Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 87

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 87
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 87 Gæði og góð gisting Island-Reisen skipuleggur næstum einvörð- ungu einstaklingsferðir þar sem mikið er lagt upp úr gæðum og góðri gistingu. Ríta segir að Ísland sé orðið svo dýrt að bakpokafólk hafi ekki lengur ráð á að fara þangað heldur einungis fólk sem eigi nóga peninga. „Það spyr enginn lengur um svefnpokapláss eða ódýrar ferðir. Það fer minnkandi að fólk bóki herbergi án baðs og það vill bara góðan bíl og eftirspurn eftir jeppum hefur því auk- ist mikið. Ég vil að fólk njóti ferðarinnar til Íslands og vil tryggja að það fái aðeins það besta. Þess vegna fer ég heim á hverju ári og kynni mér alla gististaðina sem ég býð upp á, umhverfi þeirra og aðbúnað gestanna.“ Ferðamannatíminn hefur lengst á und- anförnum árum og nær nú frá maí og út september. Ríta segist senda marga ferða- menn til Íslands í september og jafnvel október og bætir við að hér heima séu menn að gera mikil mistök með því að hækka verðið og láta „high season“ verð gilda allan þennan tíma. Annars staðar sé það aðeins yfir hásumarið. „Ferðamannatíminn hefur lengst og við hefðum ekki getað lengt hann nema vegna þess að gisting var ódýrari í maí og september. Það er algjör della að hækka verðið á þessum tíma auk þess sem þjón- ustan minnkar í september. Söfnum og veit- ingastöðum er oft lokað um mánaðamótin ágúst-september.“ Alltaf stór hópur sem hefur mikil fjárráð Mikið hefur verið rætt um slæmt efnahags- ástand í Þýskalandi og atvinnuleysi. Í Berlín búa um 3,5 milljónir manna og af þeim eru 18% atvinnulausir. Ríta segir Þjóðverja kvarta mikið en það sé þó að breytast og stemmningin í þjóðfélaginu sé aftur að verða góð. „Það er þó alltaf til fólk sem hefur ráð á að ferðast og stór hópur fólks þénar hér mikla peninga. Samt verð ég að vara fólk við að gæðin í ferðaþjónustunni á Íslandi eru ekki þau sömu og í Evrópu. Við erum að selja ferðir og þjónustu á Íslandi á sama verði og á lúxushótelum í Taílandi og Indónesíu. Matur er líka ofboðslega dýr en gæðin á Íslandi eru víðast hvar mikil. Mér finnst líka mikilvægt að ferðamennirnir fái að smakka íslenskan mat, kannski ekki endilega svið og hvalkjöt, heldur venjulegan góðan íslenskan mat. Margir vildu gjarnan fá að smakka kjöt- og fiskibollur, hangikjöt og grænar baunir, og svo venjulegan fisk. Lax er eldisfiskur hér og orðinn ein aðalfisktegundin, en ýsa eða þorskur sjást ekki hér í búðum. Fólk verður jafnvel fyrir vonbrigðum með að þurfa að borða sama mat og þeir borða heima hjá sér. Annars eru flestir ánægðir með Íslandsferð- irnar þegar upp er staðið þótt fólk hringi kannski til mín þegar það kemur til baka og segi að þetta hafi verið dýrasta ferð sem það hafi farið, en allt hafi verið hreint og fínt og viðmótið einstakt.“ Ríta á skrifstofunni í Berlín. Í samræmi við fengshui er hún með blóm og vatn bak við sig. Það vantar ekki vatnið í Goðafoss. FYRST KOMU 15 FERÐAMENN Á síðustu árum hafa hátt í 40 þúsund Þjóðverjar komið til landsins á ári og þýskir ferðamenn eru í þriðja sæti, næstir á eftir Bandaríkjamönnum og Bretum. Ríta Duppler er ein þeirra sem beinir þýsku ferðamönnunum hingað. Hún rekur ferðaskrifstofuna Island- Reisen í Berlín og hóf að kynna Ísland fyrir Þjóðverjum fyrir 16 árum. Fyrsta árið komu 15 ferðamenn hingað á hennar vegum og lengi framan af tvö- faldaðist tala ferðamannanna milli ára. Ríta býður eingöngu upp á einstaklings- ferðir til Íslands og enn fjölgar þeim sem koma á vegum Island-Reisen. TEXTI OG MYND: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.