Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 94

Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G HAUSTIÐ ER TÍMINN Eignaumboðið: Hús á Spáni er góð fjárfesting Áhugi fólks á fasteigna-kaupum á Spáni er mik-ill og fer stöðugt vax- andi. Um leið og íbúðarhúsnæði hefur hækkað hefur eigið fé fólks í húsnæðinu hækkað, svo að margir geta keypt sér annað hús og velja þá oft að kaupa hús í öðru landi og í hlýju loftslagi. Spánn er vinsælasta landið sé fólk í slíkum húsakaupa- hugleiðingum, enda aðstæður þar mjög hagstæðar fyrir kaupendur,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir hjá Eignaumboðinu. Margir eru að velta fyrir sér hvort þeir eigi að kaupa sumarbústað í sveit eða hús á Spáni og nú er svo komið að Spánarhúsið reynist oftar en ekki ódýrara en íslenski sumarbústaðurinn. Auðvelt er að fá raðhús á Spáni fyrir 14 til 15 milljónir en sumarbústaðir eru iðulega seldir á um og yfir 20 milljónir. Við þetta bætist að húsnæðið á Spáni er hægt að leigja út hluta úr ári til að standa straum af afborgunum. Fjármögnunin er einnig auðveld á Spáni þar sem menn fá allt að 80% lán með aðeins 4,3% vöxtum og ekki hrellir verðtrygging menn þar syðra. Kaupendahópurinn er alltaf að stækka og verða fjölbreyttari, en Eignaumboðið hefur selt hús og íbúðir á Spáni í 10 ár. Mikill áhugi á húsakaupum er hjá fyrirtækjum sem geta umbunað góðum starfs- mönnum með því að gefa þeim kost á að gista í góðu húsi í sumarfríinu og það þarf ekki endilega að vera yfir hásumarið sem gerir rekstur fyrirtækjanna auðveldari þegar menn taka sér frí á ýmsum og ólíkum tímum. Fjárfestar áhugasamir „Fjárfestar hafa einnig sýnt mikinn áhuga á fasteigum á Spáni. Eftir góðærið í byggingariðnaði undanfarin ár hefur hægt á öllu hér heima og menn eru farnir að leita á önnur fjárfestingarmið. Þá er Spánn nokkuð öruggur kostur því auðvelt er að fá spænska banka til að aðstoða við fjármögnun. Góð ávöxtun getur fengist á eigin fé með þessu móti þar sem húsnæði hefur verið að hækka um 15% á ári og gert er ráð fyrir að hækkanirnar haldi áfram vegna stöðugrar eftirspurnar og stækkandi markaðar. Fjárfestar velja gjarnan að festa sér húsnæðið á meðan það er enn á teikniborðinu. Með því móti er verðið fastsett og hækkar ekki fram að þeim tíma þegar gengið er frá fyrstu greiðslum. Að sjálfsögðu þarf alltaf að velja eignina vel sem keypt er, staðsetningu og annað sem skiptir máli, en við höfum frá byrjun lagt áherslu á að bjóða einungis það besta,“ segir Aðalheiður sem er ein þriggja löggiltra fasteignasala hjá Eignaumboðinu. Þess má geta að Euromarina, sem Eignaumboðið á viðskipti við á Spáni, er með íslenskan starfsmann sem sér um frágang mála fyrir Íslendinga, samninga og annað. „Stór hópur traustra viðskiptavina er okkar besta auglýsing,“ segir Aðalheiður og bætir við að margir hafi jafnvel keypt fleiri en eina eign af Eignaumboðinu bæði til eigin nota og sem fjárfestingu. „Það myndi ekki gerast nema fólk væri fullkomlega ánægt.“ Aðalheiður Karlsdóttir er löggiltur fasteignasali. Raðhús í hverfinu Manuela. Því fylgir sérgarður og einnig sameiginlegur sunlaugargarður. Hús sem Euromarina hefur byggt og Eignaumboðið selur. Eignaumboðið hefur átt mjög gott samstarf við Euromarina, spænska verktakafyrirtækið sem byggir húsin sem Eigna- umboðið selur á Spáni. Euromarina er meðal virtustu fyrirtækja á þessum markaði. FV.07.06.indd 94 7.9.2006 13:00:32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.