Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri og eigandi ráðgjafafyrirtæk-isins Skyggnis og fjárfestingafélagsins Tvídranga, er formaður Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins. Þegar Páll er spurður hvers vegna hann hafi sóst eftir formannsstólnum segir hann að sér hafi þótt verkefnið spennandi og að hann vilji leggja sitt af mörkum til að efla tengsl þjóðanna á sviði viðskipta og verslunar. Páll var kosinn formaður þegar ráðið var stofnað haustið 1995 í Hamborg og Reykjavík. „Stofnfélagar voru um eitt hundrað og stjórn ráðsins hefur verið í þýskum anda; lítið um mannabreytingar. Við höfum verið heppin með öflugt fólk sem komið hefur að starfi og uppbyggingu ráðsins í gegnum árin.“ Á meðal verkefna Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins er að hafa milligöngu um viðskiptasambönd, veita upplýsingar um heimilisföng og nákvæmar upplýsingar um einstök fyrirtæki, það sér um kynn- ingu á einstökum fyrirtækjum samkvæmt beiðni, um kynningu á framleiðslu og þjónustu fyrirtækja og um markaðsrannsóknir. Þá veitir það aðstoð í deilumálum, meðal annars við öflun lögfræðinga í Þýskalandi, og sér um bréfaskriftir fyrir hönd fyrirtækja, þýðingar og túlkun, meðal annars í tengslum við fyrirtækjaheimsóknir. Það veitir aðstoð við bréfaskriftir í skatta- og tollamálum, aðstoðar m.a. við að fá endurgreiddan virðisaukaskatt í Þýskalandi vegna viðskiptaferða og ferða á sýningar og veitir upplýsingar um tolla af inn- og útflutn- ingsvörum. „Þýskir dagar“ „Við höfum staðið fyrir „þýskum dögum“ í Reykjavík fjórum sinnum – meðal annars í bakaríum í samvinnu við Landssamband íslenskra bakarameistara. Við höfum fengið fyrirlesara til landsins og síðast en ekki síst höfum við staðið fyrir „Íslandskynningum“ í Þýskalandi. Þær kynningar höldum við einu sinni á ári í tengslum við aðalfund ráðs- ins. Við tökum venjulega fyrir eitt þema, svo sem fjármálamarkaðinn, sjávarútveg, ferðaþjónustu og orku. Yfirleitt er með í för frá Íslandi ráðherra viðkomandi málaflokks.“ Þýsk-íslenska viðskiptaráðið vinnur náið með íslenska sendi- ráðinu í Berlín. Þá er ráðið hluti af neti þýskra viðskiptaráða sem eru tæplega tvö hundruð bæði innan og utan Þýskalands. „Þar erum við fullgildir meðlimir og höfum aðgang að öllum fyrirtækjum í Þýska- landi þar sem öll fyrirtæki landsins eru félagar í viðskiptaráði sinnar borgar. Þetta net hefur oftar en ekki nýst félagsmönnum okkar þegar fá þarf nákvæmar upplýsingar um starfsemi þýskra fyrirtækja.“ Hvað varðar innflutning frá Þýskalandi bendir Páll á að mikið sé flutt inn frá Þýskalandi, en meira en helmingur þess séu vélar af ýmsu tagi og bílar. Árið 2005 nam innflutningurinn um 435 milljónum evra. „Okkur hjá Þýsk-íslenska finnst vanta meira af þýskum neyt- endavörum svo sem matvöru og eitthvað af því góða víni sem fram- leitt er í Þýskalandi.“ Páll bendir þó á að lífrænt ræktuð matvara verði sífellt vinsælli og rúmlega helmingur alls þess innflutnings séu þýsk vörumerki. Hvað varðar útflutning til Þýskalands nefnir Páll sjávarafurðir, ál og hross og á síðustu árum hefur útflutningur á íslenskri tækni aukist. „Nægir að nefna fyrirtæki eins og Actavis, Marel og Össur. Samtals var útflutningur til Þýskalands 345 milljónir evra árið 2005 og Þýskaland hefur verið eitt helsta viðskiptaland okkar um margra ára skeið.“ ÞÝSK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Páll Kr. Pálsson: „Okkur hjá Þýsk-íslenska finnst vanta meira af þýskum neytendavörum svo sem matvöru og eitthvað af því góða víni sem framleitt er í Þýskalandi.“ Útflutningur 345 milljónir evra „Þýskaland hefur verið eitt stærsta við- skiptaland okkar um margra ára skeið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.