Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 45 náminu og útskrifaðist sem verkfræðingur frá Háskóla Íslands 1995. Í Þýskalandi við nám og störf Á seinni hluta verkfræðinámsins hófu Þórður og kona hans, Tinna Björk Baldvinsdóttir sálfræðingur, sambúð, en þau höfðu þá þekkst í nokkur ár. Í dag eiga þau þrjú börn sem heita Aron Baldvin 11 ára, Darra Sóllilja 3 ára og Stígur sem er 10 mánaða gamall. Að loknu námi í verkfræði fór Þórður að vinna sem tæknimaður í vélsmiðju og starfaði við það á meðan hann ákvað hvers konar framhaldsnám hann veldi sér. Ári eftir útskrift úr Háskóla Íslands hélt Þórður til Karlsruhe í Þýskalandi til framhaldsnáms í iðnaðarverk- fræði. Með honum í för var Tinna Björk, en þau giftu sig skömmu áður en þau héldu utan, og Aron Baldvin sem var á fyrsta ári. Hjónin bjuggu í Karlsruhe og Tinna sótti nám við háskólann í Heidelberg. Þau leigðu kjall- araíbúð með afnot af garði hjá afskaplega skemmtilegri konu sem margt var til lista lagt og þau nutu lífsins, að sögn Þórðar. ,,Námið tók tvö ár og um það leyti sem ég var að klára var hringt til mín og mér boðið starf hjá Samskipum í Bremen sem ég þáði. Í fyrstu var ég settur yfir deild sem sá um gámastýringu en þegar ég hætti var ég orðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs erlendrar starfsemi. Eftir fjögur ár í Bremen var stór hluti starfseminnar fluttur til Rotterdam og við fórum með og bjuggum þar í þrjú ár áður en við fluttum heim. Okkur leið mjög vel í Þýskalandi, við bjuggum þar samtals í sex ár. Ég kann afskaplega vel við Þjóðverja. Þeir vilja hafa hlutina í föstum skorðum og mér þykir þeir leggja minna upp úr veraldlegum hlutum en Íslendingar.“ Þórður segir ástæðu þess að þau fluttu heim vorið 2005 vera að Tinna Björk átti hægara með að nýta sér hér á landi þá menntun sem hún hafði aflað sér. ,,Okkur fannst líka kominn tími til að Aron Baldvin kynntist því hvernig er að búa á Íslandi. Við fundum Þ Ó R Ð U R B I R G I R B O G A S O N Í N Æ R M Y N D Ágúst Hilmisson, sjúkraþjálfari og einn eigenda Gáska, hefur þekkt Þórð frá tíu ára aldri. Þeir voru saman í bekk í Seljaskóla og sátu oft hlið við hlið. ,,Þórður var með eindæmum frakkur og mikill grallari. Við vorum mikið saman í fótbolta og þess á milli reyndum við að finna upp á nýjum prakk- arastrikum. Þórður var líka vinur vina sinna og er það enn. Einu sinni kom fyrir að ég lenti í alvar- legum vandræðum í skólanum og það ætluðu tveir strákar að ganga í skrokk á mér. Þórður hik- aði ekki við að rjúka á milli okkar og æða í strákana til að bjarga mér. Slagsmálin kostuðu hann þriggja daga fjarveru úr skóla vegna meiðsla og í hamagang- inum nefbraut hann annan strák- inn. Þórður hefur aldrei miklað hlutina fyrir sér, hann er með stáltaugar og veður í hlutina af krafti. Ég held mér sé óhætt að segja að Tinna konan hans hafi átt frumkvæðið að sambandinu og blikkað hann fyrst. Þegar hann svo loksins fattaði hvað var að gerast varð ekki aftur snúið og sambandið tekið föstum tökum. Þórður hefur aldrei verið mik- ill dellukarl, hann er alæta í eðli sínu og hefur mörg áhugamál, stundar líkamsrækt, hjólar og spilar fótbolta með félögunum. Í seinni tíð hefur svo trommað upp í honum ný hlið sem er áhugi á því að elda góðan mat. Eins og með allt annað miklar hann eldamennskuna ekki fyrir sér og hefur gaman af því að prófa sig áfram. Ef ég ætti að lýsa Þórði í stuttu máli mundi ég segja að hann væri maður sem veður í hlutina laus við allt stress. Hann er mikill húmoristi, stríðinn og meinhæðinn.“ Tinna Björk átti hægara með að nýta sér hér á landi þá menntun sem hún hafði aflað sér. Okkur fannst líka kominn tími til að Aron Baldvin kynntist því hvernig væri að búa á Íslandi. Ágúst Hilmisson. Hann slasaðist við að bjarga mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.