Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 34

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N 26. október Bjarni ráðinn forstjóri Kögunar Bjarni Birgisson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Kögunar hf., dótturfyrirtækis Dagsbrúnar hf., í stað Gunnlaugs M. Sigmundssonar sem hefur látið af störfum sem forstjóri fyrir- tækisins. Bjarni er með M.Sc.-gráðu í tölvunarfræði og hefur starfað hjá Kögun frá árinu 1991. Bjarni gegndi stöðu tæknistjóra og yfirmanns hugbúnaðar- deildar íslenska loftvarnakerf- isins til 1998 en hefur síðan byggt upp starfsemi Kögunar á sviði upplýsingatækni á inn- lendum og erlendum mörkuðum sem framkvæmdastjóri þróun- ardeildar. 27. október 67,2 milljarða hagnaður KB Hagnaður Kaupþings banka hefur aldrei verið meiri en á þriðja ársfjórðungi og fyrir vikið er hagnaður bankans fyrstu níu mánuðina orðinn meiri en allt árið í fyrra, eða 67,2 milljarðar króna eftir skatta. Hagnaðurinn var á sama tíma í fyrra um 34,5 milljarðar króna. Bankinn seldi á ársfjórð- ungnum 10,1% heildarhlutafjár Exista í tengslum við skrán- ingu þess í Kauphöll Íslands og bókfærði bankinn 26 milljarða kr. gengishagnað á þriðja árs- fjórðungi vegna Exista. „Þriðji ársfjórðungur er besti fjórðungur Kaupþings banka frá upphafi,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, í fréttatilkynningu. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group. 28. október „Hvalveiðarnar mikil mistök“ Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, sagði á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda að hvalveiðar í atvinnuskyni væru mikil mistök. Ágúst sagðist eiga mjög erf- itt með að skilja þá ákvörðun að leyfa hvalveiðar og hann væri ósáttur við þá málsmeð- ferð að Hvalur hf. hefði fengið góðan tíma til undirbúnings, en stór íslensk útrásarfyrirtæki hefðu fyrst fengið fréttirnar í erlendum fjölmiðlum. Þeim hefði ekki verið gert kleift að búa sig undir þau harkalegu viðbrögð sem hefðu orðið við veiðunum. Hann sagði ennfremur að Íslendingar gætu ekki litið á það sem sitt einkamál að veiða hvali. „Almenningur um allan heim elskar hvali og vill ekki láta veiða þá hvort sem reynt er að réttlæta veiðarnar á ein- hvern hátt eða ekki,“ sagði Ágúst. 31. október Jón Þórisson tekur við af Jafet Jón Þórisson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri VBS fjárfest- ingabanka í stað Jafets S. Ólafssonar sem selt hefur nánast allan sinn hlut í bankanum. Jafet hefur þegar tekið sæti í nýrri stjórn bank- ans en hún stóð að ráðningu Jóns Þórissonar. Jón Þórisson var um árabil hjá Íslandsbanka, síðast sem aðstoðarforstjóri, en eftir að hann hvarf þar af vettvangi starfaði hann að ýmsum verk- efnum fyrir eignarhaldsfélagið Samson. Fyrr á þessu ári hóf hann síðan störf hjá VBS fjár- festingabanka. 1. nóvember Björgólfsfeðgar styrkja sig í Avion Group Fjárfestingafélagið Grettir er orðið annar stærsti hluthafinn í Avion Group á eftir Frontline Holding S.A., samkvæmt nýjum hluthafalista frá Avion Group, sem birtur var þennan dag, og nemur hlutur Grettis um 33,25% Félög í eigu þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar eiga 49,11% í Gretti, Sund á 49,05% og aðrir hluthafar 1,84%. Stærsti hluthafinn í Avion Group er Frontline Holding, sem skráð er í Lúxemborg, og nemur hlutur félagsins 36,42%. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, á rúmlega 90% hlut í Frontline en auk þess eiga hluti þeir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, og Steingrímur Pétursson, fjármálastjóri Avion Group. Fimm stærstu hluthafar í Avion Group: 1. Frontline Holding 36,42% 2. Fjárf. Grettir hf. 33,25% 3. Landsbanki Lux. 4,69% 4. GLB Hedge 2,93% 5. Avion Group hf. 2,20% 3. nóvember Finnur Ingólfsson stjórnarformaður Icelandair Finnur Ingólfsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Icelandair. En stjórn félags- ins skipa eftirfarandi: Finnur Ingólfsson, formaður, Ómar Benediksson, varaformaður, Einar Sveinsson, Hermann Guðmundsson, Helgi S. Guðmundsson, Jóhann Magnússon og Martha Eiríksdóttir. Jón Þórisson. Björgólfur Thor Björgólfsson.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.