Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Krafa um góðar áætlanir Í bók þinni fjallar þú mikið um áætlanagerð í rekstri. Eru íslenskir stjórnendur nógu meðvitaðir um mikilvægi góðra áætlana í rekstri sínum? „Hvað áætlanagerð viðvíkur er óhætt að segja að viðhorfin hafi gjörbreyst á und- anförnum árum. Með einkavæðingu ríkis- bankanna var farið að gera allt aðrar kröfur til fyrirtækjanna en áður hafði tíðkast. Góðar og markvissar áætlanir eru í dag forsenda þess að fyrirtækin fái fyrirgreiðslu. Viðskiptalífið er klárlega mun agaðra nú en fyrir tíu til fimmtán árum,“ segir Páll Kr. Pálsson. Hann hyggst gera áætlanavinnu betri skil í næstu bók sinni í þessum dúr, sem væntanlega kemur út næsta sumar. Eins og fyrr segir eru báðar bækurnar gefnar út í samstarfi við SPRON sem leggur sérstaka áherslu á þjón- ustu við lítil og meðalstór fyrirtæki. Fyrir stjórnendur slíkra fyrirtækja hefur, að mati Páls, vantað handhæg uppflettirit um ráð í rekstri og því má segja að úr brýnni þörf sé bætt með Handbók athafnamannsins. BROT ÚR BÓKINNI: Annað orð yfir heiðarleika „Siðferði í viðskiptum er í raun annað orð yfir heiðarleika. Spurningin snýst um það hvort menn hagnist meira á því að vera heiðarlegir og sýna siðvitund í viðskiptum en með því að horfa fram hjá þessum gildum. Getur gott siðferði jafnvel aukið arðsemi fyrirtækja þegar til lengri tíma er litið? Í dag virðast skammtímasjónarmið víða höfð að leiðarljósi í viðskiptum og rekstri fyrirtækja. Krafan um meiri arð á næsta misseri en á því síðasta ýtir undir að hugsa fyrst og fremst til skammtímaárangurs og að ná sem mestum hagnaði til skamms tíma litið. Margt virðist benda til þess að þetta viðhorf leiði til þess að menn teygi sig oft býsna langt og á tíðum út yfir það sem kalla mætti siðferðileg mörk og samfélags- lega ábyrgð.“ Vald yfir sjálfum sér „Eitt grundvallaratriði stjórnunar er að til að ná árangri með aðra verður maður að hafa vald yfir sjálfum sér. Flestir þeirra einstaklinga, sem mannkynssagan telur hafa náð mestum árangri hver á sínu sviði, bjuggu yfir miklum aga og sjálfstjórn sem gerði þeim kleift að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta. Margir þessara einstaklinga höfðu fyrst og fremst aga til að nýta sér- staka hæfileika sína, sem oft gátu verið á afar þröngu sviði þar sem þeim tókst að rækta styrkleika sína. Í stjórnunarfræðum heitir þetta að skynsamlegast sé að leggja megináherslu á að bæta sig á þeim sviðum þar sem maður býr yfir styrkleikum fremur en að breyta veikleikum sínum. Staðreynd málsins er nefnilega sú að afar erfitt er að yfirstíga mannlega veikleika og þeir sem eyða orkunni í það komast yfirleitt mun skemmra en hinir sem leggja sig fram við að þroska og þróa styrkleika sína og hæfi- leika.“ Hæfni til að gagnrýna „Góður leiðtogi og góður stjórnandi hafa þann einstaka hæfileika að geta gagnrýnt með jákvæðum hætti þannig að sá sem fyrir gagnrýninni verður skynjar það ekki sem neikvætt viðhorf heldur sem jákvætt og þroskandi sjónarmið.“ Að taka á móti gagnrýni „Með sama hætti og góðir stjórnendur og leiðtogar þurfa að geta gagnrýnt með uppbyggilegum hætti verða þeir að hafa hæfileika til að hlusta á gagnrýni ann- arra og skilja á milli neikvæðrar gagnrýni og þeirrar sem skiptir máli og vert er að vinna úr og fylgja því eftir með sífelldu endurmati á sjálfum sér og vinnubrögðum sínum.“ „Menn mega ekki lifa í slíkum blekkingaheimi að kenna til dæmis ríkisstjórninni um ófarir sínar. Rekstur er oft virkilega töff.“ B Ó K U M S T J Ó R N U N ��������������������������������������������� ��������������������������������� ��������������������������������� ���������������������������������������������������� ���������� ���������������������� ������������������������������������ ����������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.