Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 53

Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 53
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 53 Framkvæmdastjóri hjá Högum Eftir Lundúnaferðina var Jóhönnu boðin fjármálastjórastaða hjá Baugi. „Ég hitti Jón Ásgeir og Tryggva Jónsson í gesta- móttöku hótels en þar var svo mikið um að vera að við fórum á pöbb í nágrenn- inu. Hávaðinn þar var svo mikill að við þurftum hálfpartinn að öskra en þeir voru með á hreinu hvað þeir vildu og réðu mig. Og ég sé ekki eftir því, það er frábært að vinna hjá Jóni Ásgeiri og Baugur er stórkostlegt fyrirtæki.“ Í ágúst 2005 tók Jóhanna við stöðu framkvæmdastjóra Haga og hún situr í stjórn fjölmargra fyrirtækja. Hún segist una hag sínum vel og kveðst loks vera komin þangað sem hún ætlaði sér þegar hún var tvítug. „Ég verð alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni og get verið mjög ákveðin ef ég ætla mér eitthvað og ég hef brenn- andi áhuga á starfinu. Viðskiptalífið hefur lengi verið karlaklúbbur og ekki margar konur sem sækjast eftir því að hafa þetta blóð á tönnunum, en mér hefur aldrei fundist það há mér að vera kona. Og næst ætla ég mér að verða forstjóri.“ N Æ R M Y N D A F J Ó H Ö N N U W A A G F J Ö R Ð félaga sinna í Versló. Við vorum miklar diskó- gellur á okkar yngri árum og höfðum gaman af því að dansa og stunduðum Hollywood grimmt. Hún hefur alltaf haft gaman af háværri tónlist og eftir að diskóskeiðinu lauk fór hún að hlusta á þungarokk og var ansi góð í að sveifla höfðinu. Jóhanna er dálítil strákastelpa í sér og á meðan ég var að spekúlera í uppskriftum var hún að skoða bíla og græjur. Í útskriftarferðinni í Versló var farið til Flórída. Daginn sem við áttum að fara heim var rútan sein fyrir og Jóhanna orðin leið á því að bíða. Hún ákvað að hlaupa yfir götuna og kíkja á bílasölu sagðist ætla að vera fljót. Svo líður og bíður og loksins kemur rútan en Jóhanna lætur ekki sjá sig. Eftir tíu mínútur er gefist upp á að bíða eftir henni og rútan leggur af stað. Fararstjórinn varð alveg spólandi en fór samt yfir á bílasöl- una að leita að henni en fann hana hvergi. Við vinkonurnar vorum að sjálfsögðu skelf- ingu lostnar og fórum að væla og héldum að það væri búið að ræna henni. Þegar rútan er rétt komin af stað kemur Jóhanna brunandi á blárri Corvettu með hárið flagsandi eins og kvikmyndastjarna og með sölumanninn sér við hlið. Hún varð svo hrifin af bílnum að hún gleymdi sér og varð að fá að prófa hann. Þetta lýsir henni ágætlega því að þegar mikið er að gera gleymir hún bæði stund og stað.“ ,,Límdu þig saman, kerling“ Árni Pétur Jónsson, forstjóri OgVodafone og Dagsbrúnar, kynnt- ist Jóhönnu þegar þau störfuðu saman hjá Baugi og síðan Högum. „Við vorum í stjórn- unarteymi og unnum náið saman. Jóhanna er ákaflega góð sam- starfsmanneskja og dugleg í vinnu, lífsglöð og hress. Hún á það jafnframt til að vera mjög ákveðin og jafnvel hvöss á köflum. Ég man að einu sinni vorum við að vinna saman að stóru máli sem margir komu að og hasar í gangi. Kona á svæðinu æsti sig full mikið og var að fara á taugum að mati Jóhönnu og hún hvessti augun á konuna og skellti á hana: „Límdu þig saman, kerling“. Hópurinn sprakk náttúrulega úr hlátri og fyrir vikið losnaði um mikla spennu og fundurinn gat haldið áfram. Jóhanna er með mikið keppnisskap og leggur metnað sinn í að standa karlpeningnum framar og þolir illa að tapa. Einu sinni var Jóhanna að stýra golfmóti og þurfti að kaupa verðlaunagripinn. Við karlarnir sáum strax að það var kona sem prýddi gripinn og stríddum henni á því að hún hefði verið búin að ákveða að vinna mótið þegar hún keypti verðlauna- gripinn.“ Toppaði Tinu Turner Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri Kaupþings í London, kynntist Jóhönnu þegar þær voru við nám í Háskóla Íslands. „Þrátt fyrir að Jóhanna sé harðdugleg í við- skiptum á hún til aðra hlið sem fáir þekkja. Hún er nefnilega mikill rokkari og góð söng- kona. Mér er minnisstætt þegar við vorum í útskriftarferð á Kanaríeyjum með viðskipta- og hagfræðinemum. Hópurinn endaði inni á bar og allt í einu reif hún upp gítar og æddi upp á svið og hreinlega toppaði Tinu Turner í tilþrifum. Þetta vakti að vonum mikla lukku. Hún var elst í hópnum og í huga flestra þessi pottþétta týpa sem vann mikið með námi og settleg en þarna birtist allt í einu alveg ný hlið á henni. Jóhanna er rokkari í eðli sínu og ég er viss um að þegar hún kemur heim á kvöldin fer hún úr businessdragtinni og í rokkaragallann.“ Jóhanna situr í stjórnum eftirfarandi fyrirtækja: Fyrir Haga: Bónus Hagkaup 10-11 Aðföng Hýsing Debenhams Útilíf Noron (verslanir: Zara) Íshöfn (verslanir: Topshop/Topman, Dorothy Perkins, Evans, Oasis, Coast) RES (verslanir: Karen Millen, Shoe Studio, Warehouse, Whistles, All Saints) Fyrir Baugur Group: DBH Holding DBH Stockholm (Debenhams í Svíþjóð) Trenor (Topshop/Topman í Svíþjóð) Steinunn Sigurðard. ehf. Annað: Sænsk-íslenska verslunarfélagið. Auður í krafti kvenna. Kristín Pétursdóttir. Árni Pétur Jónsson. FV.07.06.indd 53 7.9.2006 12:54:57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.