Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 25 FORSÍÐUGREIN heilsufélagið og síðan Bláa Lónið. Ég stofnaði reyndar líka félag sem var með heilbrigðisráðgjöf í fyrirtækjum. Ég rak það fyrirtæki ásamt kollega mínum og vini, Kjartani Magnússyni lækni, en við seldum það á síðasta ári. Ég hafði reyndar ekki verið virkur þar lengi. Einnig stofnaði ég ásamt öðrum líkamsræktarstöðina Mátt á sínum tíma sem síðar varð að Hreyfingu og það fyrirtæki er ekki langt frá mér núna. Ég hef því komið víða við þar sem heilbrigði hefur komið við sögu. Þetta hefur verið mín leið og ég er ákaflega ánægður með hvernig til hefur tekist. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað í dag. Það var vissulega gefandi að starfa sem læknir en það er bara allt annað verkefni og maður gerir ekkert annað á meðan. Ég hef heldur ekki útilokað að ég ætti eftir að snúa mér að lækn- ingastörfum einhvern tíma aftur og þá með samfélagshugsun að leiðarljósi, maður veit aldrei.“ En hefur forstjórinn einhvern tíma til að hreyfa sig sjálfur? „Ég mætti nú sennilega gera meira af því. Ég og konan mín, Björg Jónsdóttir, stundum golfið nokkuð grimmt og síðan tek ég skorpu í Hreyfingu annað slagið. Ég hleyp stundum og við hjónin göngum um hálendið á sumrin. Þá má ekki gleyma því að ég sparka í gamla félaga mína úr fótboltanum einu sinni í viku yfir vetrartímann. Við hjónin eigum þrjú börn, Jón Gunnar, viðskiptafræðing hjá markaðs- viðskiptum KB banka, Sigrúnu sem varð stúdent frá MR s.l. vor og Pétur sem er yngstur og klárar Verzló næsta vor, þannig að heimilis- lífið er að breytast.“ Það er ljóst að Grímur Sæmundsen er önnum kafinn maður. Uppbygging Bláa Lónsins hf. og útrás vörumerkisins Blue Lagoon Iceland á hug hans allan. Hann hefur unnið mikið þrekvirki og frumkvöðlastarf og er óhræddur við að hrinda verkefnum í fram- kvæmd. Það eru áhugaverðir tímar framundan hjá fyrirtækinu og verður spennandi að fylgjast með þróun fyrirtækisins og þá sér- staklega alþjóðlegri markaðs setningu þess. Hæfir stjórnendur „Mitt helsta hlutverk er að stýra vexti fyrirtækisins. Ég þarf að gæta þess að vöxturinn verði ekki of hraður og íþyngjandi og í því samhengi er lykilatriði að ráða hæfa stjórnendur með sér. Mín hægri hönd er Anna G. Sverrisdóttir. Hún er framkvæmdastjóri og sér um allan daglegan rekstur en í staðinn get ég einbeitt mér meira að stefnumótandi verk- efnum og framtíðarsýn fyrirtækisins. Önnur lykilmanneskja er Ásta Brynjólfsdóttir, yfirmaður rannsókna- og þróunarstarfsins. Síðan er vörumerkjasérfræðingurinn okkar, Sigurður Þorsteinsson, sem er sá besti hér á landi og þótt víðar væri leitað. Hann rekur eigið hönn- unarfyrirtæki í Mílanó, Design Group Italia. Ekki eru margir sem vita að Siggi hefur starfað með okkur í 10 ár. Þá erum við með öflugan fjármálastjóra, Björn Ragnarsson, sem sér um öll fjármál fyrir tækisins, og loks má nefna fasteignastjórann, Hartmann Kárason, en fasteignir eru orðnar sérstakt verkefni vegna allra þeirra framkvæmda sem við stöndum fyrir, bæði í Bláa Lóninu og í Reykjavík. Það er því orðið í mörg horn að líta í fyrirtækinu. Við höfum verið heppin með starfs- fólk og auk þeirra sem ég nefndi er óhætt að segja að valinn maður sé í hverju rúmi og góður starfsandi ríkir innan fyrir tækisins þar sem allir leggjast á eitt við krefjandi aðstæður. Nú starfa hjá okkur um 160 manns. Verkefni mín snúast töluvert um að sjá til þess að nýsköpunar- verkefnin séu fullfjármögnuð og að við séum með traustan fjárhag. Við erum svo lánsöm að fjármagnsskipan félagsins er sterk. Ytri samskipti auk útrásarinnar taka því mestan tíma minn um þessar mundir.“ Áhugi á heilsu og hreyfingu Grímur hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu og hreyfingu. Hann er formaður Knattspyrnufélagsins Vals en þar standa einmitt miklar framkvæmdir yfir, sem munu gjörbreyta allri aðstöðu félagsins. „Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um hollustu, heilbrigði og hreyf- ingu. Á sínum tíma hafði ég sem unglæknir þörf fyrir að brjóta mig frá norminu og hefðbundnum störfum lækna og stofnaði Íslenska 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006* 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Velta Bláa Lónsins 1994-2006 í milljónum króna Velta Bláa Lónsins verður yfir 1 milljarður á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.