Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 122

Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 s T j ó r N u N Við þá endurreisn fyrirtækjanna sem blasir við íslensku viðskiptalífi er rétt að huga að því hvað megi læra af reynslunni. Eitt af því sem horfa má til eru rannsóknir á þeim fyrirtækjum sem lifað hafa af erfiðleika og niðursveiflur því eitt er að standa sig vel í góðæri en annað að þola eldskírnir efnahagslægða og breyttra forsenda á markaði. Slíkar rannsóknir eru til og hér verða nefndar til sögunnar tvær bækur sem teljast til stórvirkja í heimi bóka um stjórnun, bók Jims Collins og Jerry I. Porras, Built to Last frá 1994 og bók Jims Collins, Good to Great frá 2002. Báðar bækurnar greina frá metn- aðarfullum rannsóknum þar sem yfir 20 manna rannsóknarteymi hafa kafað í það hvað aðgreinir þá bestu frá þeim góðu. Í báðum tilvika spannaði rannsóknarferlið nokkur ár og var gríðarlega viðamikið en safnað var öllum þeim gögnum sem fyrir fundust um fyrirtækin, skýrslum, blaða- og tímaritagreinum, myndklippum, viðtölum, bókum og öðrum tiltækum gögnum. Báðar bækurnar hafa um áraraðir vermt sæti á met- sölulistum stjórnendabóka og hafa verið kveikja fjölda annarra bóka sem byggja á niðurstöðum þeirra. Óhætt er að segja að niðurstöður þeirra eigi erindi við samtím- ann og hafi til að bera boðskap sem kallað er eftir í dag. Peningar aldrei aðalatriði Í Built to Last bera höfundar saman besta og næstbesta fyrirtæki innan sömu greinar sem áttu það sameiginlegt að hafa lifað af til lengri tíma. Þau þurftu að vera stofnuð fyrir 1950 en meðalaldur þeirra var 92 ár og flest þeirra höfðu farið í gegnum styrjaldir, kreppur og aðra óáran. Þau bestu höfðu til lengri tíma litið skilað margföldum hagnaði miðað við samanburðarfyrirtækin. Tilgangur rannsókn- arinnar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að greina hvað aðgreindi svokölluð „visionary“ fyrirtæki frá öðrum og gæti skýrt velgengni þeirra til lengri tíma litið og í öðru lagi að koma þeim niðurstöðum skilmerkilega á framfæri til stjórnenda svo þeir mættu nýta þær til góðra verka. Dæmi um fyrirtæki er borin voru saman eru Walt Disney og Columbia, Ford og GM og GE og Westinghouse. Niðurstöður eru áhugaverðar, langlíf og farsæl fyrirtæki: 1. Þau grundvalla tilveru sína á tilgangi sem er umfram og æðri þeim að hámarka hagnað. 2. Þau hafa í heiðri sterk gildi sem virka sem stýrikerfi við ákvarðanatökur. 3. Þau hafa jafnvægi milli þess að vera bæði fastheldin og djörf, gera kröfur um gæði en líka lágan kostnað og fleira mætti telja í þessum anda. 4. Þeim er stjórnað í yfirgnæfandi tilfella af æðstu stjórnendum sem hafa vaxið með fyrirtækinu, þ.e. koma innan frá en eru ekki ráðnir inn. Innan bestu fyr- irtækjanna er lagt í stjórnendaþjálfun og uppeldi næstu stjórnenda. 5. Þau skapa sterka menningu þar sem mikil trú er á getu heildarinnar en setja jafnframt inn þætti sem tryggja stöðuga sjálfsskoðun, endurmat og framsækni. AthyGlisverðAr bækur: texti: þórhildur þórhallsdóttir ● Mynd: geir ólafsson laNglÍfi fyrirTækja Langlífi fyrirtækja er vinsælt umræðuefni í stjórnun. Það er kannski ekki efst í huga núna þegar þorri stjórnenda veltir því fyrir sér hvernig fyrirtækin fara að því að standa af sér stórhríðina sem flestir hafa það eina markmið að lifa af. en hver er galdurinn á bak við langlífi fyrirtækja, viðvarandi árangur og framsækni? Þórhildur Þórhallsdóttir greinarhöf- undur starfar sem ráðgjafi og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.