Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 90

Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 90
KVIKMYNDIR TEXTI: HILMAR KARLSSON R idley Scott og yngri bróðir hans, Tony Scott, eru í hópi þekkt- ustu kvikmyndaleikstjóra og hafa myndir þeirra notið mikilla vinsælda. Þó að staðreyndin sé að Tony hafi ávallt staðið þrepi neðar í virðingarstiganum þá á hann að baki jafnvinsælar myndir og bróðir hans þó að ekki séu þær í sama gæðaflokki og það besta frá Ridley. Þeir bræður hafa lengi verið samstarfsmenn og eiga fleiri en eitt kvikmyndafyrirtæki saman. Samstarf þeirra hefur falist í að framleiða kvikmyndir og sú síðasta var Tristan + Isolde, sem Kevin Reynolds leikstýrði. Þá verður frumsýnd á næsta ári kvik- mynd sem þeir framleiða og heitir því langa nafni The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og skartar Brad Pitt í aðalhlutverki. Ridley og Tony hafa aldrei verið í samkeppni fyrr en nú að þeir leikstýra hvor sinni kvikmynd sem frumsýndar eru um sama leyti. Munu þeir keppa um hylli fólks þar sem báðar fá mikla markaðssetn- ingu og verða sýndar í þúsundum kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum. Ridley varð fyrri til en mynd hans A Good Year var frumsýnd 10. nóvember (í Englandi var hún frumsýnd um síðustu mánaðamót) og Déjà vu, sem Tony Scott leikstýrir, er frumsýnd 22. nóvember. Ridley hefur því forskotið, en ef mynd hans gengur illa græðir sjálfsagt litli bróðir á því. VÍNRÆKT OG TÍMAFLAKK Ólíkar kvikmyndir A Good Year er rómantískt drama sem fjallar um enskan bankamann sem hefur ekki gengið vel í fjárfestingum og er að brenna allar brýr að baki sér þegar hann erfir lítinn vínbúgarð eftir frænda sinn í Provence í Frakklandi, en þar hafði hann búið sem barn. Hann er varla búinn að koma sér fyrir þegar ung bandarísk stúlka birtist og segist vera dóttir frændans og vill fá að vita eitthvað um föður sinn og búgarðinn. Hún er ekki beint að segja að hún sé rétti erfinginn en ef það sannast að hún sé dóttirin þá er bankamaðurinn á hálum ís sem eigandi búgarðsins. Russell Crove fer með hlutverk bankamannsins og er þetta í annað sinn sem hann og Ridley Scott leiða saman hesta sína, en Crove lék skylmingarþræl- inn Maximus í Gladiator og fékk óskarsverðlaun fyrir. Crove og Scott eru alls ekki hættir samstarfinu þar sem Crove leikur annað aðalhlutverkið í Amer- ican Gangsters sem Ridley Scott er að leikstýra um þessar mundir. Fjallar hún um krimma í Harlem sem í upphafi áttunda áratugarins smygla heróíni frá Vietnam í líkkistum fallinna hermanna. Mótleikari Crove í American Gangsters er Denzel Washington, en hann er aðalleikarinn í Déjà vu. Sú kvikmynd er mjög ólík A Good Year að flestu leyti. Tony Scott er enn einu sinni í samstarfi við fram- BRÆÐURNIR RIDLEY OG TONY SCOTT MEÐ NÝJAR MYNDIR Í NÓVEMBER Russell Crove leikur í A Good Year misheppnaðan bankamann sem erfir vínbúgarð í Frakklandi. 90 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Russell Crove erfir vínekrubúgarð í A Good Year og Denzel Washington fer til fortíðar til að koma í veg fyrir hryðjuverk í Déjà vu

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.