Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6
Þórður Birgir Bogason, forstjóri MEST, er í Nærmynd að þessu sinni. Þórður stefndi um tíma á atvinnumennsku
í knattspyrnu en sá draumur varð að engu
þegar hann meiddist illa á hné. Örlögin ætl-
uðu honum annað hlutskipti í lífinu. Í dag
rekur hann fyrirtæki sem veltir 6 milljörðum
á ári og er með um 250 manns í vinnu.
Mikill vöxtur hefur verið hjá MEST ehf.
frá því að fyrirtækið varð til við samein-
ingu Merkúrs og Steypustöðvarinnar. Fyrir
skömmu sameinaðist MEST byggingavöru-
versluninni Súperbygg og hyggur fyrirtækið
á enn frekari stækkun á næstunni.
Þórður Birgir Bogason, eða Tóti eins og
vinir hans kalla hann, er fæddur í Reykjavík
15. júlí 1969. Hann er sonur hjónanna
Ólafar Einarsdóttur hárgreiðslumeistara og
Boga Þórðarsonar byggingartæknifræðings.
Bróðir Þórðar heitir Einar Þór og er læknir.
Fyrstu ár ævinnar bjó Þórður ásamt for-
eldrum sínum í Langholtshverfinu og var í
Ísaksskóla þrjú fyrstu ár skólagöngunnar.
,,Við bjuggum þar þangað til ég varð
átta ára en þá fluttum við í Seljahverfið
í Breiðholti. Níu ára gamall byrjaði ég í
Ölduselsskóla en flutti svo yfir í Seljaskóla
ári seinna þegar hann var settur á stofn og
lauk grunnskólanámi þar. Ég man vel eftir
því hvað mér fannst gaman í Ísaksskóla, eftir
kennaranum og skólastjór-
anum og sérstaklega hvað
mér þótti íþróttasalurinn í
kjallaranum stór á sínum
tíma. Ég heimsótti skólann
fyrir nokkrum árum og
kom í salinn en þá er hann
ekki nema tuttugu fermetra
herbergi.“
Þórður segir að það hafi
verið mjög gott og gaman
að alast upp í Seljahverfinu.
,,Það var enn verið að byggja upp hverfið og
allt í skurðum og grunnum. Við krakkarnir
hjóluðum mikið, klifruðum í vinnupöllum
og lékum okkur á flekum í grunnum sem
höfðu fyllst af vatni. Svæðið var hálfgerð sveit
og í sjálfu sér villt.“
Eftir grunnskóla lá leið Þórðar í Mennta-
skólann við Sund. Að hans sögn var sá
skóli næst því að vera hverfismenntaskóli
fyrir krakka í Seljahverfinu. ,,Mér hugnað-
ist frekar bekkjakerfið og sótti hann því
frekar en Fjölbraut í Breiðholti. Ég er
félagslyndur og langaði að vera með sömu
krökkum í bekk í stað þess að vera með eigin
stundaskrá. Menntaskóla-
árin eru miklir umbrota-
tímar hjá flestum og sá
tími sem maður breytist
úr barni í ungan mann.
Það var svolítið skrítið að
koma úr Breiðholtinu og
kynnast fullt af krökkum
víðs vegar að úr Reykjavík
því Seljahverfið var fremur
einangrað á þeim tíma.“
Meiddist á hné
Eins og margir strákar hafði Þórður gaman
af því að spila knattspyrnu sem krakki. Hann
var góður leikmaður og lék um tvítugt með
meistaraflokki Vals. Hugurinn stefndi þó
lengra og um tíma leit út fyrir að hann yrði
atvinnumaður í Þýskalandi. Örlögin ætluðu
honum þó annað hlutskipti í lífinu því árið
1993 meiddist hann illa á hné og varð að
hætta í boltanum.
Þ Ó R Ð U R B I R G I R B O G A S O N Í N Æ R M Y N D
TEXTI: VILMUNDUR HANSEN • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Þórður Birgir Bogason, forstjóri Mest, er sagður öflugur maður, algerlega ófeiminn
og svolítið stríðinn. Undir hans forystu hefur Mest vaxið hratt og nýlega voru Mest og
byggingavöruverslunin Súperbygg sameinuð undir merkjum Mest.
Ég var búinn að vera
með bolta á tánum
frá því að ég var
barn og stefndi á
atvinnumennsku. Það
voru því mikil vonbrigði
þegar fótunum var kippt
undan mér í boltanum.
„ÓFEIMINN
STRÍÐINN“og