Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 97

Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 97
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 97 FÓLK Viðskiptaráð beitir sér af krafti fyrir því að skapa samkeppnishæft við- skiptaumhverfi, er öflugur bak- hjarl menntunar og virkur vett- vangur tengsla. Mitt starf hjá Viðskiptaráði er því afskaplega fjölbreytt. Verkefnin geta verið allt frá því að taka á móti erlendum fyrirmennum eða skipuleggja fjölsótta atburði yfir í að hreinsa til á kaffistofunni eftir hádegis- matinn. Mest vinna fer þó í ýmis skrif og hugmyndavinnu.“ Frosti segir mikið fram- undan hjá Viðskiptaráði: „Helst ber að nefna vinnu í tengslum við vörumerkið Ísland. Þar sem aldrei hefur farið fram samþætt og heildræn markaðssetning á vörumerkinu Íslandi telur ráðið að þar sé til mikils að vinna. Með vaxandi alþjóðavæðingu hefur það mikla þýðingu fyrir samkeppnishæfi landsins hvaða augum landið er litið utan frá. Með markvissri umfjöllun og kynningu er mögulegt að skapa landinu vissan gæðastimpil. Þannig yrðu tengsl fyrirtækja við Ísland þeim fremur til tekna en trafala.“ Frosti er Kópavogsbúi í húð og hár og hefur með fáeinum undan tekningum alið mann- inn þar alla tíð: „Eftir að hafa útskrifast úr Menntaskólanum í Kópavogi lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hagfræðin varð fyrir valinu. Ástæðan fyrir því að ég kaus hagfræðina var fyrst og fremst fjölbreytileiki fagsins. Þar er tvinnað saman stjórn- málum, heimspeki, stærðfræði, tölfræði, heimspeki, siðfræði og síðast en ekki síst viðskiptum og fjármálum. Auk þess hljómar hagfræði afar gáfulega, enda eru hagfræðingar jafnan taldir fylgja fast á eftir rokkstjörnum og leik- urum hvað kynþokka og kven- hylli varðar. Hluta námsins tók ég í Mac- quarie háskólanum í Sydney. Borgin er einhver sú fallegasta í heiminum auk þess sem Ástralir eru afar gestrisið og skemmtilegt fólk. Þrátt fyrir að hafa einungis búið í eitt ár í Sydney finnst mér ég vera þriðjungs Ástrali og reyni að styðja mína menn hvar sem ég get. Ég hef til að mynda líklegast verið einn af fáum Íslendingum sem studdi Ástralíu af hjarta og sál á HM í fótbolta núna í sumar.“ Áhugamál Frosta eru mörg og sífellt fjölgar þeim. „Þar eru sennilega efst á baugi fótbolti, golf, stjórnmál, kvikmyndir, bók- menntir, tónlist, eldamennska og ferðalög. Ég fór á skotvopna- námskeið eina helgi fyrir stuttu og hafði fyrir það ekki snert á byssu. Það á enn eftir að koma í ljós hvort það þróast í einhverja allsherjar veiðidellu. Sumarfríið nýtti ég til að flytja í nýja íbúð en náði einnig að skreppa í stutta ferð til Búlgaríu. Íbúðin er Kópavogsmegin í Foss- vogsdalnum enda er gott að búa í Kópavogi eins og bæjarstjórinn okkar hefur verið duglegur við að kynna fólki. Búlgaríuferðin var fyrst og fremst hugsuð sem sáluhjálp í kjölfar vætusömustu sumarbyrjunar sem ég hef upp- lifað.“ Hjá Frosta er fátt annað framundan en að koma sér fyrir í nýju starfi: „Ég fer fullur til- hlökkunar inn í þetta verkefni enda góður vettvangur til frum- legrar hugsunar, gefandi sam- skipta við fólk og fjölbreytileika í starfi.“ Nafn: Frosti Ólafsson. Fæðingarstaður: Reykjavík, 16.8. 1982. Foreldrar: Jóhanna Hauksdóttir ljósmóðir og Ólafur Frostason flugstjóri (látinn). Menntun: BSc-gráða í hag- fræði frá Háskóla Íslands og Macquarie háskólanum í Sydney. Frosti Ólafsson: „Búlgaríuferðin var fyrst og fremst hugsuð sem sáluhjálp í kjölfar vætusömustu sum- arbyrjunar sem ég hef upplifað.“ hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands FROSTI ÓLAFSSON

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.