Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 54

Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 S amkeppnin á matvörumark- aðnum er afar hörð. Við áætlum að hlutdeild Samkaupa sé 16 til 18%. Svo er Baugur með á milli 50 og 60% og því með algjörlega markaðsráðandi stöðu. Samkeppnin er óeðlileg þegar svona háttar til, en þetta tel ég afleiðingu þess að keppnisreglur séu ekki skýrar og að þar til bær yfirvöld hafi ekki verið á verði. Þetta er eins og ekið sé án umferðarreglna,“ segir Guðjón Stefánsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Samkaupa. Kaupfélagsstjóri í átján ár Síðustu ár hefur matvörumarkaðurinn tekið miklum breytingum. Fyrirtækjunum hefur fækkað, þau stækkað og starfshættir eru allt aðrir en áður. Kaupfélögin, sem áður voru rekin í nánast hverju byggðarlagi, eru mörg hætt starfsemi. Nokkur þeirra starfa þó af krafti, þar á meðal Kaupfélag Suð- urnesja þar sem Guðjón Stefánsson hóf sendlastörf árið 1957. Síðan vann hann sig upp metorðastigann. Árið 1988 tók hann við sem kaupfélagsstjóri og hefur jafn- framt frá 1998 stýrt starfsemi Samkaupa hf., sem þá tóku rekstur matvöruverslana félagsins yfir. „Það er engin ein skýring til á því hvers vegna svo mörg kaupfélög hættu starf- semi. Sum félaganna voru í fjölþættum rekstri, til dæmis fiskvinnslu, slátrun og ýmsu öðru, og þar af leiðandi næm fyrir sveiflum og samdrætti í þessum greinum. Það urðu svo miklar þjóðfélagsbreytingar og breytingar á atvinnuháttum á þessum tíma. Íbúafækkun á landsbyggðinni hafði líka mikil áhrif. Það er einföldun að segja að bara kaupfélögin í landinu hafi týnt tölunni, því fæstra þeirra einkafyrirtækja, sem umsvifamest voru fyrir 30 til 35 árum, nýtur enn við,“ segir Guðjón Stefánsson, sem ásamt öðrum stjórnendum félagsins lagði áherslu á að straumlínulaga rekstur Kaupfélags Suðurnesja þegar hann tók við stjórn þess. Öll áhersla var lögð á mat- vörumarkaðinn. Sérhæfðir í landsbyggðarverslunum Á fyrstu árum Guðjóns sem kaupfélags- stjóra blés ekki byrlega í efnahagslífinu og rekstur var ekki í samræmi við væntingar. Ástandið hafði verið mjög erfitt í nokkur ár. Samdráttur var á flestum sviðum, minnk- andi landsframleiðsla og vaxandi atvinnu- leysi. Því voru seglin rifuð tímabundið og verslunum fækkað úr tólf í sjö. En brátt gáfust aftur tími og tækifæri til sóknar og verslunum var fjölgað að nýju. Þannig voru opnaðar búðir undir merkjum félagsins í Hafnarfirði árið 1993, síðan í Reykjavík og árið 1996 á Ísafirði eftir að Kaupfélag Ísfirð- inga hætti rekstri. Stórt stökk var tekið árið 2001 með sam- einingu Samkaupa og Matbæjar, sem tekið hafði yfir verslunarrekstur Kaupfélags Eyfirðinga nokkru fyrr. Svona hefur bolt- inn haldið áfram að rúlla, tvær verslanir bættust við á Suðurlandi, síðan Blönduós og Skagaströnd og á síðasta ári samein- uðust verslanir Kaupfélags Borgfirðinga Samkaupum hf. Nú á og rekur Samkaup 35 verslanir í öllum landshlutum undir merkjum Strax, Úrvals, Nettó og Kaskó. Árselta Samkaupa er nú um 10,5 milljarðar kr. og hefur aukist jafn og þétt. Aukningin hefur verið 3-7% á ári og 15% þau árin þegar nýjar verslanir hafa verið keyptar. „Við erum kannski svolítið sérhæfðir í landsbyggðarverslunum þar sem meg- inhluti rekstursins er á landsbyggðinni. Sá rekstur er á margan hátt dálítið öðruvísi en rekstur verslana á mesta þéttbýlissvæðinu. Flutningskostnaður þar er stór póstur og eilífðarbarátta að halda honum niðri og sömuleiðis er pöntunarferlið öðruvísi. Hins vegar er víðast úti á landi stöðugleiki á starfsfólki,“ segir Guðjón og bætir við að stefna Samkaupa sé að ná fótfestu á fleiri stöðum úti á landi og koma sér betur fyrir í Reykjavík. TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON G U Ð J Ó N S T E F Á N S S O N , F R A M K V Æ M D A S T J Ó R I S A M K A U P A EKKI BARA GRÆNAR BAUNIR Samkeppnin á matvörumarkaði er óeðlileg og líkust því að ekið sé án umferðarreglna, segir reynsluboltinn Guðjón Stefánsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Samkaupa, sem nú hyggst einbeita sér að stjórn Kaupfélags Suðurnesja. Þar eru ýmis verkefni í bígerð, svo sem á sviði samfélagsmála. FV.07.06.indd 54 7.9.2006 12:54:59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.