Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 75

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 75
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, er formaður Norsk-íslenska viðskiptaráðsins sem stofnað var 10. mars síðastliðinn að við- stöddum utanríkisráðherrum landanna, þeim Geir H. Haarde og Jonas Gahr Störe. Tilgangur ráðsins er að efla viðskipti og efnahags- samvinnu landanna, meðal annars með því að standa fyrir fræðslu- fundum og ráðstefnum auk þess að veita upplýsingar um atvinnulíf, fjárfestingarmöguleika og viðskiptamöguleika í Noregi og á Íslandi. Meðlimir eru bæði fyrirtæki og einstaklingar í hvoru landi um sig. Við stofnun Norsk-íslenska viðskiptaráðsins sagði Bjarni Ármannsson að ráðið yrði drifkraftur í samstarfi landanna í viðskiptum, menn- ingu, íþróttum og á fleiri sviðum. Viðskipti milli Íslands og Noregs eiga sér langa sögu en stofnun viðskiptaráðsins gerist á sama tíma og viðskipti þjóðanna hafa aukist mjög auk þess sem þau ná yfir fleiri svið. Þá hafa íslenskir bankar og fjárfestar notið aukinnar athygli í Noregi. Þátttaka Bjarna Ármannssonar í Norsk-íslenska viðskiptaráðinu kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að Glitnir lítur bæði á Noreg og Ísland sem sinn heimamarkað. „Ég tel að í öflugum samskiptum og virku tengslaneti felist mikil tækifæri ef rétt er á málum haldið og mig langaði til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar,“ segir Bjarni. „Sem formaður get ég stuðlað að öfl- ugri viðskiptum milli landanna og aukinni samvinnu þeirra á ýmsum sviðum. Viðskiptaráðið er kjörinn vettvangur fyrir ýmis sameiginleg hagsmunamál okkar.“ Bjarni segir að fyrsta markmið Norsk-íslenska viðskiptaráðsins sé að fá fleiri meðlimi og gera það fjárhagslega í stakk búið til að sinna hlutverki sínu með sóma. „Traust fjárhagsstaða skapar grundvöll fyrir metnaðarfulla starfsemi og blæs stjórnarmönnum kapp í kinn. Við réðum nýlega starfsmann í hlutastarf til að sjá um daglegan rekstur ráðsins. Næsta verkefni er jólasamkoma í bústað íslenska sendiherr- ans í Osló þangað sem boðið verður ýmsum aðilum úr viðskipta- og menningarlífi landanna.“ Líkar þjóðir Áhugi er á að skipuleggja ráðstefnur og fræðslufundi - til að mynda hádegisverðarfundi - þar sem einn eða fleiri ræðumenn munu fjalla um áhugavert efni og hvetja til umræðu. Bjarni segir stefnuna setta á stóran viðburð í febrúar eða mars á næsta ári þar sem áherslan verður á tengsl Íslands og Noregs á ýmsum sviðum. En hverju vill Bjarni koma til leiðar sem formaður Norsk-íslenska viðskiptaráðsins? „Ég vil stuðla að bættri ímynd Noregs á Íslandi og að sama skapi standa fyrir kynningu á Íslandi í Noregi. Öflug upplýsingagjöf liðkar fyrir öllum samskiptum milli fólks.Við höfum átt frábært samstarf við sendiherra og starfsfólk sendiráðanna í hvoru landi um sig og væntum mikils af því í framtíðinni.“ Bjarni segir það auðvelda öll samskipti hve þjóðirnar eru líkar. „Menning landanna er mjög lík sem endurspeglast meðal annars í því að margir Norðmenn segja mun auðveldara að vinna með Íslendingum en til dæmis Svíum, Dönum eða Finnum. Við munum auðvitað njóta þessa í starfi ráðsins.“ Bjarni Ármannsson. „Sem formaður vil ég stuðla að öflugri viðskiptum milli landanna og aukinni samvinnu þeirra á ýmsum sviðum.“ NORSK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Vill stuðla að bættri ímynd Noregs á Íslandi F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 75 „Öflug upplýsingagjöf liðkar fyrir öllum sam- skiptum milli fólks.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.