Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 31

Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 31 FORSÍÐUEFNI U ppbygging og vöxtur hafa einkennt starfsemi BM-Vallár síðustu árin. Fyrirtækið dafnar sem aldrei fyrr og er nú með starfsstöðvar víða um land, en áður var starfsemin nær eingöngu bundin við höfuðborgarsvæðið. Fyrir fjórum árum var veltan um 1,5 milljarðar kr. og starfs- menn um 150. Nú eru þeir um 430 og ársveltan nálgast átta milljarða kr. Möguleikar til sóknar Það var á því herrans ári 1946 sem feðgarnir frá Vallá, Benedikt og Magnús faðir hans, byrjuðu að moka möl úr Kjalarnesfjörum og selja sem byggingarefni. Sú útgerð vatt upp á sig og árið 1956 setti Benedikt á laggirnar steypustöð á Ártúnshöfða í Reykjavík, hvar starfsemin er enn í dag. Árið 1961 kom ungur verslunarskólanemi, Víglundur Þorsteinsson, í sumarvinnu hjá fyrirtækinu og var þar viðloðandi næstu árin. Með því að ganga í öll störf sem til féllu gerði Víglundur sjálfan sig ef til vill ómissandi, því við skyndilegt fráfall Benedikts á gamlársdag 1970 var leitað til Víglundar um að taka við stjórn fyrirtækisins. Því kalli sinnti hann og hefur starfað hjá fyrirtækinu æ síðan. Ferill hans hjá fyrirtækinu spannar því rétt 45 ár. BM-Vallá er í dag í eigu Víglundar Þorsteinssonar og fjölskyldu hans. Víglundur er starfandi stjórnarformaður félagsins en Þor- steinn, sonur hans, forstjóri. Skrifstofur feðganna eru í tveimur samliggjandi herbergjum í höfuðstöðvunum við Bíldshöfða. Sú skipan vitnar um gott og náið samstarf. „Þegar ég kom inn í reksturinn með föður mínum var það stefna okkar að færa út kvíarnar. Við sáum ýmsa möguleika til sóknar og vildum auka umsvifin rétt eins og við höfum gert,“ segir Þorsteinn, sem tók við forstjórastarfinu árið 2002, árið sem Guð- mundur og Magnús Benediktssynir, synir stofnanda fyrirtækisins, Benedikts frá Vallá, seldu hluti sína í fyrirtækinu. Með starfsemi um allt land Á Ártúnshöfða eru skrifstofur, söludeild og stærsta framleiðsluein- ing BM-Vallár, þ.e. þrjár steypustöðvar sem eru í gangi alla daga vikunnar. Í Suðurhrauni í Garðabæ er framleiðsla á hús- og garðeiningum, rörum og ýmiss konar garðvörum. Útrás á lands- byggðina hófst 2003 með kaupum á Möl og sandi á Akureyri. Þá starfrækir fyrirtækið steypustöðvar á Akranesi, Akureyri og Reyð- arfirði auk þess sem það sem selur og flytur sement til Impregilo, verktaka Kárahnjúkastíflu. Á góðum degi má gera ráð fyrir að framleiddir séu og keyrðir út um 2.000 rúmmetrar af steypu frá stöðvum félagsins. BM-Vallá keypti Pípugerðina árið 2001 og haslaði sér síðan völl í framleiðslu múrvara með kaupum á Steinprýði árið 2002 og Sandi Ímúr árið eftir. Með viðskiptum fyrr á þessu ári er BM-Vallá nú aðaleigandi Límtrés-Vírnets sem er með starfsemi í Borgarnesi, á Flúðum og víðar og framleiðir nagla, járnklæðningar, yleiningar og límtrésbita, svo eitthvað sé nefnt. „Við vildum breikka vöruframboð okkar fyrir innlendan bygg- ingariðnað enn frekar. Nú getum við til dæmis boðið viðskipta- vinum okkar lausnir í burðarvirkjum bygginga úr steypu, stáli og tré. Nú erum við að færa rekstur Límtrés-Vírnets inn í okkar sam- stæðu, en notum áfram sömu vörumerki. Annað væri ástæðulaust. Límtré framleiðar límtrésbita rétt eins og verið hefur og naglarnir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár, segist hafa villst inn í viðskiptalífið. Hann ræðir hér um 60 ára sögu BM Vallár og ótrúlegan vöxt fyrirtæk- isins á síðustu fjórum árum. ÉG VILLTIST INN Í VIÐSKIPTALÍFIÐ TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON FV.07.06.indd 31 7.9.2006 12:52:35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.