Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 14

Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 14
FRÉTTIR 14 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Frá vinstri talið: Ingunn Magnúsdóttir, Erla Vilhjálmsdóttir, Anna Día Erlingsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir sendi- herrafrú, Edda Hrönn Steingrímsdóttir og Svandís Halldórsdóttir. Félag kvenna í atvinnurekstri stóð á dögunum fyrir fjögurra daga ferð til Kaupmannahafnar, þar sem meðal annars voru heimsótt nokkur þeirra íslensku út rásar- fyrirtækja sem starfsemi hafa í borginni ljúfu við Eyrarsund. Þar má meðal annars nefna Magasin du Nord og Nydedsavisen, en íslensku athafnakonurnar komu þangað daginn sem fyrsta tölu- blaðið kom út. Þá var heimsótt líkamsræktar- stöðin Equinox sem þau Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson í World Class, markaðsfólk ársins, hafa nýlega keypt, og einnig litið við í JKE Design í Kaupmannahöfn sem Svandís Halldórsdóttir í JKE hér heima hefur nýlega keypt. „Þetta var afar vel heppnuð ferð, skemmtileg og að sama skapi fróðleg,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður FKA. FKA í utanlandsferð: Konur í Köben Birna Einarsdóttir, hönnuður hjá Birnu, Concept Store, í miðið ásamt systur sinni, Þórey Evu Einarsdóttur, og Hildi Petersen. Sofía Johnson, framkvæmdastjóri FKA, Anna Sigríður Garðarsdóttir og lengst til hægri er Guðrún Kristmundsdóttir, kennd við Bæjarins bestu. Ánægðar í utanferð! Margrét Kristmannsdóttir, formaður FKA, Katrín Pétursdóttir og Svava Johansen.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.