Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 97

Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 97
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 97 L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R ing um að Prodi sæti fastur í ítalska fyrirgreiðslukerf- inu. The Economist spurði hæðnislega af hverju öllum föngum væri bara ekki sleppt. Erlendir fjölmiðlar hafa iðulega verið ómyrkir í máli um stjórnmálamanninn Berlusconi. Þýska blaðið Die Zeit sagði stjórn undir hans leiðsögn ógnun við Evrópu. Tímaritið The Economist hefur hvað eftir annað skrifað skýrt og klárt um spillinguna sem loðir við Berlusconi og hvernig Berlusconi hefði hikstalaust notað stjórn- málaumsvifin til að hygla sér og sínum og halda aftur af réttarkerfinu í rannsóknum sem að honum beinast. „Óhæfur til að leiða Evrópu“ var leiðarafyrirsögnin þegar Ítalir fóru með ESB-formennskuna 2003 með Berlusconi við völd. Ríkasti Ítalinn, hæsti skattgreiðandinn Berlusconi er ekkert að fara í grafgötur með að hann er auðugasti maður Ítalíu og segist stoltur af því að enginn greiði hærri skatta en hann. Á auðmannalista Forbes í ár var hann nr. 39 á heimslistanum, metinn á 11 milljarða dala. Þó Berlusconi sé þekktastur fyrir fjölmiðlaveldið eru umsvif hans mun víðtækari. Verktakaumsvifin í Míl- anó í upphafi 7. áratugarins hafa þanist út í kjörbúða- og stórverslanarekstur, tryggingar og auðvitað fjölmiðla- starfsemi að ógleymdu Milan-fótboltaliðinu sem hann eignaðist 1986. Ítalski meðal-jóninn getur uppfyllt allar daglegar þarfir í mat, klæðnaði og skemmtan með því að skipta við fyrirtæki Berlusconis. Það eru ýmsar skýringar á stuðningi við Berlusconi. Fæstir Ítalir eru svo einfaldir á sálinni að halda að hann sé í stjórnmálum fyrir nokkurn annan en sjálfan sig – en svona „self-made“ menn eins og Berlusconi þykja dálítið flottar týpur á Ítalíu: Ítalir eru gjarnan ögn amerískir í sér og hafa ekkert á móti þeim sem ná langt, meðal ann- ars af því að þeir geta þá kannski náð einhverju sjálfir. „Hann er bara óbreyttur tíkarsonur eins og við hinir,“ sagði ítalskur leigubílsstjóri við mig í vor til að útskýra af hverju hann kysi Berlusconi. Berlusconi gerir út á glansgæja-ímynd bæði í útliti – litað hár, hárígræðsla, andlitslyfting og síbrúnka skilar sínu – og í líferni. Núna þegar hann hefur meiri tíma sækir hann gjarnan skemmtistaði og er ekkert að fela fyrir fjölmiðlum þegar hann gefur kornungum stelpum farsímanúmerið sitt. Hann er tvíkvæntur. Seinni kona hans, Veronica Lario, fyrrum leikkona, er tuttugu árum yngri en hann, þau hafa verið saman í yfir 25 ár en sjást sjaldan saman núorðið. Lario býr með þremur börnum þeirra í glæsihýsi á Norður-Ítalíu meðan börn hans tvö af fyrra hjónabandi ólust upp í og hafa haft bækistöð í Arcore, frægri villu á Sardiníu. Í sumar var sagt að rússneski auðkýfingurinn og Chelsea-eigandinn Roman Abramovitsj hefði falast eftir villunni til kaups en verið sagt að hún væri ekki til sölu. Orðháksháttur Berlusconis er frægur Berlusconi hefur óhikað fullyrt að hann væri „bestur í heimi“, sumsé ekki þjakaður af lítillæti. „Enginn getur borið sig saman við mig,“ varð honum eitt sinn á orði. Í fyrravor var sagt að hann hefði sleppt sér á fundi með leiðtogum hægri vængsins og hreytt út úr sér: „Hugsa sér; að maður eins og ég sem á 20 þúsund milljarða (í gömlum lírum talið), skuli þurfa að eyða tímanum í ykkur!“ Endalokin? Nýlega sagði vonglaður samflokksmaður Berlusconis að Berlusconi ætti eftir að leiða flokkinn næstu 10-20 árin. Ýmsir brostu út í annað – hann yrði þá kannski leiðtogi til níræðs. Berlusconi er áber- andi argur að vera ekki lengur forsæt- isráðherra, gremst að tala ekki lengur við Bandaríkjaforseta, fá ekki Blair-hjónin í heimsókn og taka ekki þátt í leiðtogafundum þar sem ráðum heimsins er ráðið. Berlusconi mistókst að halda Prodi frá forsætisráð- herraembættinu og öll viðleitni í þá átt verður æ mis- heppnaðri. Ýmsir framámenn hægri vængsins leyna því ekki að þeir líta ekki lengur á hann sem leiðtoga. Í dag- blaðinu Corriere della sera var nýlega leitt líkum að því að Berlusconi hyrfi ekki strax úr stjórnmálum, en myndi einungis nýta sér vettvanginn til að láta bera á sér, ekki til að beita sér í neinni alvöru. Fyrirbærið Berlusconi er birtingarmynd ítalska kunningjaþjóðfélagsins. Líkt og á Íslandi skiptir máli að þekkja mann og annan. En samböndin og pening- arnir sem þeim geta fylgt á Ítalíu eru bara á miklu stjarnfræðilegra stigi en á Íslandi. Eftir að gamla ítalska flokkakerfið hrundi sagði diplómatinn og álitsgjafinn Sergio Romano, höfundur margra bóka um ítalska sögu og samtíð, við mig að það myndi ekkert breytast á Ítalíu fyrr en nógu margir Ítalir hefðu reynslu af því að búa erlendis og sæju að ítalska kunningjasamfélagið væri ekkert náttúrulögmál. Ég þekki marga Ítali sem búa erlendis af því þeir kæra sig ekki um að búa í þjóðfélagi sem á sér svo margar skuggahliðar. Eftir að menn eins og Previti hafa verið látnir lausir efast margir um vilja og getu Prodis til breyt- inga. Það eru ekki til þau skuggasamtök á Ítalíu sem Berlusconi hefur ekki verið bendlaður við. Mafíutengslin hafa iðulega orðið umfjöllunarefni fjölmiðla – en aldrei neitt sannast þó að nóg sé af skrýtnum vísbendingum. FV.07.06.indd 97 7.9.2006 13:00:47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.