Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 89
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 89 sóknastofnun, fyrir karfa á 1000 metra dýpi. Karfinn er mikilvæg auðlind og til mikils að vinna að fá um hann upplýsingar og nú hefur Hafrannsóknastofnunin merkt á þriðja þúsund fiska. Upplýs- ingarnar, sem tækin nema, berast svo til baka þegar merktur fiskur veiðist og hægt er að lesa af mælitækinu.“ Olíuiðnaður, ölgerð, niðursuðuverksmiður og kjarnorkuver Stjörnu-Oddi framleiðir einnig stærri mælitæki sem skilin eru eftir í ám og vötnum og úti í hafi, allt niður á 10.600 metra dýpi. „Það sem einkennir þessi mælitæki er að þau eru notuð í erfiðu umhverfi,“ segir Sigmar og bætir við að tækin fari víðar en í fiskana og í hafið. Bjór- framleiðandinn Budweiser notar mælitækin til eftirlits við bjórfram- leiðslu og niðursuðuverksmiðjur nota þau við framleiðslu á dósamat. Merkin eru þá sett í flöskur eða dósir í upphafi framleiðsluferlisins og tekin og lesið af þeim í lokin til þess að sjá hvort allt hafi verið með eðlilegum hætti. Mælitæki Stjörnu-Odda koma víðar við sögu. Þau eru send niður í kílómetradjúpar, eða jafnvel dýpri, borholur á Hellisheiðinni, til að meta aðstæður og nú vinna sér- fræðingar fyrirtækisins að þróun tækja sem fara munu meira inn á iðn- aðarsviðið þar sem þau munu geta nýst. „Heimurinn er okkar markaður,“ segir Sigmar, „og Ísland er lítill hluti af okkar heildarmarkaði. Við seljum tækin námufyrirtækjum, fyrirtækjum í olíuiðnaði og einnig í kjarnorkuver þar sem tækin eru notuð til eftirlits með kælivatni. Við- skiptavinir koma úr mörgum áttum og við vitum ekki einu sinni um þá alla. Aðalmarkaðssvæðin eru þó í Japan og Bandaríkjunum.“ Nýjar sölur koma að mestu af Netinu Sölu- og markaðsetningu Stjörnu-Odda er ekki sinnt af stórum hópi fólks af þeirri einföldu ástæðu að Netið er, og hefur verið, nýtt út í æsar við þessi verkefni allt frá því árið 1994. „Við höfum gríðarlega reynslu af því að nota Netið og vel yfir 90% af nýjum sölum verða til á Netinu. Við fáum jafnvel pantanir frá löndum sem við vissum varla að væru til. Það er kosturinn við Netið og það er vissulega að gera fyrir okkur fína hluti.“ Sigmar segir að 80% af virðisaukningu framleiðsluvara Stjörnu- Odda verði til á Íslandi. Því fylgja bæði kostir og gallar. „Þetta gerir okkur viðkvæm fyrir gengisbreytingum og hagsveiflum, en við reynum að stemma stigu við áhrifunum með því að gera betur, hag- ræða og með því að vera með gott starfsfólk en það er ekki alltaf hægt að skera niður. Við reynum að bæta okkur, vinna meira og stækka markaðinn. Hjá Stjörnu-Odda vinna 12 manns og yfirbyggingin er lítil. Sigmar, sem er rafeindaverkfræðingur frá Álaborgarháskóla, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Jóhanna kona hans fjármálastjóri. Hún grípur inn í störf bónda síns þegar hann þarf að hverfa frá og hefur einnig umsjón með einni framleiðslulínu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið þátt í uppboði á starfsfólki á þessum upp- sveiflutímum. Ef fólk hefur viljað fara þá höfum við auðvitað hvatt það til að vera áfram, enda vonum við að það séu ekki bara launin sem skipti máli. Reyndar held ég að þau skipti miklu meira máli nú en áður. Við reynum að finna fólk sem vill meira en launin, fólk sem hefur gaman af vinnunni.“ Öflugasta starfsemin á Íslandi Árið 2004 var velta Stjörnu-Odda 104 milljónir króna og um 90% teknanna komu erlendis frá en vörurnar eru seldar til 45 landa. Gengismálin gerðu mönnum erfitt fyrir á síðasta ári en Sigmar segir að fyrirtækið hafi verið að styrkja sig á markaðnum og sé nú komið með nokkuð stöðugt tekjuflæði. „Við höfum uppfyllt að einhverju leyti væntingar hluthafa og erum að skoða nánar framtíðarmöguleik- ana, m.a. hvort tækifæri sé til að stækka og þá hvernig en framtíðin muni skera úr um það.“ Aðspurður hvort fyrirtækið hugsi sér til hreyfings eins og ýmis hátæknifyrirtæki önnur segir hann að það eigi eftir að koma í ljós. „Stjörnu-Oddi er íslenskt fyrirtæki og ætlunin er að hafa sem öflugasta starfsemi í Íslandi en við útilokum ekki að eiga eftir að gera eitthvað í útlöndum líka.“ Stjörnu-Oddi hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs í mars sl. Einnig hlaut fyrirtækið verðlaun á Sjávarútvegssýningunni sem haldin var hér á síðasta ári. Vinnan í Stjörnu-Odda er fíngerð og smágerð. H Á T Æ K N I B Ú N A Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.