Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 121
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 121
N ý f r a M T Í ð a r s ý N
sköpum við að byggja upp réttlæti og hag-
sæld eru annars vegar stjórnarhættir stjórn-
armanna og stjórnenda fyrirtækja og hins
vegar hin efnahagslega umgjörð og eftirlit
ríkisvaldsins. Að mínu mati eiga Íslendingar
gríðarlega mörg tækifæri í atvinnumálum
og er því full ástæða til bjartsýni ef rétt er á
málum haldið.“
ráðdeild var gamaldags
Þorkell segist í bókinni reyna að lýsa því
hvernig ráðdeild og hefðbundin rekstrarsjón-
armið urðu skyndilega gamaldags í hruna-
dansi síðustu ára. Óskabörn þjóðarinnar
voru eyðilögð. „Það gerðist við einkavæðingu
bankanna. Vanhæfum stjórnendum var falið
það ábyrgðarmikla hlutverk að leiða áfram
fyrirtæki landsmanna og fyrir það fengu
þeir ofurlaun. Fjárfestingastarfsemi varð aðal-
atriðið í stað rekstrar, því þar átti gróðinn
að vera mestur og koma á sem skemmstum
tíma. Keppikeflið varð skyndigróði í áhættu-
fjárfestingum, eftirlitsleysi opinberra aðila og
að allir mundu spila eftir settum leikreglum
og ekki þyrfti eftirlit og dómara.
Ég tel að bankahrunið og afleiðingar þess sé
fyrst og fremst fífldirfsku nokkurra einstaklinga
um að kenna samfara eftirlitsleysi stjórnvalda
á ýmsum sviðum. Upphaf hrunsins má rekja
til einkavæðingar bankanna og síðan uppbrots
lykilfyrirtækja landsmanna milli bankastofn-
ana þann örlagaríka dag 19. september árið
2003. Það tók síðan ekki nema fimm ár að
koma öllum þessum fyrirtækjum og íslensku
atvinnulífi í þrot. Þetta hefur verið mér mikið
umhugsunarefni eftir að hafa verið lykilþátttak-
andi í uppbyggingu öflugs efnahagslífs á síð-
ustu tveimur áratugum tuttugustu aldarinnar,
en þurfa svo að horfa upp á hrunadansinn án
þess að geta nokkuð aðhafst. Hrun efnahags-
lífsins hér er heimsmet og verður um alla fram-
tíð skólabókardæmi um stjórnarhætti lítillar
og vanhæfrar þjóðar til að takast á við eigin
efnahagsmál. Og nú halda sumir að þjóðin
geti einangrað sig og verið frjáls og sjálfstæð án
tengsla við alþjóðasamfélagið, en slíkt gengur
vitanlega ekki.
Með bókinni vil ég því leggja mitt af
mörkum að miðla af eigin reynslu og opna
augu allra fyrir því að við þurfum nýja fram-
tíðarsýn og nýja stjórnarhætti við stjórnun
fyrirtækja hér á landi,“ segir Þorkell.
Þurfum sterk gildi
Bókin skiptist í þrjá meginhluta. Í fyrsta lagi
stutta upprifjun á þróun atvinnulífs á síðustu
öld, þekkingarsamfélagið og hlutverk fyr-
irtækja í samfélaginu almennt. Í öðru lagi um
stjórnun fyrirtækja, hlutverk stjórna og starfs-
hætti stjórna og stjórnenda. Að lokum er kafli
um þá nýju framtíðarsýn sem þjóðin þarf að
eignast sem Þorkell segir m.a. vera nýtt hug-
arfar, nýtt siðferði og áherslu á sjálfbærni.
Þar er fjallað um framtíðarmöguleika helstu
atvinnugreina þjóðarinnar.
„Íslendingar eru ekki nema liðlega 300.000
og þurfa að hafa sterk gildi og framtíðarsýn ef
okkur á að takast að byggja upp hagfellt sam-
helt samfélag. Í raun erum við sem þjóð ekki
fjölmennari en stærstu fyrirtækin erlendis og
ef þau hafa byggt upp framtíðarsýn og stefnu
þá eigum við sem þjóð að geta það líka.
Íslendingar eiga ekki að byggja framtíð sína á
gerviheimi gróðahyggju í fjárfestingastarfsemi
heldur á atvinnurekstri þar sem við nýtum
þekkingu, mannauð og aðrar auðlindir sem
við eigum,“ segir Þorkell Sigurlaugsson að
lokum.
Ný fraMTÍðarsýN
– nokkur atriði úr bókinni
● Glæsibyggingar í Skuggahverfinu voru
táknrænar fyrir bjartsýni í byrjun 21.
aldar.
● Það tókst að eyðileggja „óskabörn
þjóðarinnar“ og bankana á örfáum árum
og eftir standa mörg „vandræðabörn“,
þjóðinni til lítils gagns.
● Lélegir stjórnarhættir og vanhæfar
stjórnir fyrirtækja voru meginorsök efna-
hagshrunsins.
● Þjóðina vantaði á undanförnum árum
leiðtoga með framtíðarsýn, visku og hug-
rekki.
● Árangursrík stjórnun snýst um að
spyrja réttu spurninganna, leita uppi
vandamálin og leysa þau, en ekki síður
leita uppi ný tækifæri og nýta þau.
● Stjórnir fyrirtækja þurfa að ræða það
hvernig þær vilja starfa og hvernig þær
vilja að stjórnarfundir sé upp byggðir og
hvað mál skuli vera til umræðu.
● Atkvæðalitlir stjórnarmenn eru
engum til gangs og að sama skapi þarf
að varast ofríki og ofstjórn á stjórn-
arfundum.
● Framtíðarsýn þjóðarinnar þarf að
byggjast á nýsköpun í atvinnulífinu, sjálf-
bærni á sem flestum sviðum, nýjum
gildum í viðskiptum, markaðshagkerfi og
alþjóðasamskiptum.
● Framtíðartækifæri Íslendinga eru
mörg og felast í hugviti, dugnaði og góðri
menntun, sköpunarkrafti og skynsam-
legri nýtingu auðlinda þjóðarinnar.
● Ísland er land fjölmargra tækifæri
í atvinnumálum og lífskjör hér á landi
og atvinnustig getur fljótlega komist í
fremstu röð, ef við fáum aftur það besta
af gamla Íslandi, samhliða nýrri framtíð-
arsýn í efnahags- og atvinnumálum.
Framtíðarsýn, 1989
Frá handafli til hugvits, 1993
Stefnumarkandi áætlanagerð, 1994
Stjórnlist, 1995
ný stjórnlist, 1996
Stjórnun breytinga, 1996
AðRAR BækuR eFtiR ÞoRkeL SiGuRLAuGSSon:
Nýir sTjórNarhæTTir
Við eNdurreisN
efNahagslÍfsiNs