Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 126

Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 126
126 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 skýr kaflaskipti í rekstrinum Í myndinni er lögð rík áhersla á að skýr kafla- skipti verða í rekstri Loftleiða þegar Alfreð veikist alvarlega, rétt rúmlega fimmtugur að aldri: „Hann átti eftir að koma til starfa aftur en varð aldrei samur maður og gat því ekki beitt sér sem skyldi í sameiningarferlinu sem tók heil fjögur ár, verk sem sjálfsagt tæki ekki nema tvo til þrjá mánuði í dag. Veik- indi Alfreðs urðu um sama leyti og Flugfélag Íslands vill sameinast Loftleiðum með helm- ingshlutfall í huga.“ Í myndinni kemur fram að hugmyndir Loftleiðamanna hafi verið 85% á móti 15%, enda voru eignir þeirra margfalt meira virði og fleiri heldur en eignir Flugfélag Íslands sem rekið var með tapi á meðan góður hagnaður var af rekstri Loftleiða. En eftir að Alfreðs naut ekki lengur við að fullu var auðveldara fyrir Flugfélagsmenn að stjórna sameiningunni, auk þess sem innan stjórnar Loftleiða var ekki einhugur: „Alfreð hélt Loftleiðum saman og þegar hann veikist þá losnar um tökin og sameiningin endar í skelfilegu óréttlæti. Þegar matsmennirnir, sem ég hef nöfnin á í mínum skjölum, voru að meta skrifstofubygginguna og hót- elið, mældu þeir glugga, fóru í Brynju og spurðu hvað þetta og þetta kostaði og þegar þeir fengu einhverja tölu sem þeim líkaði þá var afskrifað og það tók þá tvö ár að fara í gegnum byggingarnar og skrifa allt niður, meira að segja hnífapörin í eldhúsinu voru ekki látin í friði og þau afskrifuð. Þetta var svo ótrúlegt ferli að ég held að fólk eigi erfitt með að trúa því í dag.“ Þegar svo sameiningin var kláruð voru Flugfélagsmenn komnir með eitthvað um 47% eignarhlut á móti 53% hlut Loftleiða, en áréttað skal að Loftleiðamenn lögðu upp í sameiningarferlið með þær hugmyndir að hlutur þeirra yrði um 85% en Flugfélagsins um 15%. „Þegar staðreyndirnar liggja fyrir er ótrúlegt hvernig þessi niðurstaða fékkst; að hlutur Loftleiða yrði aðeins 53% í Flug- leiðum. Flugfélag Íslands rekið með tapi, Loftleiðir með gróða. Eignir Flugfélagsins voru skuldsettar flugvélar og braggar og flugstöðin á Reykjavíkurflugvelli sem enn er í notkun, en eignir Loftleiða, nokkrar millilandaflugvélar, tvö hótel, stór skrif- stofubygging og bílaleiga svo eitthvað sé nefnt, enda flutti Flugfélagið með allt sitt hafurstask í skrifstofubyggingu Loftleiða. Ekki leið á löngu þar til þeir hentu Alfreð út úr skrifstofu hans og Örn Johnson sett- ist þar inn. Ég tek það fram að þetta hefði ekki getað gerst nema vissir menn innan stjórnar Loftleiða stæðu með Flugfélag- inu í sameiningarferlinu. Þar fór fremstur Sigurður Helgason sem síðar varð forstjóri Flugleiða,“ segir Kristjana Milla. Tólf ár í stjórn flugleiða Eins og við var að búast voru þeir sem höfðu staðið í brúnni hjá Loftleiðum í mörg ár allt annað en ánægðir með sameininguna: „Stofnað var félagið Fjöleign sem hafði þann tilgang helstan að kaupa hlutabréf í Flug- leiðum og fá mann í stjórnina. Það tókst og ég var kosin í stjórn Flugleiða og sat þar í tólf ár en hætti þar sem allt sem ég lagði til var hunsað. Í raun var aldrei hlustað á mig allan þann tíma sem ég sat í stjórninni og var ég búin að fá alveg nóg. En fjárfestingin var góð og hlutbréfin hækkuðu í verði. Fjöleign var síðan leyst upp. En ég veit til þess að gamlir Loftleiðamenn hittast og fá sér kaffi á Hótel Loftleiðum og minnast skemmtilegri og betri tíma.“ kvik myndir Alfreð Elíasson á skrifstofu sinni. Bandaríski flugstjórinn Moore, sem þjálfaði Loftleiðamenn og Alfreð í stjórnklefa Skymaster- flugvélar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.