Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 95
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 95 „Young Frankenstein“ er uppáhaldskvikmynd Kára Arngrímssonar, forstjóra Atafls. Mel Brooks er leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin er um 20 ára gömul og hefur Kári séð hana þrisvar sinnum. ,,Flestir þekkja sög- una um Frankenstein sem hefur verið á neikvæðu nótunum. Það er hins vegar meiriháttar gálgahúmor í myndinni en þetta er grínútgáfa af Frankenstein sem er létt og skemmtileg. Það eru til dæmis tvíræðir brand- arar í myndinni. Í mynd- inni er spenna, grín og gaman og það er besta samsetningin.“ Myndin er svarthvít og við gerð hennar var lögð áhersla á að hún væri í stíl þöglu kvikmyndanna – þó að ekki sé um þögla kvikmynd að ræða. ,,Leikararnir eru einstakir svipbrigðaleikarar og er svipur þeirra og hreyf- ingar ýktar.“ Kári segist hafa gaman af hryllings- myndum; hann tengir það við adrenalínfíkn og spennu sem hann sæk- ist í. Þegar hann er spurður hvað Frankenstein sé í huga hans segir hann: „Tilraun manna til að útbúa hinn fullkomna ein- stakling. Það mistekst hrapallega í myndinni. Manneskjan er alltaf að leita leiða til að betr- umbæta hlutina.“ Stundum er saga á bak við það þegar fólk finnur góðar upp- skriftir. Hér á eftir er saga Halldórs Jörgenssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi. „Ég var enn eina ferðina að hefja símafund. Sheida, samstarfskona mín, var þá spurð frá Hollandi hvort hún vissi hvar maður fengi góðar, þurrkaðar sítrónur að persneskum sið. Ekki að ég gæti svarað því fyrir hana en ég leitaði á Internetinu í hverslags uppskrift slíkar sítrónur væru notaðar. Ég fann fljótlega eina og var fljótur að spyrja hvort það ætti að elda „khoreshe ghormeh sabzi“. Það var raunin, en flestum þótti merkilegt að Íslendingur kynni eitthvað fyrir sér í persneskum réttum. Alla vega átti að ræða á næsta símafundi hvernig matseldin hefði gengið í Hollandi. Í millitíðinni leitaði ég logandi ljósi að þurrkuðu sítrón- unum og mehti (fenugreek) krydd- jurtinni, eldaði réttinn fyrir fjölskyld- una eitt kvöldið og var svo mættur á símafund með reynslu af persneskri matargerð sem kom að sjálfsögðu öllum á óvart enn eina ferðina.“ Khoreshe ghormeh sabzi – kryddjurta- og kjötkássa að persneskum hætti 750 g lamba- eða nautagúllas 1 stk. laukur, saxaður smátt 2 bollar steinselja, söxuð smátt 1 bolli hvítlauksgeirar (tareh); sax- aðir smátt ½ bolli fenugreek (mehti; shanbeli- leh); saxað smátt ¾ bolli rauðar nýrnabaunir 2 tsk. salt ½ tsk. svartur pipar ½ tsk. turmeric 3 þurrkaðar sítrónur eða ¼ bolli ferskur sítrónusafi matarolía eftir þörfum 1 bolli vatn 1. Steikið kryddjurtirnar (steinselju, hvítlauk og fenugreek) í um 2 msk. olíu við meðalháan hita í 10-15 mín- útur. Kryddjurtirnar ættu að taka litarbreytingum en ekki verða mjög dökkar. Leggið til hliðar. 2. Steikið lauk í 2 msk. olíu við meðalháan hita þar til hann er gullinn að lit. Bætið kjöti við, hækkið hitann og haldið steikingunni áfram þar til mestur vökvinn er farinn. 3. Þegar vökvinn er að mestu far- inn skal bæta við kryddi (salti, pipar og turmeric) og steikja í mínútu eða tvær. Bætið nú við steiktum kryddjurtum og nýrnabaunum. Hellið hálfum til einum bolla (magnið fer eftir atvikum) af vatni út í og láta suðuna koma upp. Vatnið nái rétt yfir en ætti að haldast þykkt. 4. Myljið þurrkaðar sítrónur í smátt eða í duft með kvörn og bætið í káss- una (eða einfaldlega sítrónusafa ef erfitt er að finna þurrkuðu sítrónurnar sem gefa besta bragðið). 5. Setjið lok yfir og látið malla í 1½ til 2 klst. við lágan hita eða með- alhita. Það má láta malla lengur eða þar til baunir og kjöt er orðið að smekk hvers og eins. Fjarlægið lokið ef vökvinn í kássunni er of þunnur og látið malla þannig. 6. Berið fram með heitum basmati hrísgrjónum. Halldór Jörgensson, framkvæmda- stjóri Microsoft á Íslandi, er sælkeri mánaðarins. Sælkeri mánaðarins: KHORESHE GHORMEH SABZI Uppáhaldskvikmyndin: DULÚÐ OG GRÍN Kári Arngrímsson. „Í myndinni er spenna, grín og gaman og það er besta samsetningin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.