Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6
D A G B Ó K I N
24. október
Bankarnir 1.200
milljarða virði
Greint var frá því að
markaðsverð bankanna
þriggja, Kaupþings banka,
Landsbankans og Glitnis, væri
komið yfir 1.200 milljarða
króna sem er nálægt árlegri
landsframleiðslu Íslendinga.
Kaupþing banki, stærsta fyrir-
tækið í Kauphöllinni, er að
markaðsvirði um 580 millj-
arðar, Glitnir í kringum 335
milljarðar og Landsbankinn um
300 milljarðar.
25. október
Jakob Sigurðsson
til Kára
Jakob
Sigurðsson,
fyrrverandi
forstjóri
Alfesca,
hefur verið
ráðinn fram-
kvæmda-
stjóri við-
skiptasviðs Íslenskrar erfða-
greiningar. Hann er því kominn
til Kára, eins og einhver orðaði
það.
Jakob er með BS-gráðu í
efnafræði frá Háskóla Íslands
og MBA-gráðu frá Kellogg
School of Management við
Northwestern University í
Illinois í Bandaríkjunum.
Hann hefur undanfarin tvö ár
starfað sem forstjóri Alfesca,
áður SÍF.
26. október
Samson með
yfir 30% í
Straumi-Burðarási
Tilkynnt var þennan dag að
Samson Global Holdings hefði
keypt 16,74% hlut í Straumi-
Burðarási Fjárfestingabanka
af Fjárfestingafélaginu Gretti.
Gengi bréfanna í viðskiptunum
var 17,3. Með þessum kaupum
fór hlutur Samson Global
Holdings yfir 30% í Straumi-
Burðarási.
Samson Global Holdings
er félag í eigu Björgólfs
Guðmundssonar og Björgólfs
Thors Björgólfssonar, sem
er stjórnarformaður Straums-
Burðaráss.
23. október
ENRON-STJÓRI FÉKK 24 ÁRA DÓM
Jeffrey Skilling, fyrrum for-
stjóri Enron, hlaut 24 ára
fangelsisdóm fyrir bókhalds-
og innherjasvik í Houston
í Texas í Bandaríkjunum.
Skilling var í maí sl. fundinn
sekur um aðild að umfangs-
miklum bókhaldssvikum,
sem leiddu til gjaldþrots
Enron árið 2001.
Kenneth Lay, stofnandi
Enron og fyrrum stjórn-
arformaður fyrirtækisins, var
sömuleiðis fundinn sekur um
sömu brot í réttarhöldum í
málinu í maí, en hann lést
í júlí síðastliðnum áður en
hann gat áfrýjað dóminum.
Skilling var m.a. fund-
inn sekur um að falsa
afkomutölur Enron á þann
veg að þær sýndu hagnað
þegar í raun var um að
ræða taprekstur. Þegar
Enron var lýst gjaldþrota
árið 2001 námu skuldir fyr-
irtækisins 31,8 milljörðum
Bandaríkjadala, jafnvirði
tæplega 2.200 milljarða
íslenskra króna.
Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóri Enron.
19. október
KONUR UM 22% STJÓRNARMANNA
Hagstofan sagði frá
því að frá árinu 1999
til 2005 hefði hlut-
fall kvenna, sem sitja
í stjórnum fyrirtækja,
haldist nánast óbreytt
á tímabilinu – eða í
kringum 22%.
Á sama tímabili hefði
hins vegar fyrirtækjum
með konur sem fram-
kvæmdastjóra fjölgað úr
15,4% í 18,2%.
Flestar konur eru
framkvæmdastjórar í
fyrirtækjum sem eru með
innan við 10 starfsmenn
og starfa við verslun og
þjónustu.
Flestar konur eru framkvæmdastjórar í fyrirtækjum sem eru
með innan við 10 starfsmenn og starfa við verslun og þjónustu.
Brynja
Halldórsdóttir.
Situr í stjórn
Kaupþings
banka.
Þórdís J.
Sigurðardóttir.
Stjórnaformaður
Dagsbrúnar.
Guðbjörg
Matthíasdóttir.
Í stjórn Lands-
bankans, TM
og Ísfélagsins.
Edda
Sverrisdóttir,
kaupmaður í
Flex.
Jakob
Sigurðsson.