Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 26
KYNNING26 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 RTS verkfræðistofa fæst við ráðgjöf og hönnun á almennum raflögnum í hús, stýrikerfum fyrir iðnaðinn og lýsingar- hönnun. Eftirlit með framkvæmdum hefur farið vaxandi og hefur RTS tekið að sér eftirlit með byggingu margra stærri mannvirkja á Íslandi. Í fyrstu einskorðaðist starfsemin við Ísland en erlend verkefni hófust mjög snemma og RTS hefur verið með verkefni í flestum heimsálfum. Á undanförnum árum hefur RTS sérhæft sig í áliðnaði, þá sérstaklega við hönnun og smíði stjórnbúnaðar fyrir hreinsivirki í kerskálum álvera. Stofan er leiðandi á sínu sviði og hefur faggilda gæðavottun samkvæmt ISO 9001:2000 staðlinum og var fyrsta íslenska verk- fræðistofan á rafmagnssviði til að fá slíka vottun. Úttektaraðili var BSI Management Systems og gæðakerfi RTS tekur til allra þátta í starfsemi verkfræðistofunnar. Sérhæfing Starfsemi RTS verkfræðistofu skiptist í þrjú svið, Byggingasvið, Framkvæmdasvið og Iðnaðarsvið. Framkvæmdastjóri RTS, Brynjar Bragason, segir Iðnaðarsvið vera það stærsta á landinu á rafmagnssviði: „Við urðum strax mjög öflugir á þessu sviði og höfum verið að þjóna m.a. fiskiðnaðinum, mjólkurbúum, vatnsveitum, hitaveitum og skolpveitum. Síðustu tíu árin höfum við í auknum mæli verið að þjóna áliðnaðinum. Við byrjuðum á sínum tíma með verkefni í álverinu í Straumsvík og höfum verið með verkefni fyrir Norðurál frá upphafi. Þessi verkefni hafa nýst okkur sem grunnur til að mynda sambönd við erlend fyrirtæki sem við erum að vinna með vítt og breitt um allan heim. Erlendu verkefnin spanna síðastliðin fimm ár í Kína, Bahrain, Egyptalandi, Ástralíu og núna erum við með stór verkefni í Argen- tínu og Dubai.“ Hönnunarteymi RTS sem hefur mikla reynslu í hönnun tekst á við hin fjölbreyttustu verkefni: „Við erum með stór og smá verk- efni í gangi í hönnun og get ég nefnt Háskólatorgið sem dæmi um eitt af mörgum verkefnum sem eru í vinnslu. Nýlokið er hönnun á Smáraturninum í Kópavogi, 20 hæða skrifstofuhúsi sem unnið var með Arkís, Heilsumiðstöð fyrir World Class á Seltjarnarnesi, fjöl- býlishús við Mánatún og í Skuggahverfi og skrifstofur Og Vodafone að Skútuvogi 2. Einnig er nýlokið við byggingar að Hlíðarsmára 1-3 fyrir Avion Group og Atorku svo að eitthvað sé nefnt.“ Verkeftirlit og verkefnastjórnun RTS tekur til verkefna af öllum stærðum og gerðum á rafmagnssviði. Brynjar segir að þar geti verið um að ræða stýringu verkefna frá hugmynd til loka framkvæmda þar sem haldið er utan um hönnun, útboð og kostnaðarmál. Dæmi um eftirlitsverkefni eru: Íslensk erfðagreining, Orkuveituhúsið, Kenn- LEIÐANDI VERKFRÆÐISTOFA Á RAFMAGNSSVIÐI RTS VERKFRÆÐISTOFA Frá verkfundi; Sigurjón, Jarþrúður, Brynjólfur og Kjartan. Frá hönnunarfundi; Gunnar, Svanbjörn, Bjarki, Brynjar og Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.