandsins Hilmar þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður hvernig best væri að leysa þennan vanda. „Það mikilvægasta sem við gætum gert fyrir útflutning í þekkingariðnaði væri að ganga í Evrópusambandið. Þar með værum við loksins komin á sama sam- keppnisgrundvöll og önnur alþjóðleg fyrirtæki og laus við þessar sér- íslensku aðstæður sem við höfum búið við í gegnum tíðina. Íslenska krónan og aðrar sérreglur sem við höfum búið við eru dragbítur á útflutningsgreinar og þekkingargeirinn er sérstaklega viðkvæmur fyrir höftum og miklu flækjustigi. Það er vonlaust að gera áætl- anir fram í tímann, því við vitum aldrei hvernig aðstæður sem við höfum engin áhrif á verða eftir sex mánuði. Okkar keppinautar búa við trausta gjaldmiðla og meiri stöðugleika og eru því nokkuð vissir um hverju þeir geti búist við í náinni framtíð. Á meðan hossumst við í rússíbananum með bundið fyrir augun.“ Virðisaukinn er mikill Hilmar er ekki í vafa um að þekkingariðnaðurinn geti orðið gríðar- lega verðmætur fyrir íslenska þjóð ef rétt er haldið á spilunum. „Höfum í huga að fyrirtæki eins og CCP selur ekkert annað en hugmyndir. Við notum engar auðlindir aðrar en fólkið í landinu – með því að beisla hugmyndaauðgi þess búum við til útflutnings- vöru. Við þurfum ekki að kaupa hráefni erlendis frá eins og áliðn- aðurinn eða kosta miklu til við að sækja það eins og sjávarútveg- urinn. Hráefnið verður til í höfðinu á okkur og er fullunnið innan veggja fyrirtækisins. Því er virðisaukinn af hverju starfi í þessum iðnaði gríðarlega mikill og tækifærin eru á hverju strái.“ Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP: okkar útflutningsvara er hugmyndir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.