Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 103

Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 103
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 103 Svo mörg voru þau orð: „Það er leitun að fyrirtækjum með jafn ólíka fyrirtækjamenningu og Kaupþing og Singer. Lykilatriðið var að setja inn stjórnendur frá Kaupþingi. Öðruvísi breytir maður ekki menningunni.“ Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London. Markaðurinn, 2. ágúst. „Í Tókýó er mikilvægt að vera alltaf með nafnspjöld á sér. Endurgjaldi maður ekki spjald með spjaldi er slíkt athæfi álitið bera vott um dónaskap og áhugaleysi. Í Japan er jafnframt mikilvægt að nafnspjöld séu ávallt geymd í jakkavasa, alls ekki í buxnavasa!“ Sif Sigmarsdóttir. Viðskiptablað Morgunblaðsins, 27. júlí. Þegar Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs Íslands, er spurður hverjir séu fegurstu staðirnir á Íslandi að hans mati nefnir hann útsýnið sem blasir við ofan af Vatnsskarði þar sem sést út á Drangey og Málmey. „Ekkert tekur þessu fram“. Hann nefnir annan stað - í sumar fór hann í Múlasveit í Barðastrandarsýslu og þar er útsýni út á Breiðafjarðareyjar og Snæfellsjökull sést í suðvestri. Það þykir honum líka einstaklega fallegt. Aðspurður hvað fallegir staðir þurfa að hafa nefnir Jón bláa og græna litinn; himinn, vatn og gróður. „Það þarf að vera iðandi græn slikja yfir landinu og það þarf líka að vera víðsýni.“ Jón á tjaldvagn og fer með hann á „leynistaðina“ sína á hverju sumri. „Þessir staðir eru utan alfaraleiðar, þar er útsýni, fátt eða ekkert annað fólk og ró og næði. Þar get ég kúplað mig frá umhverfinu. Ég er duglegur að ferðast innanlands og finn ekki þörf fyrir að fara til útlanda á sumrin.“ Þess má geta að vinnu sinnar vegna fer Jón um átta til tíu sinnum til útlanda á hverju ári. „Ég þoli illa hita og hef ekki gaman af sól.“ Halldór Harðarson, forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair, er sælkeri mánaðarins. Sælkeri mánaðarins: AÐ ÍTÖLSKUM HÆTTI Halldór Harðarson, for- stöðumaður markaðsdeildar Icelandair, hefur gaman af að elda og prófa eitthvað nýtt. Hann og eiginkonan bjóða gestum í mat nærri því í hverri viku. „Þeir þurfa oft að þola hinar og þessar tilraunir í mat- argerðinni. Uppskriftin hér að neðan er hins vegar frekar einföld uppskrift að ítölskum kjúklingarétti sem við hjónin eldum stundum við fínar und- irtektir og því lítill „séns“ tekinn með hann. Hún á upp- runa á ítölskum veitingastað á Charlotte Street í London sem heitir Passione og er í miklu uppáhaldi. Rétturinn er „kjúklingur fylltur með ferskum kryddjurtum með balsamico sósu“.“ Byrjað er á að taka um 100 g af mjúku smjöri (miðað við 4 kjúklingabringur) og blandað við það 4-5 mörðum hvítlauksrifum, einum rauðum chilli (fínt hökkuðum), lúku af myntu og lúku af steinselju (eða aðrar kryddjurtir sem manni finnst góðar); allt fínhakkað. Þessu kryddsmjöri er svo rúllað upp og það geymt í kæli. Þá eru teknar úrbein- aðar kjúklingabringur (ein á mann), skinninu flett af og skornir „vasar“ í kjötið sem kryddsmjörið er sett í. Skinnið er því næst vafið utan um aftur og fest tryggilega með tannstönglum eða matarþráð til að smjörið leki ekki úr. Kjúklingabringurnar eru svo steiktar í mjög heitri ólífuolíu þar til þær eru brúnaðar og þá er skellt um 150 ml af rauðvínsediki, 150 ml af bal- samico ediki og um 250-300 ml af rauðvíni út í og kjúkling- urinn látinn sjóða í um 20 mínútur í þessum legi áður en hann er tekinn upp úr. Þá er lögurinn látinn sjóða áfram og hrært í honum með písk þar til hann þykknar og svo saltaður og pipraður. Kjúklingurinn er því næst skorinn í sneiðar og sósunni hellt yfir. Þeim hjónum finnst gott að bera fram með þessu ofnbakað grænmeti (kartöflur, gulrætur og aspas). Jón Ásbergsson í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Fegurstu staðirnir: HIMINN, VATN OG GRÓÐUR FV.07.06.indd 103 7.9.2006 13:01:24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.