Frjáls verslun - 01.04.2009, Page 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
Myndlist:
Leitar tiL æskuáranna
„Myndlistin gefur mér allt,“ segir karólína
Lárusdóttir sem býr bæði á Íslandi og
englandi þar sem hún er í Hinu kon-
unglega félagi breskra vatnslitamálara.
olíumálverkin eru þó í aðalhlutverki.
Hvað varðar myndefnið segist karólína
leita til æskuáranna. Ísland ræður þar för
en oftast er fólk á striganum; stundum
uppi í sveit og stundum inni í húsum.
„Ísland var eins og smækkuð mynd af
alheiminum og það er sú mynd með öllu
því góða, erfiða og slæma sem ég leita
til þegar ég mála. Áður fyrr var allt meira
rótgróið og sett í visst form. Sá heimur er
eins og fjársjóður fyrir mig og ég nota og
hverf inn í hann þegar ég mála.“
Litirnir á striganum eru sterkir. „Ég nota
ekki marga liti og ég nota ekki einn lit
meira en annan. Þegar ég mála með olíu-
litum nota ég langmest af hvítum lit sem
er undirstaðan í öllu en ég nota hann til að
ákveða styrkleika og birtu.“
lífsstíll
• Myndlist
• kvikmyndir
• Hönnun
• Bílar
• uppáhald
• Útivera o.fl.
uMSjón: svAvA Jónsdóttir (MyndLiSt, Hönnun o.FL.) • hilMAr kArlsson (kvikMyndiR) • páll stefánsson (BÍLAR)
Karólína Lárusdóttir. „Ísland var eins og
smækkuð mynd af alheiminum og það
er sú mynd með öllu því góða, erfiða og
slæma sem ég leita til þegar ég mála.“
svo mörg voru þau orð
„Því þótt einhverjir vilji ekki gera sér grein fyrir því þá er Ísland hluti af samfélagi
þjóðanna, þátttakandi í alþjóðlegu umhverfi og þarf að lúta þeim reglum sem þar
eru í gildi. ekki þýðir fyrir mörlandann að þykjast vera í afskekktri paradís, í inni-
lokuðum dal þar sem íbúarnir geta sjálfir sett sínar eigin reglur og lifað eftir þeim.
enginn vill leika með þeim sem ekki fara eftir reglunum.“
jón Aðalsteinn Bergsveinsson. Markaðurinn, 29. apríl.
„síðustu vikur hafa gögn Creditinfo sýnt áþreifanlega að róðurinn er að þyngjast
hjá fjölmörgum fyrirtækjum í rekstri. Þetta mælir Creditinfo með því að skoða
hvaða fyrirtæki eru að færast hratt niður á milli áhættuflokka og í hvaða atvinnu-
greinum þessi fyrirtæki starfa. Í dag teljast 10.242 fyrirtæki í þremur mestu
áhættuflokkunum en til samanburðar við stöðuna fyrir bankahrun voru þau 2.612
talsins.“
Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo. Morgunblaðið, 23. apríl.π