Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 É g stofnaði Island-Reisen árið 1990,“ segir Ríta sem er íslensk þótt nafnið beri það ekki beint með sér. Hún er fædd og uppalin á Íslandi, hét þá Ríta Larsen, en faðir hennar, Nils Einar Larsen, var danskur garðyrkjumaður á Elli- heimilinu Grund og móðirin er Margrét Jónsdóttir hjúkrunarkona. Maður Rítu, Jörg Duppler, er sagnfræð- ingur og starfar á vegum þýska sjóhersins og því hafa þau dvalist víða í Þýskalandi. „Við Jörg stunduðum nám við háskólann í Bonn, hann í sagnfræði en ég í norrænu, listasögu og samanburðarbókmenntum. Að námi loknu kenndi ég þar í átta ár við háskólann.“ Íslandskynning á fínu hóteli Duppler-hjónin þurftu loks að færa sig um set og fluttust til Flensborgar. Þar var ekki háskóli en Rítu langaði samt til að vinna eitt- hvað þótt hún væri komin með þrjú börn. Í kjölfarið vaknaði ferðaþjónustuhugmyndin. „Við hjónin ákváðum að efna til Íslands- kynningar og gerðum það einu sinni í mán- uði í tvö ár. Við buðum upp á helgarferð á mjög fínt hótel, héldum þar fyrirlestra um Ísland, sýndum kvikmyndir og kynntum bókmenntir og sögu landsins og fræddum væntanlega ferðamenn um allt sem þeir höfðu áhuga á að heyra. Við vorum ekkert agalega klár í business og seldum þetta voðalega ódýrt en þátttakan var góð og fólki fannst þetta spennandi. Endirinn varð sá að margir vildu að efnt yrði til hópferðar til Íslands og ég yrði leið- sögumaður. Fyrsti hópurinn var þó ekki svo stór að það borgaði sig að fara með hann svo ég bauð Islandtours að innlima hann í sína ferð. Fjöldinn tvöfaldaðist síðan ár frá ári og eykst enn. Árið 1996 fluttum við til Berlínar og ég rak ferðaskrifstofuna heima þar til árið 1999 að ég fékk húsnæði á frábærum stað á Kur- fürstendam 125 b.“ Nánast allar pantanir koma á Netinu Ríta segir að stór hluti sölunnar fari fram í gegnum síma og á Netinu, sem hún nýtti sér mjög fljótt. Hún kynntist nefnilega Íslend- ingnum Snorra Sigurðssyni sem rekur mikið tölvufyrirtæki í Tübingen og hann sagði: „Farðu inn á Netið.“ „Ég var skeptísk og var auk þess sannfærð um að Þjóðverjar myndu seint nýta sér það. Snorri talaði mig til og ég fékk fljótlega fína vefsíðu og lifi eiginlega á því núna. Nánast allar pantanir koma á Netinu. Þess vegna sel ég Íslandsferðirnar ekki bara fólki hér í Berlín heldur suður um allt Þýskaland, í Austurríki og Sviss. Það merkilega er að Íslandsáhuginn vex eftir því sem sunnar dregur en líklega koma þó flestir viðskiptavinir mínir frá Rínar- dalnum og nágrenni Frankfurt.“ Snorri hefur séð alfarið um vefsíðuna sem er mjög góð. Dóttir Rítu átti að finna góða vefsíðu á Netinu og kynna hana í tengslum við nám sitt í háskólanum. Hún valdi að kynna heimasíðu Island-Reisen. Síðan hlaut verðlaun sem sú besta sem kynnt var. „Það þakka ég Snorra.“ Spá Rítu um að Þjóðverjar yrðu seinir að notfæra sér Netið gekk ekki eftir og nú segir hún að meira að segja eldra fólk sé komið með tölvur heima og Netið hefur svo sannarlega stuðlað að velgengni ferðaskrifstofunnar. Þar vinna sjö manns, sjö háskólastúlkur sem eru í norrænunámi í háskólanum. Þær vinna 20 tíma á viku og íslenskukunnátta þeirra kemur sér vel þegar hafa þarf samband við fólk í ferðaþjónustu hér heima, því að menn kunna yfirleitt ekki þýsku og þykir betra að geta átt viðskipti á íslensku heldur en ensku, nema stærstu hótelin. Ríta Duppler, eigandi Island-Reisen í Berlín, segir að Íslandsáhuginn vaxi eftir því sem sunnar dragi í Þýskalandi. „Líklega koma þó flestir viðskiptavinir mínir frá Rínardalnum og nágrenni Frankfurt.“ RÍTA DUPPLER EIGANDI ISLAND-REISEN Í BERLÍN F E R Ð A Þ J Ó N U S T A TEXTI OG MYND: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.