Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Fransk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað 29. ágúst 1990 í tengslum við opinbera heimsókn Frakklandsforseta, Francois Mitterand. Meðlimir eða fyrirtæki eru 85. Tvær stjórnir koma að ráðinu; önnur er á Íslandi en hin í Frakklandi. Markmið ráðsins er að stuðla að auknum tengslum á milli Íslands og Frakklands sem geta treyst og eflt viðskipti á milli þjóðanna. Virkir félagar geta orðið einstaklingar og lögaðilar, fyrirtæki á vegum einkaaðila eða opinberra aðila, félög, hvers kyns aðilar í viðskiptum, lánastofnarnir og opinberar stofnanir. „Tilgangurinn er að opna dyr á milli mismunandi viðskiptahópa í leit að tækifæri í löndunum og vera þeim innan handar í að finna þá aðila sem henta þeirra viðskiptum,“ segir Gunnlaugur Páll Pálsson sem situr í ráðinu. ,,Ráðið kemur einnig að hinum ýmsu verkefnum bæði sem ráðgjafi en einnig sem skipuleggjandi svo sem hvað varðaði „franska daga“ í Kringlunni og einnig var staðið að slíku í samvinnu við kaupmenn miðbæjarins í vor.“ Helstu samstarfsaðilar ráðsins eru sendiráð landanna tveggja og ýmis hagsmunasamtök eins og Alliance Francaise og Viðskiptaráð Íslands og Frakklands. „Þar fyrir utan eru mörg fyrirtæki sem eiga hagsmuna að gæta í löndunum eins og Icelandair, bankarnir og út- og innflutningsfyrirtæki.“ Upplifun og að njóta Gunnlaugur Páll, sem vinnur hjá Vínkaupum ehf., tók sæti í Fransk- íslenska viðskiptaráðinu árið 2003 á vegum Austurbakka. „Meg- inmarkmið setu minnar í ráðinu er að efla þekkingu landsmanna á frönskum víntegundum og koma þeim skilaboðum áleiðis að þau séu ekki endilega dýrust, sem var reyndin hér áður fyrr. Í dag eru margar franskar víntegundir á boðstólum sem eru á fyllilega samkeppnishæfu verði miðað við svokölluð ,,nýja heims vín“ eða vín sem er framleitt utan Evrópu. Mitt markmið er að kenna Íslendingum suður-evr- ópska siði, þar með talda franska, við neyslu á léttu víni. Vínmenning okkar er skammt á veg komin og við erum því miður enn þá svolítið þvinguð af íhaldssemi og ótta gagnvart víndrykkju og þá sérstaklega í miðri viku. Vínneysla okkar einkennist enn þá af svokölluðum ,,helgaralkóhólisma“ þar sem fólk drekkur stíft um helgar. Sá gamli hugsunarháttur ætti að hverfa með öllu að menn þurfi að finna á sér ef þeir á annað borð fá sér í glas. Neysla léttvíns snýst um allt annað en það – hún snýst um upplifun og að njóta og þá sérstaklega með mat. Við viljum miklu frekar sjá jafnari neyslu yfir vikuna en þessa óhóflegu neyslu um helgar.“ Innflutningur á frönsku víni er mikill og Gunnlaugur Páll nefnir líka franska matvöru. Þá nefnir hann bíla, föt og snyrtivörur. ,,Færri vita um franskar flugvélar en ráðið kom einmitt að því að kynna franskar flugvélar fyrir forsvarsmönnum landhelgisgæslunnar.“ Menntun „Fransk-íslenska viðskiptaráðið hefur unnið að því að koma á tengslum á milli Hótel- og matvælaskólans í Reykjavík og samsvar- andi skóla í París með það fyrir augum að setja af stað eins konar skiptinemaprógramm. Ráðið vinnur því mjög náið með franska sendiráðinu því þar er einmitt hægt að leita ráðgjafar og leiðbeininga varðandi nám í Frakklandi. Það sem færri vita er að ráðið er þjónustu- stofnun sem hægt er að leita til og fá ráðleggingar og leiðbeiningar um hvert eða til hvaða fyrirtækis á að leita sé maður að huga að út- eða innflutning. Ráðið er nánast að öllu leyti rekið af félagsgjöldum og hefur því takmarkað svigrúm.“ Gunnlaugur Páll Pálsson. „Það sem færri vita er að ráðið er þjónustustofnun sem hægt er að leita til og fá ráðleggingar og leið- beiningar um hvert eða til hvaða fyrirtækis á að leita sé maður að huga að út- eða innflutningi.“ FRANSK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Frönsk vín, matvara, bílar, föt og snyrtivörur „Neysla léttvíns snýst um upplifun og að njóta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.